Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Lærði ensku til að geta skilið Back­street Boys

Sýrlensk-kanadíski rithöfundurinn Danny Ramadan er staddur hér á landi og fór á Backstreet Boys-tónleikana í gærkvöldi með forsetafrúnni Elizu Reid. Að sögn Elizu lærði Ramadan ensku til þess að geta skilið texta Backstreet Boys. 

Lífið
Fréttamynd

„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“

Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi.

Innlent
Fréttamynd

Var fimm­tán ára þegar hún skrifaði undir fyrsta er­lenda plötu­samninginn

„Tónlistin hefur alltaf verið í umhverfinu hjá mér. Ég upplifði aldrei augnablikið þar sem ég ákvað að nú ætlaði ég að byrja, það var engin fyrsta skóflustunga,“ segir tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, sem hefur gert öfluga hluti í heimi tónlistarinnar og verið með annan fótinn í erlendu senunni frá unglingsaldri. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og tilverunni.

Tónlist
Fréttamynd

Katy Perry tapaði gegn Katie Perry

Söngkonan Katy Perry tapaði í dag máli sem ástralski tískuhönnuðurinn Katie Taylor höfðaði gegn henni. Taylor selur föt sín undir merkinu „Katie Perry“ sem er fæðingarnafn hennar. Þarf söngkonan að greiða nöfnu sinni skaðabætur fyrir varning sem hún seldi í tengslum við tónleikaferðalag sitt árið 2014.

Lífið
Fréttamynd

Rihanna fetar í fótspor Ladda

Barbadoska söngkonan Rihanna mun talsetja fyrir Strympu í nýrri mynd Paramount um Strumpana frá Strumpalandi. Hún fetar þar með í fótspor Katy Perry, Demi Lovato og Ladda sem talaði fyrir alla Strumpana í sjónvarpsþáttum um litlu bláu verurnar.

Lífið
Fréttamynd

Ian Anderson getur ekki mælt með heiðni við nokkurn mann

Þegar Vísir náði sambandi við Ian Anderson, forsprakka og prímusmótor hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Jethro Tull, benti hann þegar á í upphafi samtals að dagskrá hans væri þéttriðin, engra kynninga væri þörf. „Beint í fyrstu spurningu.“

Menning
Fréttamynd

Gat ekki hætt að fróa sér í flug­vélinni

Rapparinn Desiigner hefur verið ákærður fyrir að fróa sér hamslaust fyrir framan flugfreyjur í flugferð í síðustu viku. Rapparinn segir lyf sem hann tók hafa haft slæm áhrif á sig. Hann er nú búinn að aflýsa tónleikaröð sinni og ætlar að leita sér hjálpar vegna andlegra erfiðleika.

Lífið
Fréttamynd

Hjörtur How­ser er látinn

Tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser lést í gær, 61 árs að aldri. Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss en hann starfaði sem leiðsögumaður síðustu ár. Aðstandendur Hjartar greina frá þessu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar

Tónlistar- og gjörningalistamaðurinn Klemens Hannigan var að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni. Lagið ber heitið Never Loved Someone So Much en því fylgir einnig splunkunýtt tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum.

Tónlist
Fréttamynd

Huggu­­legt stefnu­­mót með konunni endaði með söng uppi á sviði í Eld­borg

Það var margt um manninn í Eldborg síðastliðið laugardagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hélt stórtónleika í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Hallgrímur Ólafsson leikari, jafnan þekktur sem Halli Melló, tók lagið með Jóni en var það þó algjörlega óundirbúið og hafði Halli ekki hugmynd um það, fyrr en hann var kallaður upp á svið fyrir framan um 1500 tónleikagesti.

Tónlist
Fréttamynd

Tónlist fyrir óvær börn á nýrri plötu

Það stendur mikið til á Hellu og á Hvolsvelli á næstunni því þar á að halda tónleika, sem kallast “Hjartans mál”. Tónlistarfólkið verður allt í náttfötum og salirnir verða myrkvaðir og allt verður þakið í mottum, teppum og pullum fyrir tónleikagesti.

Lífið
Fréttamynd

Telja sig hafa leyst ráð­gátuna um grímu­klædda rapparann

Grímu­klæddur rappari sem rappar um það að vera leik­maður í ensku úr­vals­deildinni í knatt­spyrnu, hefur valdið því að margir reyna nú að átta sig á því hver maðurinn á bak við grímuna sé í raun og veru. Nú telja sam­fé­lags­miðla­not­endur að þeir séu búnir að ráða gátuna.

Fótbolti
Fréttamynd

Gulli Briem hættur í Mezzoforte

Trommarinn Gunnlaugur Briem hefur ákveðið að segja skilið við hljómsveitina Mezzoforte og einbeita sér að sólóferli sínum. Frá þessu er greint á Facebook-síðu sveitarinnar.

Lífið