Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

35 sveitar­fé­lög rekin með halla 2020

Laun og launatengd gjöld námu 99% af útsvarstekjum íslenskra sveitarfélaga á fyrri hluta þessa árs. Þá hækkuðu launaútgjöld þeirra um 11,5% frá 2019 til 2020, á sama tíma og tekjur þeirra jukust um 3,7%. Alls voru 35 sveitarfélög rekin með halla á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Leggjast gegn smá­hýsum fyrir heimilis­lausa í Laugar­dal

Borgar­full­trúum Sjálf­stæðis­flokksins líst ekkert á á­form meiri­hlutans um að koma upp smá­hýsum fyrir heimilis­laust fólk í Laugar­dalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir í­búða­á­formum“. Meiri­hlutinn vill koma þeim fyrir í Laugar­dalnum þar sem ekki hefur reynst auð­velt að ná sátt um slík úr­ræði fyrir heimilis­lausa í í­búða­byggð.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum

Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna

Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag  endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið.

Innlent
Fréttamynd

„Er mis­skilningur lygi?“

Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Slakað verður á í litlum skrefum þegar þar að kemur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur ekki tímabært að slaka á sóttvarnarráðstöfunum að svo stöddu og hefur framlengt gildandi ráðstafanir um hálfan mánuð. Ráðherrann á von á að þegar slakað verði á verði það gert í litlum skrefum.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­málin eru dauð, lengi lifi stjórn­málin

Ástæða þess að við sitjum uppi með þessa ríkisstjórn er að flokkarnir sem hún inniheldur telja sig einu starfhæfu flokkana á Alþingi. Þeir eru leyfar stjórnmála eftirstríðsáranna, þeirra alþýðustjórnmála sem urðu til við almennan kosningarétt en stofnanavæddust fljótt og spilltust síðan á nýfrjálshyggjuárunum.

Skoðun
Fréttamynd

Takmarkanir óbreyttar til 20. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19.  Ný regluferð gildir í tvær vikur, til 20. október. Sóttvarnalæknir vildi framlengja takmarkanir um einn mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir

Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að ný ríkis­stjórn lýsi yfir neyðar­á­standi í lofts­lags­málum

Land­vernd, Náttúru­verndar­sam­tök Ís­lands og Ungir um­hverfis­sinnar krefjast þess að lofts­lags­mál verði í kjarna nýs ríkis­stjórnar­sam­starfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðast­liðin fjögur ár hafi lofts­lags­stefna stjórn­valda verið „ó­full­nægjandi og ein­kennst af hálf­káki.“

Innlent
Fréttamynd

Ræða hvort fundirnir verði opnir öllum

Undirbúningskjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag á nefndarsviði Alþingis til að hefjast handa við að reyna að leysa úr þeirri flóknu stöðu sem er komin upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Á fundinum verður formaður nefndarinnar valinn og meðal annars rætt hvort fundir hennar verði opnir eða ekki.

Innlent