Fréttir Argóarflísin til Svíþjóðar Sænska bókaforlagið Alafabeta hefur keypt útgáfuréttinn á Argóarflísinni eftir Sjón, handhafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Í fréttatilkynningu frá Bókaforlaginu Bjarti, sem annaðist útgáfu bókarinnar, segir að þessar fréttir hafi ekki komið á óvart þar sem völva hafi spáð bókinni frægð og frama í áramótahefti Séð og heyrt. Innlent 9.5.2006 11:51 Tvær milljónir barna deyja sama dag og þau fæðast Tvær milljónir barna sem fæðast í þróunarlöndum árlega deyja sama daga og þau fæðast. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Save the Children um aðbúnað mæðra og barna í löndum heimsins. Erlent 9.5.2006 08:11 Mikill skortur á vinnuafli í Danmörku Mikill skortur er á vinnuafli í Danmörku. Þetta sýna nýjustu tölur á helstu atvinnuauglýsingasíðu Danmerkur á Netinu sem greint er frá í Politiken. Mestur er skorturinn á hjúkrunarfræðingum og byggingarverkamönnum og iðnaðarmönnum og þá er mikil barátta um sérfræðinga í fjármálageiranum. Erlent 9.5.2006 07:57 Komu að þjófum heima hjá sér Styggð kom að þjófum sem voru að athafna sig í einbýlishúsi á Akureyri í gærkvöldi þegar íbúarnir komu óvænt heim. Þjófarnir forðuðu sér í ofvæni út um bakdyr og náðu ekki að nema neitt á brott með sér en þeir voru búnir að safna saman og stafla upp ýmsum verðmætum sem þeir hafa ætlað að stela. Innlent 9.5.2006 07:54 Blaine hætti við heimsmetstilraun Bandaríski töframaðurinn David Blaine hætti í gær við að reyna að halda niðri í sér andanum í níu mínútur og setja þar með heimsmet. Erlent 9.5.2006 07:50 Um sextíu togarar að karfaveiðum á Reykjaneshrygg Rétt tæplega sextíu togarar eru að karfaveiðum á Reykjaneshrygg, suðvestur af landinu, samkvæmt talningu Landhelgisgæslunnar í gær. Þar af eru átta íslenskir togarar en í heild er þetta einhver stærsti floti sem hefur verið þarna að veiðum í einu til þessa. Innlent 9.5.2006 07:49 Ætla ekki að taka þátt í umfjöllun um Baug í Kastljósi Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs, Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs og verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, þeir Gestur Jónsson og Jakob Möller Hæstaréttarlögmenn, hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna umfjöllunar um Baugsmálið í Kastjósi Ríkissjónvarpsins í gær. Innlent 9.5.2006 07:45 Rice segir bréf Ahmadinejads ekki taka á kjarnorkudeilu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði lítið úr bréfi sem Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti sendi George Bush Bandaríkjaforseta og sagði það ekki fjalla um kjarnorkudeiluna af neinni alvöru á blaðamannafundi í gærkvöldi. Erlent 9.5.2006 07:33 Slökkviliðið kallað þrettán sinnum út vegna sinuelda Slökkviliðið í Reykjavík var kallað þrettán sinnum út í gær vegna sinuelda, einkum í Elliðaárdal en ekki hlaust þó umtalsvert tjón af svo vitað sé. Ljóst er að í mörgum tilvikanna hefur viljandi verið kveikt í en enginn hefur verið handtekinn vegna þess. Innlent 9.5.2006 07:31 Biður um meiri tíma til að handsama Mladic Boris Tadic, forseti Serbíu, segir nauðsynlegt fyrir yfirvöld í landinu að fá meiri tíma til að handsama Ratko Mladic sem er eftirlýstur af stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna. Erlent 9.5.2006 07:27 Færður á geðdeild eftir að hafa veifað hnífi Maðurinn, sem lögreglan í Reykjavík handtók á leikskóla í vesturborginni, eftir að hann reyndist hafa hníf undir höndum þegar hann hugðist sækja barn fyrrverandi sambýliskonu sinnar, var í gærkvöldi vistaður á geðdeild. Innlent 9.5.2006 07:24 Moussaoui vill sanna