Fréttir

Fréttamynd

Jarðskjálfti upp á 8,1 á Richter

Jarðskjálfti upp á 8,1 á richter varð á Tongasvæðinu austur af Ástralíu um klukkan hálf fimm. Ekki er enn ljóst hvort manntjón varð eða hverjar skemmdir vegna skjálftans séu. Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun fyrir Fijieyjar, Nýja Sjáland og Kyrrahafið.

Erlent
Fréttamynd

Heimildina var að finna í fjáraukalögum

Ríkisendurskoðandi segir að ekki megi draga þá ályktun að stjórnvöldum hafi verið óheimilt að ganga til samninga um byggingu og rekstur tónlistar- ráðstefnuhúss í Reykjavík. Þetta kemur fram í orðsendingu sem hann hefur sent Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar um fjárheimildir og bókanir framlaga vegna byggingarinnar. Áður hafði komið fram í fréttum að ríkisendurskoðandi teldi meinbugi á því að gefa út heimild af slíkum toga án þess að samþykki Alþingis lægi fyrir. Bendir ríkisendurskoðandi á að heimild fyrir verkinu hefði legið fyrir í fjáraukalögum árið 2005 en láðst hefði að geta þess í greinargerð sem kynnt var á fundi fjárlaganefndar í morgunn.

Innlent
Fréttamynd

Star Europe í Þýskalandi

Flugfélagið Star Europe, dótturfélag Avion Group, hefur hafið starfsemi í Þýskalandi. Félagið fékk nýlega útgefið flugrekstrarleyfi frá þýskum flugmálayfirvöldum og tók ferlið aðeins þrjá mánuði. Venjan er að slíkt ferli taki 12 – 18 mánuði. Framkvæmdastjóri Star Europe er Martin Greiffenhagen. Martin er þýskur að uppruna og hefur áratuga reynslu úr flugiðnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala tækja frá Össuri jókst um 93%

Sala tækja frá Össuri jókst um 93% mælt í Bandaríkjadölum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Alls nam salan 60 milljónum dala eða um 3,9 milljörðum króna. Jón Sigurðsson forstjóri fyrirtækisins segir í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi nýverið frá sér að hann sé sáttur við niðurstöðurnar. Þær séu í efri mörkum þess sem stjórnendur gerðu ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta ungmennamótið haldið hér

Alþjóðaleikar ungmenna verða haldnir í Reykjavík á næsta ári. Leikarnir eru fjölmennasta alþjóðlega íþróttamótið sem haldið er árlega. Ólympíuleikarnir sem við fáum að halda segir formaður undirbúningsnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að sýna stúlkum klámmynd

Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sýnt dætrum fyrrum sambýliskonu sinnar klámmynd. Maðurinn var þó sýknaður af ákærum þess efnis að hann hefði haft munnmök við stúlkunar og látið þær hafa munnmök við sig.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisafbrot

Tæplega þrítugur karlmaður var dæmdur í þriggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir gróf kynferðisafbrot gegn stjúpdóttur sinni og vinkonu hennar. Karlmaðurinn, sem er eþíópískur ríkisborgari, var giftur móður annarrar stúlkunnar um fjögurra ára skeið.

Innlent
Fréttamynd

Skipsflak finnst á botni Arnarfjarðar

Skipsflak fannst á botni Arnarfjarðar fyrir helgina þegar verið var að mynda veiðarfæri í sjó með neðansjávarmyndavél um borð í Árna Friðrikssyni RE-200. Á Fréttavef Bæjarins besta kemur fram að talið sé að skipsflakið sé í minna lagi og hafi legið lengi á botni fjarðarins. Ekki var vitað um flak á þessum slóðum en getgátur eru um að flakið sé af seglskútunni Gyðu BA sem fórst með allri áhöfn í tíunda apríl árið 1910.

Innlent
Fréttamynd

Lokað fyrir viðskipti í Eurotunnel

Breska fjármálaeftirlitið hefur lokað fyrir viðskipti með hlutabréf í félaginu Eurotunnel í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Eurotunnel rekur umferðargöng undir Ermarsund á milli Bretlands og Frakklands. Ástæða lokunarinnar er sú að stjórn Eurotunnel skilaði ekki uppgjöri fyrir síðasta ár áður en lokafrestur rann út.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir Alþingi verði að samþykkja sérstakt frumvarp

Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur að skuldbindingar þriggja ráðherra vegna fyrirhugaðs tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn hafi ekkert gildi fyrr en Alþingi hefur samþykkt sérstakt frumvarp þar um.

Innlent
Fréttamynd

Gæti kostað sex milljarða í fyrstu

Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli getur kostað hátt í sex milljarða króna fyrsta árið eftir að Íslendingar taka við rekstri þess. Rekstur flugvallarins kostar um 1.400 milljónir króna á ári og stofnkostnaður gæti hlaupið á milljörðum.

Innlent
Fréttamynd

Falsaðir peningaseðlar í umferð á Akranesi

Falsaðir fimm hundruð króna seðlar eru í umferð á Akranesi og leggur lögreglan mikla áherslu á að finna falsarann. Tveir falsaðir seðlar hafa komið fram í útibúi KB bankann og þrír fundust við uppgjör eftir dansleik. Að sögn lögreglu eru seðlarnir ekki vandaðir, þegar betur er að gáð.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmargir fara á mis við vaxtabætur

Fjölmargar fjölskyldur, sem eiga von á umtalsverðum vaxtabótum eins og í fyrra, og miða jafnvel einhverjar greiðslur við það, fá ekki krónu þegar álagningarseðlarnir berast í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Hundaólar sem gefa rafstuð

Hægt er að gefa hundum rafstuð með þar til gerðum hálsólum sem verslun í Reykjavík hefur til sölu. Löglegt er að flytja ólarnar inn og selja, en ekki að nota þær.

