Beljanski aftur til landsins Igor Beljanski hefur verið ráðinn þjálfari Skallagríms en hann mun einnig spila með liðinu. Það er Karfan.is sem greinir frá þessu. Körfubolti 9. nóvember 2008 16:23
Náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig "Við vorum alveg arfaslakir á löngum köflum í seinni hálfleik og við verðum að fara að koma einhverju flæði í þennan sóknarleik okkar," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells í samtali við Vísi eftir nauman sigur hans manna á Breiðablik í kvöld. Körfubolti 7. nóvember 2008 22:03
Snæfell lagði Blika í framlengdum leik Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR vann sinn fyrsta sigur í vetur þegar liði skellti Tindastól á heimavelli 90-71. Körfubolti 7. nóvember 2008 21:22
Jón Arnór: Getum spilað miklu betur "Þetta var kannski ekki besti körfubolti í heimi en þetta var fín spenna fyrir áhorfendur," sagði Jón Arnór Stefánsson sem skoraði 25 stig í 82-80 sigri KR á Grindavík í kvöld. Körfubolti 6. nóvember 2008 22:56
Enginn heimsendir þó Palli detti niður í 12 stig "Við fórum með þennan leik á vítalínunni og það var munurinn á liðunum í kvöld," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur eftir 82-80 tap hans manna gegn KR í kvöld. Körfubolti 6. nóvember 2008 22:35
KR lagði Grindavík í uppgjöri toppliðanna KR vann tveggja stiga sigur 82-80 á Grindavík í toppslag Iceland Express deildar karla í kvöld. KR-ingar höfðu yfirhöndina lengst af en Grindvíkingar komust vel inn í leikinn undir lok leiksins. Körfubolti 6. nóvember 2008 21:56
Ótrúlegur endasprettur hjá Þór á Akureyri Tveimur leikjum er lokið í Iceland Express deild karla. Þór vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni þar sem liðið skoraði síðustu fimmtán stig leiksins og vann tíu stiga sigur. Þá var leikur Keflavíkur og FSu framlengdur. Körfubolti 6. nóvember 2008 21:12
Seinkun á leik KR og Grindavíkur Tæplega klukkutíma seinkun varð á leik KR og Grindavíkur sem átti að hefjast klukkan 19.15 í kvöld. Körfubolti 6. nóvember 2008 20:15
Páll Axel stigahæstur og með hæsta framlagið Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík er áberandi þegar litið er yfir efstu menn í tölfræðiþáttum eftir fimm umferðir í Iceland Express deild karla í körfubolta. Körfubolti 5. nóvember 2008 18:07
Arnar Freyr í banni gegn KR Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Grindavíkur, getur ekki tekið þátt í toppslagnum gegn KR á fimmtudagskvöld þar sem hann tekur út leikbann. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Grindvíkinga. Körfubolti 4. nóvember 2008 20:45
Breiðablik vann stigalausa ÍR-inga Breiðablik vann ÍR 75-71 í Iceland Express deildinni í kvöld. Þetta var annar sigur Blika í röð en þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar. Breiðhyltingar eru hinsvegar enn stigalausir á botninum. Körfubolti 3. nóvember 2008 21:00
Páll Axel skoraði 37 í sigri Grindavíkur Grindavík hefur fullt hús stiga á toppi Iceland Express deildarinnar í körfubolta eftir leiki kvöldsins. Körfubolti 2. nóvember 2008 20:52
Heldur sigurganga Grindvíkinga áfram í kvöld? Fimmta umferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Körfubolti 2. nóvember 2008 14:58
Hugarfarið lykillinn að sigri Blika í Keflavík "Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær. Körfubolti 1. nóvember 2008 14:08
Breiðablik gerði góða ferð til Keflavíkur Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld. KR og Grindavík unnu einnig sína leiki og eru ósigruð á toppi deildarinnar. Jón Arnór Stefánsson var með þrefalda tvennu í sigri KR-inga. Körfubolti 31. október 2008 21:14