sakleysi sitt Zacarias Moussaoui, sem í síðustu viku var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna aðildar að árásunum á Bandaríkjum þann 11. september árið 2001, sagðist í gær ekki hafa sagt rétt og satt frá við réttarhöldin. Hann sagðist hafa játað sig sekan gegn vilja lögmanna sinna því hann hefði ekki skilið bandarískt réttarkerfi. Erlent 9.5.2006 07:21 Ný ríkisstjórn kynnt til sögunnar í Írak Ný ríkisstjórn verður að öllum líkindum mynduð í Írak á fimmtudag. Embættismenn þar í landi segja að Nuri Maliki, tilnefndur forsætisráðherra, ætli að kynna skiptingu ráðherra á fundi með fréttamönnum í dag. Erlent 9.5.2006 07:16 Ekkert athugavert við endurgreiðsluna Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir ekki hægt að bera ákvörðun um endurgreiðslu á hluta fasteignagjalda skömmu fyrir kosningar saman við það að borgarstjórinn í Reykjavík auglýsi viðtalsfundi fáeinum vikum fyrir kosningar. Lækkunin er kosningadúsa upp í kjósendur segir oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Erlent 8.5.2006 22:08 Varmársamtökin stofnuð til verndar Varmársvæðinu Varmársamtökin, samtök íbúa í Mosfellsbæ, voru stofnuð formlega í kvöld. Forsvarsmenn samtakanna vilja að Varmársvæðið verði skipulagt með menningu og útivist í huga. Innlent 8.5.2006 22:26 Skaðabætur vegna myndbirtingar DV? Ekki verður annað séð en stúlkan á myndinni sem birt var ranglega í DV síðastliðinn laugardag eigi rétt á skaðabótum, ekki síst í ljósi dómsins í máli Bubba Morthens gegn Hér og nú. Þetta segir kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Innlent 8.5.2006 22:23 Brotalöm á rannsókninni Verjandi Jónasar Garðarssonar gagnrýndi rannsókn sjóslysins í Héraðsdómi í dag og sagði vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að dæma Jónas. Saksóknari telur hins vegar óhyggjandi sannanir fyrir því að Jónas hafi stýrt skemmtibátnum Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri en tvennt lést í slysinu. Innlent 8.5.2006 22:14 Ekkert á bréfinu að græða Talsmaður Bandaríkjaforseta segir ekkert tekið á áhyggjuefnum alþjóðasamfélagsins í bréfi Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, til George Bush Bandaríkjaforseta. Bandarísk stjórnvöld fengu bréfið í hendur í dag. Erlent 8.5.2006 21:22 Mikið um sinuelda Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að gera við að slökkva sinuelda. Laust fyrir fréttir var búið að kalla slökkviliðið níu sinnum út vegna sinuelda og þykir það í hærri kantinum. Innlent 8.5.2006 21:29 Námumönnunum bjargað Áströlsku námuverkamennirnir tveir sem hafa verið fastir í námu í tvær vikur gengu sigri hrósandi út úr námunni í kvöld. Björgunarmönnum tókst þá loksins að ná þeim upp eftir ítrekaðar tilraunir. Erlent 8.5.2006 21:05 Hayden verður forstjóri CIA George Bush Bandaríkjaforseti kynnti í dag ákvörðun sína um að skipa Michael Hayden, hershöfðingja úr flughernum, forstjóra leyniþjónustunnar CIA. Erlent 8.5.2006 18:24 Krónan heldur áfram að styrkjast Krónan styrktist um 0,7% í dag og endaði gengisvísitalan í 125,3 stigum. Krónan styrktist um 2,5% í síðustu viku en þessi styrking kemur eftir útgáfu á tveimur skýrslum um fjármálastöðugleika á Íslandi. Innlent 8.5.2006 20:27 Vilja láta ógilda játninguna Verjendur Zacarias Moussaoui höfðuðu í dag mál til að fá játningu hans ógilta. Moussaoui var í síðustu viku dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar fyrir aðild sína að hryðjuverkunum 11. september 2001. Erlent 8.5.2006 20:48 Ekki vera í skærlitum fötum Fólk sem á leið nærri Ástjörn í Hafnarfirði á að forðast að klæðast skærlitum