Samdi sjö lög á fjórum tímum eftir krabbameinsgreiningu eiginkonunnar Breski söngvarinn Ed Sheeran samdi sjö lög á fjórum klukkutímum eftir að eiginkona hans greindist með krabbamein er hún gekk með annað barn þeirra. Heimildaþættir um Sheeran og hans líf koma út á miðvikudaginn. Lífið 1. maí 2023 14:50
Alltumlykjandi kynorkan veitti innblásturinn Dularfullur tónlistarmaður sem kallar sig BLOSSI var að senda frá sér lagið Heim með þér. Þetta er fyrsta lag sem kemur út í nafni BLOSSA, sem segist vera heitasti nýi listamaðurinn í dag. Tónlist 29. apríl 2023 17:00
Lærði ensku til að geta skilið Backstreet Boys Sýrlensk-kanadíski rithöfundurinn Danny Ramadan er staddur hér á landi og fór á Backstreet Boys-tónleikana í gærkvöldi með forsetafrúnni Elizu Reid. Að sögn Elizu lærði Ramadan ensku til þess að geta skilið texta Backstreet Boys. Lífið 29. apríl 2023 14:00
„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“ Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi. Innlent 29. apríl 2023 13:00
Meira eða minna pönk – það er spurningin Seinni umferð Skúrsins hófst í gær föstudag en í þáttunum keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu auk þess sem keppt er um besta frumsamda lagið. Lífið samstarf 29. apríl 2023 10:00
Var fimmtán ára þegar hún skrifaði undir fyrsta erlenda plötusamninginn „Tónlistin hefur alltaf verið í umhverfinu hjá mér. Ég upplifði aldrei augnablikið þar sem ég ákvað að nú ætlaði ég að byrja, það var engin fyrsta skóflustunga,“ segir tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, sem hefur gert öfluga hluti í heimi tónlistarinnar og verið með annan fótinn í erlendu senunni frá unglingsaldri. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og tilverunni. Tónlist 29. apríl 2023 09:01
Katy Perry tapaði gegn Katie Perry Söngkonan Katy Perry tapaði í dag máli sem ástralski tískuhönnuðurinn Katie Taylor höfðaði gegn henni. Taylor selur föt sín undir merkinu „Katie Perry“ sem er fæðingarnafn hennar. Þarf söngkonan að greiða nöfnu sinni skaðabætur fyrir varning sem hún seldi í tengslum við tónleikaferðalag sitt árið 2014. Lífið 28. apríl 2023 16:48
Birgitta Líf gerist umboðsmaður Prettyboitjokko: „Þetta verður næsta poppstjarna Íslands“ Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, sem einnig er þekktur sem Prettyboitjokko, hefur ráðið athafnakonuna og raunveruleikastjörnuna Birgittu Líf Björnsdóttur sem umboðsmann. Tónlist 28. apríl 2023 14:05
Hjálpuðu geimverur við smíði lagsins? Seinni umferð Skúrsins hefst í dag en þar keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu auk þess sem keppt er um besta frumsamda lagið. Lífið samstarf 28. apríl 2023 11:16
Sænska Idolið vendipunktur í lífi Diljár: „Eitt það sársaukafyllsta sem ég hef gert“ Það er óhætt að segja að hin kraftmikla og hæfileikaríka Diljá Pétursdóttir hafi sungið sig inn í hjörtu landsmanna á síðustu mánuðum en hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins og mun því keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd eftir aðeins örfáa daga. Lífið 27. apríl 2023 21:00
Rihanna fetar í fótspor Ladda Barbadoska söngkonan Rihanna mun talsetja fyrir Strympu í nýrri mynd Paramount um Strumpana frá Strumpalandi. Hún fetar þar með í fótspor Katy Perry, Demi Lovato og Ladda sem talaði fyrir alla Strumpana í sjónvarpsþáttum um litlu bláu verurnar. Lífið 27. apríl 2023 18:55
Metallica fyrsta hljómsveitin til að gefa út myndbönd á táknmáli Rokkhljómsveitin Metallica mun gefa öll myndböndin af komandi plötu sinni á táknmáli. Verður hljómsveitin þá sú fyrsta til þess að gefa út myndbönd á amerísku táknmáli, ASL. Erlent 27. apríl 2023 17:10
Andi Svavars sveif yfir vötnum þegar Íslandsmet var slegið í tónleikahaldi Sextíu tónlistarmenn, sem voru nánir vinir og kollegar Svavars Péturs Eysteinssonar, eða Prins Póló, stigu á svið í Gamla bíói í gær á styrktartónleikunum Hátíð hirðarinnar. Ekkja Svavars, Berglind Häsler, segir líklegt að Íslandsmet hafi verið slegið í fjölda tónlistarmanna sem kom fram á þessum fjögurra klukkustunda tónleikum. Tónlist 27. apríl 2023 15:23
Þórunn Antonía selur slotið í Hveragerði Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Dynskóga í Hveragerði til sölu. Lífið 26. apríl 2023 10:26
Ian Anderson getur ekki mælt með heiðni við nokkurn mann Þegar Vísir náði sambandi við Ian Anderson, forsprakka og prímusmótor hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Jethro Tull, benti hann þegar á í upphafi samtals að dagskrá hans væri þéttriðin, engra kynninga væri þörf. „Beint í fyrstu spurningu.“ Menning 26. apríl 2023 07:01
