Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sveindís Jane Jónsdóttir átti heldur betur sterka innkomu af bekknum hjá Wolfsburg í dag en hún skoraði tvö mörk í 1-4 sigri liðsins á Mainz í þýska bikarnum. Fótbolti 23.11.2024 18:09
Bodø/Glimt með langþráðan sigur Ríkjandi meistarar Bodø/Glimt unnu langþráðan sigur í norsku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði botnlið Odd en næst síðasta umferð deildarinnar var leikin í dag. Fótbolti 23.11.2024 17:57
Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Aston Villa hefur nú leikið sex leiki í röð, í öllum keppnum, án sigurs eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli við Crystal Palace í ensku úrvalsdelidinni. Fimm leikjum var að ljúka. Enski boltinn 23.11.2024 17:04
Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með spútniklið Nottingham Forest þegar liðin mættust á Emirates í dag en leiknum lauk með öruggum 3-0 sigri heimamanna. Enski boltinn 23.11.2024 14:32
Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Chelsea er í 3. sæti, stigi á eftir Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool, eftir nokkuð þægilegan 2-1 sigur gegn Leicester á útivelli í dag. Enski boltinn 23.11.2024 12:00
Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann stórsigur gegn sterku liði Hollands í dag, á æfingamóti fyrir Evrópumótið sem brátt fer að hefjast. Handbolti 23.11.2024 14:08
Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Hinn 14 ára gamli Max Dowman þykir gríðarlega efnilegur fótboltamaður og hann er þegar farinn að mæta á æfingar hjá aðalliði Arsenal. Enski boltinn 23.11.2024 13:22
Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta voru skiljanlega svekktar þegar í ljós kom að lokamark liðsins gegn Sviss í gær fengi ekki að standa. Handbolti 23.11.2024 12:31
Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Víkingar gerðu Valsmönnum tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson sem að sögn formanns knattspyrnudeildar Vals var svo óraunhæft að menn litu á það sem grín. Íslenski boltinn 23.11.2024 11:29
Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Knattspyrnustjórinn Ian Holloway, sem tók við Swindon Town á Englandi í október, telur að slæmt gengi liðsins gæti verið vegna þess að reimt sé á æfingavelli liðsins. Enski boltinn 23.11.2024 11:02
Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað eiga Cristiano Ronaldo, Andrea Pirlo, Zlatan Ibrahimovic og Albert Guðmundsson sameiginlegt? Að minnsta kosti það að hafa allir verið tilnefndir sem leikmaður ársins í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Fótbolti 23.11.2024 10:17
Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Nú þegar styttist í Alþingiskosningar bað Vísir stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu að svara því hver stefna þeirra væri varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Á morgun birtast svör þeirra varðandi stefnu í málefnum þjóðarleikvanga. Sport 23.11.2024 09:30
„Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Íþróttir eru ef til vill bitlaust verkfæri til að knýja fram samfélagsbreytingar en það er kominn tími til að taka afstöðu gegn Ísrael. Svona hljómar þýdd fyrirsögn pistilsins sem Jonathan Liew, íþróttablaðamaður The Guardian, birti á föstudag. Sport 23.11.2024 07:03
Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport þennan laugardaginn. Sport 23.11.2024 05:02
Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfari Ítalíu, var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleikinn gegn Íslandi í Laugardalshöll. Hann dró sig til hlés, áhyggjulaus líklega enda höfðu hans menn mikla yfirburði og 25-49 forystu eftir fyrri hálfleik. Ítalía fór svo með 71-95 sigur þrátt fyrir að spila án sinna sterkustu leikmanna, og seinni hálfleikinn án aðalþjálfara. Körfubolti 22.11.2024 23:50
Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, fer á dimman stað þegar lið hans tapar leikjum. Nánar tiltekið niður í kjallarann heima hjá sér að horfa á leikinn á nýjan leik. Körfubolti 22.11.2024 23:31
Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Rúben Amorim sagði alla réttu hlutina og sjálfstraustið hreinlega lak af hinum 39 ára gamla Portúgala þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir leik Manchester United og Ipswich Town í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 22.11.2024 23:01
„Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Við misstum stjórn á leiknum í öðrum leikhlutanum, þeir taka afgerandi forystu og gegn liði eins og Ítalíu er erfitt að snúa spilinu við. Við gerðum vel og héldum áfram að berjast, það kom eitt augnablik þar sem ég hélt að við værum að snúa leiknum okkur í vil, en það fór ekki svo,“ sagði Tryggvi Hlinason, miðherji íslenska landsliðsins, eftir 71-95 tap gegn Ítalíu í Laugardalshöll. Körfubolti 22.11.2024 22:37
„Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ „Ég var ánægður með að hafa barist til baka í seinni hálfleik, sá kafli var mjög góður en við höfðum grafið okkur of djúpa holu á þeim tímapunkti,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen eftir 71-95 tap Íslands gegn Ítalíu í Laugardalshöll. Körfubolti 22.11.2024 22:24
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Ísland mátti þola tap gegn Ítalíu í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta. Lokatölur í Laugardalshöll 71-95. Körfubolti 22.11.2024 18:46
Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Alls fóru fimm leikir fram í Olís-deild karla í handbolta. FH pakkaði ÍR saman á útivelli, lokatölur 24-41. Þá vann KA heimasigur á Fjölni, HK lagði ÍBV í Kópavogi og Afturelding vann Gróttu á heimavelli. Valur gerði svo góða ferð í Hafnafjörð og vann góðan sigur á Haukum. Handbolti 22.11.2024 21:28
Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Valur bar sigurorð af Haukum, 29-33, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 11. umferð Olísdeildar karla í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Valur er einu stigi frá toppliðum deildarinnar, FH og Aftureldingu, á meðan Haukar misstu aðeins af lestinni í toppbaráttunni með þessu tapi. Handbolti 22.11.2024 18:46
Íslendingaliðin töpuðu bæði Íslendingaliðin Melsungen og Gummersbach máttu bæði þola það að tapa leik sínum í efstu deild þýska handboltans í kvöld. Handbolti 22.11.2024 20:46
McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Bardagakappinn Conor McGregor hefur dæmdur sekur í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. Hann þarf að greina fórnarlambinu rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Sport 22.11.2024 20:01