fötum og ekki vera með hávaða eða annan skarkala. Ástæðan er sú að fuglavarp er að hefjast og því er búið að takmarka umferð um friðlandið. Innlent 8.5.2006 20:28 Apple tapaði fyrir Apple Apple-plötufyrirtækið, sem Bítlarnir stofnuðu á sínum tíma, tapaði í morgun dómsmáli sem það höfðaði gegn Apple-tölvurisanum. Erlent 8.5.2006 18:22 Íranar bjóða sættir Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans, hefur sent Bush Bandaríkjaforseta bréf þar sem hann réttir fram sáttahönd. Erlent 8.5.2006 18:19 Segir föður sinn hafa verið við stýri bátsins Ellefu ára sonur Jónasar Garðarssonar, vitnaði í Héraðsdómi í dag að faðir sinn hafi verið við stýrið skömmu eftir að bátur þeirra steytti á Skarfaskeri. Það sama sagði Matthildur Harðardóttir, sem lést í slysinu, í samtali við Neyðarlínuna. Jónas heldur því fram að Matthildur hafi verið við stýrið þegar skemmtibáturinn fórst en ákæruvaldið telur öll gögn benda til sektar Jónasar og krefst þriggja ára óskilorðsbundins fangelsisdóms yfir honum. Innlent 8.5.2006 19:12 Blaine reynir við metið í kvöld Bandaríski töframaðurinn David Blaine ætlar í kvöld að reyna að halda niðri í sér andanum í níu mínútur og setja þar með heimsmet. Erlent 8.5.2006 18:17 Engin tímaáætlun nefnd Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, svaraði mótstöðumönnum sínum fullum hálsi á blaðamannafundi í Downingstræti 10 í dag. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir ætlar hann ekki að svara því hvenær hann lætur af embætti. Erlent 8.5.2006 18:03 Slasaðist á járnstöng Tíu ára gamall drengur féll og datt á járnstöng við Rimaskóla um klukkan hálf fjögur í dag. Önnur framtönn drengsins brotnaði við fallið og var hann fluttur til tannlæknis sem gerði að sárum hans. Innlent 8.5.2006 18:15 « ‹ ›
Argóarflísin til Svíþjóðar Sænska bókaforlagið Alafabeta hefur keypt útgáfuréttinn á Argóarflísinni eftir Sjón, handhafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Í fréttatilkynningu frá Bókaforlaginu Bjarti, sem annaðist útgáfu bókarinnar, segir að þessar fréttir hafi ekki komið á óvart þar sem völva hafi spáð bókinni frægð og frama í áramótahefti Séð og heyrt. Innlent 9.5.2006 11:51
Tvær milljónir barna deyja sama dag og þau fæðast Tvær milljónir barna sem fæðast í þróunarlöndum árlega deyja sama daga og þau fæðast. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Save the Children um aðbúnað mæðra og barna í löndum heimsins. Erlent 9.5.2006 08:11
Mikill skortur á vinnuafli í Danmörku Mikill skortur er á vinnuafli í Danmörku. Þetta sýna nýjustu tölur á helstu atvinnuauglýsingasíðu Danmerkur á Netinu sem greint er frá í Politiken. Mestur er skorturinn á hjúkrunarfræðingum og byggingarverkamönnum og iðnaðarmönnum og þá er mikil barátta um sérfræðinga í fjármálageiranum. Erlent 9.5.2006 07:57
Komu að þjófum heima hjá sér Styggð kom að þjófum sem voru að athafna sig í einbýlishúsi á Akureyri í gærkvöldi þegar íbúarnir komu óvænt heim. Þjófarnir forðuðu sér í ofvæni út um bakdyr og náðu ekki að nema neitt á brott með sér en þeir voru búnir að safna saman og stafla upp ýmsum verðmætum sem þeir hafa ætlað að stela. Innlent 9.5.2006 07:54
Blaine hætti við heimsmetstilraun Bandaríski töframaðurinn David Blaine hætti í gær við að reyna að halda niðri í sér andanum í níu mínútur og setja þar með heimsmet. Erlent 9.5.2006 07:50
Um sextíu togarar að karfaveiðum á Reykjaneshrygg Rétt tæplega sextíu togarar eru að karfaveiðum á Reykjaneshrygg, suðvestur af landinu, samkvæmt talningu Landhelgisgæslunnar í gær. Þar af eru átta íslenskir togarar en í heild er þetta einhver stærsti floti sem hefur verið þarna að veiðum í einu til þessa. Innlent 9.5.2006 07:49