Gat ekki hætt að fróa sér í flugvélinni Rapparinn Desiigner hefur verið ákærður fyrir að fróa sér hamslaust fyrir framan flugfreyjur í flugferð í síðustu viku. Rapparinn segir lyf sem hann tók hafa haft slæm áhrif á sig. Hann er nú búinn að aflýsa tónleikaröð sinni og ætlar að leita sér hjálpar vegna andlegra erfiðleika. Lífið 25. apríl 2023 20:20
Hjörtur Howser er látinn Tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser lést í gær, 61 árs að aldri. Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss en hann starfaði sem leiðsögumaður síðustu ár. Aðstandendur Hjartar greina frá þessu í dag. Innlent 25. apríl 2023 14:05
Harry Belafonte er látinn Jamaísk-bandaríski söngvarinn og leikarinn Harry Belafonte er látinn, 96 ára að aldri. Lífið 25. apríl 2023 13:52
Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar Tónlistar- og gjörningalistamaðurinn Klemens Hannigan var að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni. Lagið ber heitið Never Loved Someone So Much en því fylgir einnig splunkunýtt tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum. Tónlist 25. apríl 2023 09:00
Huggulegt stefnumót með konunni endaði með söng uppi á sviði í Eldborg Það var margt um manninn í Eldborg síðastliðið laugardagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hélt stórtónleika í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Hallgrímur Ólafsson leikari, jafnan þekktur sem Halli Melló, tók lagið með Jóni en var það þó algjörlega óundirbúið og hafði Halli ekki hugmynd um það, fyrr en hann var kallaður upp á svið fyrir framan um 1500 tónleikagesti. Tónlist 24. apríl 2023 15:30
Sjóðheita plötusnúðaparið Karen Grétars og Margeir kvöddu veturinn með stæl Karen Grétars og DJ Margeir eru nýtt plötusnúða kærustupar en þau héldu sitt fyrsta sameiginlega klúbbakvöld síðastliðinn miðvikudag, kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta, á skemmtistaðnum Auto. Margt var um manninn og þekkt andlit dönsuðu saman inn í sumarið. Tónlist 24. apríl 2023 14:30
Backstreet kallarnir aldrei verið nánari og hlakka til að skoða Ísland Strákasveitin Backstreet Boys heldur tónleika í fyrsta sinn hér á landi á föstudag. Sveitin fagnaði þrjátíu ára afmæli 20. apríl. Einn meðlimur sveitarinnar segir þá aldrei hafa verið jafn góða vini og nú. Lífið 24. apríl 2023 07:01
Tónlist fyrir óvær börn á nýrri plötu Það stendur mikið til á Hellu og á Hvolsvelli á næstunni því þar á að halda tónleika, sem kallast “Hjartans mál”. Tónlistarfólkið verður allt í náttfötum og salirnir verða myrkvaðir og allt verður þakið í mottum, teppum og pullum fyrir tónleikagesti. Lífið 23. apríl 2023 20:05
Hefur sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu Bubbi Morthens segist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári þar sem allir látnu hafi fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir ópíóðafaraldur geisa hér á landi. Innlent 23. apríl 2023 17:31
Telja sig hafa leyst ráðgátuna um grímuklædda rapparann Grímuklæddur rappari sem rappar um það að vera leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur valdið því að margir reyna nú að átta sig á því hver maðurinn á bak við grímuna sé í raun og veru. Nú telja samfélagsmiðlanotendur að þeir séu búnir að ráða gátuna. Fótbolti 23. apríl 2023 09:01
Aðdáendur komu Capaldi aftur til bjargar Aðdáendur söngvarans Lewis Capaldi sungu heilt lag fyrir hann á tónleikum í Chicago í Bandaríkjunum fyrir helgi. Capaldi, sem glímir við Tourette, gat ekki klárað lagið vegna heilkennisins. Lífið 22. apríl 2023 20:41
Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma. Tónlist 22. apríl 2023 17:00
Varð að hætta skyndilega við tónleika vegna veikinda Breska tónlistargoðsögnin Sam Smith hefur hætt við tónleika sína í Glasgow með eins dags fyrirvara vegna skyndilegra veikinda. Lífið 22. apríl 2023 15:46
Er tilbúinn fyrir Eurovision sviðið en leynd hvílir yfir laginu „Ég er mjög spenntur. Ég er náttúrlega búinn að vita af þessu núna í smá stund og búinn að undirbúa dálítið og þetta er að verða tilbúið,“ segir tónlistarmaðurinn Daði Freyr sem fær loksins stíga á Eurovision sviðið þann 13. maí næstkomandi. Lífið 21. apríl 2023 15:31
Gulli Briem hættur í Mezzoforte Trommarinn Gunnlaugur Briem hefur ákveðið að segja skilið við hljómsveitina Mezzoforte og einbeita sér að sólóferli sínum. Frá þessu er greint á Facebook-síðu sveitarinnar. Lífið 21. apríl 2023 14:15