Fréttir

Fréttamynd

Önnur alvarleg líkamsárás

Lögreglan á Akureyri hefur lokið rannsókn á líkamsárás þar sem sautján ára piltur var lokkaður upp í bíl og lokaður í farangursgeymslu þar sem ráðist var á hann með ofbeldi. Árásarmennirnir óku með piltinn út út Akureyrarbæ og hann sleginn þar sem hann lá í myrkri farangursgeymslunni, auk þess sem honum var ógnað með kúbeini.

Innlent
Fréttamynd

Fjárhættuspil verði undanskilin

Menningar- og menntamálanefnd Norðurlandaráðs leggur til að norrænu ríkin þrýsti á Evrópusambandið að undanþiggja fjárhættuspil þjónustutilskipun sinni. Tilgangurinn er að tryggja að löndin geti hér eftir sem hingað til sett lög um fjárhættuspil og happdrætti.

Erlent
Fréttamynd

Börðu mann við Gesthús

Héraðsdómur sektaði fimm menn um tvítugt um 75 þúsund krónur hvern fyrir að ráðast á og berja mann við Gesthús á Selfossi haustið 2003. Mennirnir eru frá Selfossi og Árborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Siglingaverndarreglur of strangar

Samtök atvinnulífsins telja að reglur um svonefnda siglingavernd, sem innleiddar voru hér á landi í kjölfar hryðjuverkaárasanna í Bandaríkjunum árið 2001, séu mun strangari hér á landi en víðast annars staðar og sömuleiðis kostnaður við að framfylgja þeim.

Innlent
Fréttamynd

Handrukkari fær þrjú ár

Hæstiréttur þyngdi í gær fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni um hálft ár, en fyrri dómur hljóðaði upp á tveggja og hálfs árs fangelsi. Staðfestur var tveggja ára dóm yfir Ólafi Valtý Rögnvaldssyni.

Innlent
Fréttamynd

Fengu milljónir úr sjóðum

Íslensku fyrirtækin GLM og Balis í Norður-Noregi sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota og Fréttablaðið sagði frá í gær, fengu tugi milljóna króna í styrki og lán frá norskum þróunarsjóðum á síðustu árum. Eigendur fyrirtækjanna eru nú gufaðir upp og eftirlýstir af skattayfirvöldum auk þess sem fjöldi kröfuhafa vill hafa hendur í hári þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert lát á árásum

Minnst átta manns hafa fallið í valinn og meira en þrjátíu eru særðir eftir nokkrar árásir uppreisnarmanna í Írak í morgun. Meðal þeirra sem létust var háttsettur embættismaður innan öryggismálaráðuneytis landsins. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Bagdad í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Lien og Hu funda

Lien Chan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Taívan, er kominn til Peking til viðræðna við Hu Jintao, forseta Kína. Svo háttsettur taívanskur embættismaður hefur ekki sótt Kína heim síðan þjóðernissinnar flúðu til Formósu árið 1949 og settu á fót ríkið sem í dag er Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Blair laug og laug

Blair laug, og laug svo aftur, segir á forsíðu breska dagblaðsins <em>Daily Mail</em> í dag. <em>Guardian</em> segir að svo virðist sem bæði þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt í aðdraganda stríðsins í Írak. Ástæða gagnrýninnar eru leyniskjöl sem lekið hefur verið í fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Keppst um nýja Landspítalalóð

Fulltrúar sjö hópa sem keppa um skipulag nýrrar lóðar Landspítala við Hringbraut fengu afhenta samkeppnislýsingu í dag. Heilbrigðisráðherra segir að sameining allrar starfsemi spítalans undir eitt þak muni kosta þrjátíu og sex milljarða króna. Ágóði af sölu Símans verði líklega notaður til að fjármagna verkið.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisendurskoðandi á fund Halldórs

Ríkisendurskoðandi var kallaður fyrir fjárlaganefnd í dag til ræða einkavæðingu stjórnvalda, þar á meðal á Búnaðarbankanum. Einróma niðurstaða fundarins var að kalla þyrfti fleiri fyrir nefndina, svo sem einkavæðingarnefnd, þar sem ýmsu væri ósvarað. Fyrir fundinn átti ríkisendurskoðandi fund með forsætisráðherra en neitar að upplýsa um efni hans.

Innlent
Fréttamynd

Annþór fékk 3 ára dóm

Dómur féll í Hæstarétti í dag yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Ólafi Valtý Rögnvaldssyni fyrir hrottalega árás á mann á heimili hans; hann var meðal annars barinn með kylfu svo að hann handleggsbrotnaði. Annþór fékk þriggja ára dóm, Ólafur tveggja ára dóm. Dómurinn tekur mið af löngum ofbeldisferli hinna dæmdu.

Innlent
Fréttamynd

NATO lítur til Afríku

Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að hefja viðræður við bandalag Afríkuríkja um mögulega aðstoð við hjálparstarf í Darfur-héraði í Súdan eftir að beiðni þess efnis hafði borist NATO.