Ætla ekki að taka þátt í umfjöllun um Baug í Kastljósi Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs, Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs og verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, þeir Gestur Jónsson og Jakob Möller Hæstaréttarlögmenn, hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna umfjöllunar um Baugsmálið í Kastjósi Ríkissjónvarpsins í gær. Innlent 9.5.2006 07:45
Rice segir bréf Ahmadinejads ekki taka á kjarnorkudeilu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði lítið úr bréfi sem Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti sendi George Bush Bandaríkjaforseta og sagði það ekki fjalla um kjarnorkudeiluna af neinni alvöru á blaðamannafundi í gærkvöldi. Erlent 9.5.2006 07:33
Slökkviliðið kallað þrettán sinnum út vegna sinuelda Slökkviliðið í Reykjavík var kallað þrettán sinnum út í gær vegna sinuelda, einkum í Elliðaárdal en ekki hlaust þó umtalsvert tjón af svo vitað sé. Ljóst er að í mörgum tilvikanna hefur viljandi verið kveikt í en enginn hefur verið handtekinn vegna þess. Innlent 9.5.2006 07:31
Biður um meiri tíma til að handsama Mladic Boris Tadic, forseti Serbíu, segir nauðsynlegt fyrir yfirvöld í landinu að fá meiri tíma til að handsama Ratko Mladic sem er eftirlýstur af stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna. Erlent 9.5.2006 07:27
Færður á geðdeild eftir að hafa veifað hnífi Maðurinn, sem lögreglan í Reykjavík handtók á leikskóla í vesturborginni, eftir að hann reyndist hafa hníf undir höndum þegar hann hugðist sækja barn fyrrverandi sambýliskonu sinnar, var í gærkvöldi vistaður á geðdeild. Innlent 9.5.2006 07:24
Moussaoui vill sanna sakleysi sitt Zacarias Moussaoui, sem í síðustu viku var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna aðildar að árásunum á Bandaríkjum þann 11. september árið 2001, sagðist í gær ekki hafa sagt rétt og satt frá við réttarhöldin. Hann sagðist hafa játað sig sekan gegn vilja lögmanna sinna því hann hefði ekki skilið bandarískt réttarkerfi. Erlent 9.5.2006 07:21
Ný ríkisstjórn kynnt til sögunnar í Írak Ný ríkisstjórn verður að öllum líkindum mynduð í Írak á fimmtudag. Embættismenn þar í landi segja að Nuri Maliki, tilnefndur forsætisráðherra, ætli að kynna skiptingu ráðherra á fundi með fréttamönnum í dag. Erlent 9.5.2006 07:16
Ekkert athugavert við endurgreiðsluna Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir ekki hægt að bera ákvörðun um endurgreiðslu á hluta fasteignagjalda skömmu fyrir kosningar saman við það að borgarstjórinn í Reykjavík auglýsi viðtalsfundi fáeinum vikum fyrir kosningar. Lækkunin er kosningadúsa upp í kjósendur segir oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Erlent 8.5.2006 22:08
Varmársamtökin stofnuð til verndar Varmársvæðinu Varmársamtökin, samtök íbúa í Mosfellsbæ, voru stofnuð formlega í kvöld. Forsvarsmenn samtakanna vilja að Varmársvæðið verði skipulagt með menningu og útivist í huga. Innlent 8.5.2006 22:26
Skaðabætur vegna myndbirtingar DV? Ekki verður annað séð en stúlkan á myndinni sem birt var ranglega í DV síðastliðinn laugardag eigi rétt á skaðabótum, ekki síst í ljósi dómsins í máli Bubba Morthens gegn Hér og nú. Þetta segir kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Innlent 8.5.2006 22:23
Brotalöm á rannsókninni Verjandi Jónasar Garðarssonar gagnrýndi rannsókn sjóslysins í Héraðsdómi í dag og sagði vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að dæma Jónas. Saksóknari telur hins vegar óhyggjandi sannanir fyrir því að Jónas hafi stýrt skemmtibátnum Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri en tvennt lést í slysinu. Innlent 8.5.2006 22:14
