Reiður og sár vegna orða Koeman: „Hann hefði getað hringt“ „Svona kemur maður ekki fram við leikmenn sína,“ segir Steven Bergwijn sem hefur svarað fyrir sig eftir að Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, sakaði hann um metnaðarleysi með því að flytja til Sádi-Arabíu. Fótbolti 6. september 2024 09:32
Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. Fótbolti 6. september 2024 09:01
Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? Fótbolti 6. september 2024 08:32
Það besta í lífinu hjá Ödegaard Norski knattspyrnumaðurinn Martin Ödegaard bíður spenntur þessa dagana en hann er að verða faðir í fyrsta sinn. Hann er viss um að þessi stóra breyting á lífinu muni henta honum fullkomlega. Enski boltinn 5. september 2024 22:46
San Marínó vann sinn fyrsta leik í tuttugu ár Það var mikil gleði hjá San Marínó í kvöld þegar fótboltalandslið þjóðarinnar vann afar langþráðan sigur. Fótbolti 5. september 2024 21:19
Ronaldo skoraði landsliðsmark númer 131 Cristiano Ronaldo var á skotskónum í kvöld þegar Portúgal vann sigur á Króatíu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 5. september 2024 20:47
Stjörnuframherjar Svía redduðu málunum Svíar byrjuðu Þjóðadeildina með 3-0 sigri á Aserbajdsjan i Bakú í dag en sænska liðið er í C-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 5. september 2024 18:52
„Ekki byrjunin sem maður bjóst við að þjálfarinn myndi hætta eftir einn leik“ „Þetta er spennandi tækifæri til þess að byrja vel með þremur stigum á heimavelli,“ segir Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður og leikmaður enska liðsins Preston, fyrir landsleikinn gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 5. september 2024 14:46
Svona var fundur KSÍ fyrir fyrsta leik í Þjóðadeildinni Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ á Laugardalsvelli, daginn fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 5. september 2024 12:23
Heimi var sagt að leyna því að hann væri tannlæknir Eftir tvo daga stýrir Heimir Hallgrímsson landsliði Írlands í sínum fyrsta leik, þegar það mætir Englandi á heimavelli í Þjóðadeildinni. The Sun fjallar um Heimi í dag og gerir mikið úr því að hann sé einnig tannlæknir. Fótbolti 5. september 2024 12:01
„Þurfum að þora að sýna að við eigum að vera betra liðið“ Willum Þór Willumsson hefur stimplað sig vel inn með Birmingham á Englandi og mætir fullur sjálfstrausts í leikina við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 5. september 2024 09:31
Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 5. september 2024 08:30
Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. Fótbolti 5. september 2024 08:02
Vildu lyfjaprófa leikmenn sem létust fyrir löngu síðan Norska lyfjaeftirlitið er ekki að koma vel út eftir að fulltrúar þess mættu til að lyfjaprófa leikmenn í norska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar. Fótbolti 4. september 2024 22:21
Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. Fótbolti 4. september 2024 20:32
„Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Tvær af stjörnum enska landsliðsins í fótbolta, þeir Declan Rice og Jack Grealish, stæðu Heimi Hallgrímssyni til boða ef þeir hefðu haldið sig við að spila fyrir hönd Írlands. Enski boltinn 4. september 2024 11:34
Franskur fasteignasali með flautuna á föstudag Hinn 31 árs gamli Willy Delajod mun sjá um að dæma fyrsta leik Íslands á nýrri leiktíð í Þjóðadeild karla í fótbolta, þegar liðið tekur á móti Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á föstudagskvöld. Fótbolti 4. september 2024 09:31
Slær Haaland við en trúði ekki símtalinu: „Mamma og pabbi fóru að hlæja“ Hinn 18 ára gamli Sindre Walle Egeli, sem líkt hefur verið við landa sinn Erling Haaland, er mættur í norska A-landsliðið í fótbolta þó að hann hafi átt erfitt með að trúa því til að byrja með. Fótbolti 4. september 2024 08:32
„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. Fótbolti 4. september 2024 08:02
Enska liðið missir þrjá öfluga menn fyrir leikinn á móti Heimi Cole Palmer, Ollie Watkins og Phil Foden hafa allir þurft að draga sig út úr enska landsliðshópnum fyrir fyrstu leiki liðsins í Þjóðadeildinni. Enski boltinn 3. september 2024 21:02
„Eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við“ Jón Dagur Þorsteinsson var hetja íslenska landsliðsins síðasta vor þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Englendingum á Wembley. Nú er komið að næsta verkefni landsliðsins. Fótbolti 3. september 2024 20:16
Sparkar Bergwijn úr landsliðinu fyrir að velja Sádi-Arabíu Þjálfarinn Ronald Koeman hefur enga þolinmæði fyrir því að leikmenn á besta aldri, eins og hinn 26 ára Steven Bergwijn, velji að spila fótbolta í Sádi-Arabíu. Fótbolti 3. september 2024 11:30
Hvetur Íslendinga til að minnast Sarkic sem var í fríi með íslenskri konu Svartfellingar mæta Íslendingum á Laugardalsvelli á föstudaginn í sínum fyrsta leik eftir andlát markvarðar liðsins, Matija Sarkic, sem lést í júní 26 ára að aldri. Fótbolti 3. september 2024 11:03
Stutt gaman hjá Brynjari og Júlíus kallaður til Miðjumaðurinn Júlíus Magnússon, sem leikur með Fredrikstad í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Fótbolti 2. september 2024 09:46
Brynjar inn fyrir meiddan Sverri Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið kallaður upp í landsliðshóp karla í fótbolta fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Hann tekur sæti Sverris Inga Ingasonar sem er meiddur. Fótbolti 31. ágúst 2024 15:18
Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. Fótbolti 30. ágúst 2024 10:33
Fjórir nýliðar í enska hópnum sem Heimir þarf að glíma við Fjórir nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem mætir Írlandi, sem Heimir Hallgrímsson stýrir, í Þjóðadeildinni í fótbolta eftir rúma viku. Fótbolti 29. ágúst 2024 13:18
Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 29. ágúst 2024 11:49
„Svipað og þegar við tókum yfir liðið á sínum tíma“ Gylfi Þór Sigurðsson verður hluti af landsliðshópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta byrjun næsta mánaðar. Hann er spenntur fyrir nýrri kynslóð leikmanna í landsliðinu. Fótbolti 29. ágúst 2024 08:01
Lárus baunar á Hareide: Erfitt að lesa í skilaboðin úr norska garðskálanum Ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, varðandi Aron Einar Gunnarsson, hittu ekki beinlínis í mark í Þorpinu á Akureyri. Fótbolti 28. ágúst 2024 22:30