Stórleikur í vesturbænum í kvöld Fjórðu umferðinni í Iceland Express deild karla í körfubolta lýkur í kvöld með þremur leikjum. Stórleikur verður í vesturbænum þar sem KR tekur á móti Snæfelli í DHL höllinni. Körfubolti 31. október 2008 14:41
Þriðji sigur Tindastóls Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Tindastóll vann sinn þriðja leik af fjórum í deildinni og er í efsta sæti deildarinnar ásamt KR og Grindavík sem eru bæði taplaus eftir þrjá leiki. Körfubolti 30. október 2008 22:00
Pétur Guðmundsson fimmtugur í dag Pétur Karl Guðmundsson, leikmaður aldarinnar og eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni, er fimmtugur í dag, 30. október. Körfubolti 30. október 2008 13:55
Þrír leikir í úrvalsdeildinni í kvöld Fjórða umferðin í Iceland Express deildinni í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Njarðvíkingar sækja ÍR-inga heim í Seljaskóla, Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki og Þór og FSu mætast á Akureyri. Allir leikir hefjast 19:15. Körfubolti 30. október 2008 12:43
Körfuboltinn í brennidepli í Utan vallar í kvöld Í þættinum Utan vallar á Stöð 2 Sport í kvöld verða málefni körfuboltans hér á landi í brennidepli og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari verður í nærmynd. Körfubolti 30. október 2008 11:29
Luber á förum frá Tindastóli Benjamin Luber, leikmaður Tindastóls í Iceland Express deildinni, er á förum frá félaginu. Þetta staðfestir Kristinn Friðriksson þjálfari liðsins á vefsíðunni feykir.is. Körfubolti 28. október 2008 21:15
Grindavík og KR taplaus á toppnum KR og Grindavík sitja á toppi Iceland Express deildarinnar í körfubolta eftir þrjár umferðir. Grindavík vann stórsigur á Tindastól 113-95 í uppgjöri tveggja taplausra liða og KR valtaði yfir Breiðablik 108-72 í Kópavogi. Körfubolti 24. október 2008 20:57
Grindavík hefur yfir í hálfleik Grindavík hefur yfir 53-50 gegn Tindastól í toppslagnum í Iceland Express deildinni þegar flautað hefur verið til hálfleiks. KR er að bursta Breiðablik á útivelli 67-30 og Snæfell hefur yfir 33-30 gegn Þórsurum á heimavelli sínum. Körfubolti 24. október 2008 19:59
Fyrsti sigur Njarðvíkur Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvík vann sinn fyrsta leik í vetur þegar liðið skellti Stjörnunni í Garðabæ 86-77. Körfubolti 23. október 2008 21:18
Grindavík vann í Njarðvík Þrír leikir voru í Iceland Express deild karla í kvöld en það unnust útisigrar í þeim öllum. Grannaslagur var í Njarðvík þar sem heimamenn tóku á móti Grindavík en leikurinn fór 84-98. Körfubolti 20. október 2008 21:02
Sigurður: Þetta var þeirra dagur "Það er eðlilegt að menn haldi upp á þetta, það er ekki á hverjum degi sem menn vinna stóran sigur á Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi þegar hann gekk af velli innan um káta KR-inga í kvöld. Körfubolti 19. október 2008 22:26
Jón Arnór: Þetta var aldrei spurning "Við vorum miklu betri, þetta var aldrei spurning," sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Vísi eftir að hans menn í KR unnu 93-72 stórsigur á Keflavík í kvöld. Körfubolti 19. október 2008 22:07
KR tók meistarana í kennslustund KR-ingar unnu 93-72 stórsigur á Keflavík í stórleik kvöldsins í Iceland Express deild karla í körfubolta . Körfubolti 19. október 2008 21:38
Meistaraefnin taka á móti meisturunum Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. Körfubolti 19. október 2008 15:49
Meistararnir byrjuðu á sigri Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu titilvörn sína í kvöld með því að leggja Þór frá Akureyri þegar að fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar lauk í kvöld. Körfubolti 17. október 2008 21:07