Erlent
Fréttamynd

Leyniskýrsla lak í Bretlandi

Trúverðugleiki Tonys Blairs beið enn á ný hnekki þegar leyniskýrsla um Íraksstríðið var birt í fjölmiðlum í dag. Pólitískir keppinautar stukku á málið en Blair segist ekkert rangt hafa gert.

Erlent
Fréttamynd

Rifist um lykilráðuneyti

Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti.

Erlent
Fréttamynd

Segja spurningum ekki svarað

Fjárlaganefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í gær að Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hefði ekki gefið fullnægjandi svör við spurningum nefndarmanna um einkavæðingu á Búnaðarbanka og Landsbanka á árunum 2002 til 2003. Því var fallist á að kalla framkvæmdanefnd um einkavæðingu, og fyrrum nefndarmenn hennar, á fund nefndarinnar að tíu dögum liðnum.

Innlent
Fréttamynd

Verkamannaflokkurinn með forystu

Verkamannaflokkurinn mælist með sjö til tíu prósentum meira fylgi en Íhaldsflokkurinn samkvæmt tveimur nýjum könnunum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem segjast vissir um hvern þeir ætla að kjósa er munurinn hins vegar aðeins tvö prósent.

Erlent
Fréttamynd

Ný stjórn mynduð í Írak

Stjórnarkreppunni í Írak lauk í gær þegar þingið lagði blessun sína yfir ráðherralista al-Jaafari forsætisráðherra. Enn á þó eftir að skipa í nokkur veigamikil embætti.

Erlent
Fréttamynd

Misræmi í vörugjöldum bifreiða

Landvernd segir misræmi gilda í álagningu vörugjalda á bifreiðir þar sem álagning á pallbíla sé margfalt lægri en á aðra bíla sem standa fólki til boða til einkanota.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn samþykkt

Írakska þingið samþykkti fyrir stundu nýja ríkisstjórn landsins, þá fyrstu sem er lýðræðislega kjörin í meira en hálfa öld, með miklum meirihluta atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Atvinnurekendur hafna frumvarpi

Samtök atvinnulífsins telja að frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið brjóti bæði gegn samkeppnislögum og reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstyrki. Það feli í sér óhóflega mismunun í skilyrðum til útvarpsrekstrar.

Innlent
Fréttamynd

Vorhreinsun borgarinnar að hefjast

Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hefst þann 29. apríl og stendur til 7. maí en í júní í fyrra var hrundið af stað sérstöku átaki borgarstjóra, sem kallast „Tökum til hendinni“, þar sem borgarbúar voru hvattir til að ganga vel um borgina.

Innlent
Fréttamynd

Umfangsmesta friðun hér á landi

Nú eru á lokastigi umfangsmestu friðunaraðgerðir sem gerðar hafa verið hér á landi. Allt sauðfé í Landnámi Ingólfs verður girt inni í beitarhólfum, en svæðið verður að öðru leyti friðað. Þau 20. 30.000 tonn af hrossataði sem falla til á höfuðborgarsvæðinu geta farið til uppgræðslu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Yfir 100 manns taldir hafa látist

Nú er talið víst að yfir hundrað manns hafi týnt lífi í lestarslysinu í Japan. Engin von er lengur talin til þess að nokkur finnist á lífi í flaki lestarinnar sem brunaði út af teinunum skammt frá Osaka á mánudaginn var.

Erlent
Fréttamynd

Drepum hænur í stað kjúklinga

Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður hafnar með öllu þeim skýringum forsvarsmanna Hafrannsóknastofnunarinnar að sókn umfram ráðgjöf Hafró skýri að hluta bágborið ástand þorskstofnsins.

Innlent
Fréttamynd

Íröksk þingkona myrt

Írakska þingkonan Lamiya Khaduri var skotin til bana við heimili sitt í dag. Hún er fyrsti þingmaðurinn sem er drepinn í landinu síðan kosningar fóru fram þann 30. janúar.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri í framhaldsskóla

Aldrei hafa fleiri 16 ára ungmenni á Íslandi verið skráð í framhaldsskóla en síðastliðið haust en þá voru 93 prósent ungmenna á þessum aldri skráð til skólavistar.

Innlent
Fréttamynd

Spá sex prósenta hagvexti

Fjármálaráðuneytið spáir nær sex prósenta hagvexti bæði í ár og á næsta ári og telur ekki útlit fyrir að hann fari lækkandi fyrr en dregur úr stóriðju árið 2007. Eftir það á meira jafnvægi að komast á efnahagslífið. Verðbólga verður nálægt fjórum prósentum samkvæmt spánni, 3,9 prósent í ár og 3,8 prósent á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Spennan magnast í Bretlandi

Spennan magnast dag frá degi fyrir kosningarnar í Bretlandi. Það eru átta dagar þangað til Tony Blair verður endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir dagsins.

Erlent