Innlent
Fréttamynd

Easyjet tapaði 5,5 milljörðum króna

Breska lággjaldaflugfélagið Easyjet tapaði 40,3 milljón pundum, jafnvirði rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta í mars á sex mánaða tímabili. Á sama tímabili í fyrra tapaði fyrirtækið 21,6 milljón pundum. Helsta ástæða tapsins er 49 prósenta hækkun á eldsneytisverði og páskahátíðin, sem var í apríl. Þrátt fyrir þetta er búist við að afkoma fyrirtækisins verði allt að 15 prósent meiri en á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Atvinna, fjölskyldu- og skipulagsmál í forgrunni

L-listinn, listi fólksins sem býður fram í 3. sinn í sveitarstjórnarkosningunum 27. maí næstkomandi kynnti stefnuskrá sína í morgun undir yfirskriftinni "Afl fyrir Akureyri til 2010". Þar er áherslan meðal annars lögð á fjölskylduvænni bæ, eflingu skóla, fría leikskóla og almenningssamgöngur og þá vill L-listinn að bæjarstjóri Akureyrar verði ráðinn á faglegum forsendum.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur Árnason ráðinn forstjóri Skýrr

Þórólfur Árnason hefur verið ráðinn í starf forstjóra Skýrr hf. Skýrr hf., sem er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni með 200 starfsmenn, er dótturfélag Kögunar hf. en það er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf. EJS er dótturfélag Skýrr hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þórólfur Árnason ráðinn forstjóri Skýrr hf.

Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri hefur verið ráðinn í starf forstjóra Skýrr hf. Þórólfur er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole í Kaupmannahöfn. Þórólfur hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og stjórnun.

Innlent
Fréttamynd

Aðildarviðræðum ESB við Serbíu frestað

Evrópusambandið hefur slegið aðildarviðræðum við Serbíu á frest. Ástæðan er sú að Serbar hafa enn ekki handtekið og framselt Radko Mladic, sem er ákærður fyrir stríðsglæpi í Bosníustríðinu.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga innan OECD 2,6 prósent í mars

Verðbólga mældist að meðaltali 2,6 prósent í mars á 12 mánaða tímabili í löndum innan Efnhags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Í febrúar mældist verðbólgan 2,8 prósent á 12 mánaða tímabili. Verðbólga innan OECD hækkaði um 0,4 prósent frá febrúar til mars. Á milli janúar og febrúar hækkaði hún hins vegar um 0,2 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Einkaneysla dregst saman

Fjármálaráðuneytið gerir í nýrri spá sinni, ráð fyrir minni aukningu einkaneyslu í ár og á næsta ári, en ráðuneytið spáði í janúar. Aukningin í ár verður um það bil 3%, en var hátt í 13% í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

5,5 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs

Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,5, prósent frá apríl 2005 til jafnlengdar á þessu ári. Verðbólga hefur einkum aukist síðustu mánuði vegna mikilla hækkana á eigin húsnæði og eldsneytisverði, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skilar álitsgerð um tónlistarhúsið í dag

Ríkisendurskoðandi skilar í dag fjárlaganefnd Alþingis álitsgerð um heimild fjármálaráðherra til að greiða umsaminn hlut ríkisins í tónlistarhúsinu, sem á að rísa við Reykjavíkurhöfn, og mun þar véfengja heimild stjórnvalda til framkvæmdanna, að því er Fréttablaðið telur sig hafa heimildir fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Sjóránum fjölgar

Sjóránum fjölgaði lítillega fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við fyrsta ársfjórðung síðasta árs. Höfin nærri Sómalíu, Nígeríu og Indónesíu eru sérstaklega viðsjárverð fyrir haffarendur. Nú ber hins vegar svo við að engin sjórán voru reynd á Malakkasundi en þar hefur löngum verið mikið um sjórán.

Erlent
Fréttamynd

Talið að allir farþegar hafi farist

Björgunarmenn hafa gefið upp alla von um að finna nokkurn á lífi eftir að armensk farþegaflugvél hrapaði í Svartahafið sex sjómílur undan strönd Rússlands. 113 manns voru í borðinu og fullvíst þykir að þeir séu allir látnir. Kafarar leita nú að líkamsleifum þeirra sem voru um borð. 26 lík hafa þegar fundist.

Erlent
Fréttamynd

Leita peningafalsara á Akranesi

Falsaðir fimm hundruð króna seðlar eru í umferð á Akranesi og leggur lögreglan mikla áherslu á að finna falsarann. Tveir falsaðir seðlar hafa komið fram í útibúi KB banka og þrír fundust við uppgjör eftir dansleik.

Innlent
Fréttamynd

Herinn settur í viðbragðsstöðu

Lögreglumenn tóku sér stöðu við 56 gasfyrirtæki og starfsstöðvar þeirra í Bólivíu í gær, degi eftir ríkisstjórn Evos Moralesar forseta tilkynnti að gasiðnaður landsins yrði þjóðnýttur. Morales tilkynnti svo í gær að stjórnvöld myndu auka ítök sín í námurekstri, skógarhöggi og á fleiri sviðum atvinnulífsins.

Erlent