Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Njarðvík tók forystuna í einvíginu gegn Keflavík í undanúrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta með fimmtán stiga sigri, 95-80, í fyrsta leik liðanna í IceMar-höllinni í Njarðvík í dag. Körfubolti 19.4.2025 16:18
Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Elvar Örn Jónsson átti virkilega góðan leik þegar Melsungen lagði Gummersbach með minnsta mun í efstu deild þýska handboltans, lokatölur 26-25. Handbolti 19.4.2025 19:30
McTominay hetja Napoli Skotinn Scott McTominay skoraði eina mark Napoli í 1-0 útisigri á Monza. Sigurinn heldur titilvonum lærisveina Antonio Conte á lífi. París Saint-Germain vann þá 2-1 sigur á Le Havre. Fótbolti 19.4.2025 18:33
Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sigurður Breki Kárason, sem varð á dögunum yngsti leikmaður til að byrja leik í sögu efstu deildar karla í fótbolta á dögunum, skoraði eitt marka KR sem flaug áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Alexander Rafn Pálmason, yngsti leikmaður í sögu efstu deildar karla í fótbolta hér á landi, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu í sama leik. Valsmenn komust einnig áfram, með sigri gegn Grindavík. Íslenski boltinn 19.4.2025 15:55
Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Þýski meistaratitillinn blasir við Bayern München eftir 4-0 stórsigur liðsins gegn Heidenheim í dag. Fótbolti 19.4.2025 15:32
Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fanney Inga Birkisdóttir fékk loks sitt fyrsta tækifæri í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og fagnaði sigri með Häcken. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í marki Inter á Ítalíu og hélt enn á ný hreinu í góðum sigri á Roma. Fótbolti 19.4.2025 15:08
Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Ísak Andri Sigurgeirsson var maðurinn á bakvið 3-0 sigur Norrköping gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 19.4.2025 15:06
Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Lyon tók með sér 2-1 sigur úr fyrri leiknum við Arsenal, fyrir framan rúmlega 40 þúsund áhorfendur á Emirates-leikvanginum, í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í dag. Fótbolti 19.4.2025 14:20
Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Barcelona virtist vera að missa af tveimur stigum í toppbaráttu La Liga, efstu deildar karla í knattspyrnu á Spáni, þegar liðið fékk vítaspyrnu gegn Celta Vigo þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur í Katalóníu 4-3 og Börsungar auka forskot sitt á toppi deildarinnar. Fótbolti 19.4.2025 13:45
Ísak bombaði inn úr þröngu færi Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mikilvægt mark fyrir Düsseldorf í Þýskalandi í dag, í 1-1 jafntefli við Elversberg í baráttu liða sem ætla sér upp í efstu deild. Gríðarleg spenna er í þeirri baráttu. Fótbolti 19.4.2025 13:14
Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Hollenski ökuþórinn Max Verstappen fengi svimandi háar upphæðir í laun færi svo að hann tæki tilboði Aston Martin um að aka fyrir liðið frá og með næsta ári. Formúla 1 19.4.2025 11:46
„Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Það reyndi aðeins á landafræðikunnáttu sérfræðinganna í Bestu mörkunum þegar Helena Ólafsdóttir bauð upp á stutta spurningakeppni í þættinum eftir fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 19.4.2025 11:00
Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Sorg ríkir í króatískum fótbolta eftir að fyrrverandi landsliðsmaður þjóðarinnar, hinn 39 ára gamli Nikola Pokrivac, lést í bílslysi í gær. Fótbolti 19.4.2025 10:32
Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Stuðningsmenn Dallas Mavericks virðast hreinlega fegnir að leiktíð liðsins hafi lokið í NBA-deildinni í nótt og sumir ætla núna að styðja við Luka Doncic með LA Lakers í úrslitakeppninni. Körfubolti 19.4.2025 10:06
Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ „Við vorum allar í samtali síðastliðinn mánudag og fórum yfir deildina. Mér fannst við bjartsýnar fyrir hönd Stjörnunnar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, er afhroð Stjörnukvenna gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks var rætt. Íslenski boltinn 19.4.2025 09:00
Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Gianluca Zambrotta spilaði með stórliðum á borð við AC Milan, Barcelona og Juventu sá ferli sínum. Hann vann fjölda titla og stóð uppi sem heimsmeistari með Ítalíu árið 2006. Nú stefnir í að þessi 48 ára gamli fyrrverandi knattspyrnumaður þurfti gervihné til þess að geta gengið eðlilega. Fótbolti 19.4.2025 08:02
Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Margt hefur afrekast frá því að framkvæmdir hófust á Laugardalsvelli í október síðastliðnum. Stjórnendur hjá KSÍ eru nú í kapphlaupi við tímann að ná Laugardalsvelli leikfærum fyrir leik kvennalandsliðsins í júní. Fótbolti 19.4.2025 07:01
Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Þó það sé páskahelgi er að sjálfsögðu nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport. Sport 19.4.2025 06:02
Albert sagður á óskalista Everton og Inter Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er nokkuð óvænt sagður á óskalista Ítalíumeistara Inter Milan og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Fótbolti 18.4.2025 23:31
Lena Margrét til Svíþjóðar Lena Margrét Valdimarsdóttir mun ganga í raðir sænska efstu deildarliðsins Skara HF frá Fram þegar tímabilinu hér heima lýkur. Handbolti 18.4.2025 22:46
Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er handan við hornið og þó Los Angeles Lakers séu ekki talið það líklegt til að fara alla leið þá virðist fjöldi fólks hafa sett pening á að Luka Doncić, LeBron James og Austin Reaves geti komið körfuboltaspekúlöntum á óvart. Körfubolti 18.4.2025 22:01
Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Leeds United og Burnely eru skrefi nær því að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Bæði lið eru með 91 stig og fimm stiga forystu á Sheffield United sem er í 3. sæti. Enski boltinn 18.4.2025 21:00
Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvennu í 8-0 sigri Al Qadsiah á Al Taraji í efstu deild Sádi-Arabíu. Fótbolti 18.4.2025 20:30
KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Kvennalið KR í körfubolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Bónus-deild kvenna á næstu leiktíð eftir sigur á Hamar/Þór. Körfubolti 18.4.2025 19:37