Ekkert á bréfinu að græða Talsmaður Bandaríkjaforseta segir ekkert tekið á áhyggjuefnum alþjóðasamfélagsins í bréfi Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, til George Bush Bandaríkjaforseta. Bandarísk stjórnvöld fengu bréfið í hendur í dag. Erlent 8.5.2006 21:22
Mikið um sinuelda Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að gera við að slökkva sinuelda. Laust fyrir fréttir var búið að kalla slökkviliðið níu sinnum út vegna sinuelda og þykir það í hærri kantinum. Innlent 8.5.2006 21:29
Námumönnunum bjargað Áströlsku námuverkamennirnir tveir sem hafa verið fastir í námu í tvær vikur gengu sigri hrósandi út úr námunni í kvöld. Björgunarmönnum tókst þá loksins að ná þeim upp eftir ítrekaðar tilraunir. Erlent 8.5.2006 21:05
Hayden verður forstjóri CIA George Bush Bandaríkjaforseti kynnti í dag ákvörðun sína um að skipa Michael Hayden, hershöfðingja úr flughernum, forstjóra leyniþjónustunnar CIA. Erlent 8.5.2006 18:24
Krónan heldur áfram að styrkjast Krónan styrktist um 0,7% í dag og endaði gengisvísitalan í 125,3 stigum. Krónan styrktist um 2,5% í síðustu viku en þessi styrking kemur eftir útgáfu á tveimur skýrslum um fjármálastöðugleika á Íslandi. Innlent 8.5.2006 20:27
Vilja láta ógilda játninguna Verjendur Zacarias Moussaoui höfðuðu í dag mál til að fá játningu hans ógilta. Moussaoui var í síðustu viku dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar fyrir aðild sína að hryðjuverkunum 11. september 2001. Erlent 8.5.2006 20:48
Ekki vera í skærlitum fötum Fólk sem á leið nærri Ástjörn í Hafnarfirði á að forðast að klæðast skærlitum fötum og ekki vera með hávaða eða annan skarkala. Ástæðan er sú að fuglavarp er að hefjast og því er búið að takmarka umferð um friðlandið. Innlent 8.5.2006 20:28
Apple tapaði fyrir Apple Apple-plötufyrirtækið, sem Bítlarnir stofnuðu á sínum tíma, tapaði í morgun dómsmáli sem það höfðaði gegn Apple-tölvurisanum. Erlent 8.5.2006 18:22
Íranar bjóða sættir Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans, hefur sent Bush Bandaríkjaforseta bréf þar sem hann réttir fram sáttahönd. Erlent 8.5.2006 18:19
Segir föður sinn hafa verið við stýri bátsins Ellefu ára sonur Jónasar Garðarssonar, vitnaði í Héraðsdómi í dag að faðir sinn hafi verið við stýrið skömmu eftir að bátur þeirra steytti á Skarfaskeri. Það sama sagði Matthildur Harðardóttir, sem lést í slysinu, í samtali við Neyðarlínuna. Jónas heldur því fram að Matthildur hafi verið við stýrið þegar skemmtibáturinn fórst en ákæruvaldið telur öll gögn benda til sektar Jónasar og krefst þriggja ára óskilorðsbundins fangelsisdóms yfir honum. Innlent 8.5.2006 19:12
Blaine reynir við metið í kvöld Bandaríski töframaðurinn David Blaine ætlar í kvöld að reyna að halda niðri í sér andanum í níu mínútur og setja þar með heimsmet. Erlent 8.5.2006 18:17
Engin tímaáætlun nefnd Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, svaraði mótstöðumönnum sínum fullum hálsi á blaðamannafundi í Downingstræti 10 í dag. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir ætlar hann ekki að svara því hvenær hann lætur af embætti. Erlent 8.5.2006 18:03
Slasaðist á járnstöng Tíu ára gamall drengur féll og datt á járnstöng við Rimaskóla um klukkan hálf fjögur í dag. Önnur framtönn drengsins brotnaði við fallið og var hann fluttur til tannlæknis sem gerði að sárum hans. Innlent 8.5.2006 18:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent