Fréttir Tugir farast í flóðum Að minnsta kosti 34 hafa látist í stórflóðunum í Mið-Evrópu á um það bil viku. Rúmenía hefur orðið verst úti en þar hafa 25 manns látist í flóðunum. Yfir 250 manns þurftu að flýja heimili sín í Bern, höfuðborg Sviss í gær og yfirvöld í Rúmeníu sögðu fólk hafa drukknað í svefni í rúmum sínum í fyrrinótt. Erlent 13.10.2005 19:45 Fjöldi ótryggðra bíla í umferðinni Tryggingafélögin hafa fellt niður rúmlega þúsund ökutækjatryggingar það sem af er árinu vegna vangoldinna gjalda. Ótryggðir bifreiðaeigendur geta þurft að greiða milljónir króna í bætur til tjónþola. Innlent 13.10.2005 19:45 Efast um niðurstöðu krufningar Verjandi Lofts Jens Magnússonar, sem gefið er að sök að hafa banað manni á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember, gagnrýnir krufningarskýrslu sem fyrir liggur í málinu. Hann vill að kvaddir verið til matsmenn til að fara yfir skýrsluna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45 Segja sóknarfæri í Rússlandi Uppbygging stórmarkaða í Rússlandi er ónýtt tækifæri í útflutningi til Rússlands að því er fram kemur á síðunni <em>interseafood.com</em>. Rússar eru sólgnir í síld og eru duglegir við vöruþróun síldarafurða. Norðmenn telja að um gríðarleg tækifæri sé að ræða á þessum markaði. Þar sé stórmörkuðum að fjölga og eru nú þegar orðnir áberandi í Moskvu og Pétursborg, en að auki séu ellefu milljónaborgir til viðbótar í landinu. Innlent 13.10.2005 19:45 Gerir lítið úr orðum Robertsons Bandaríkjastjórn gerði í gærkvöld lítið úr ummælum sjónvarpsprédikarans Pats Robertsons sem hvatt hefur til að Hugo Chavez, forseti Venesúela, verði drepinn. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði ummæli Robertsons hafa verið óviðeigandi en hann væri óháður einstaklingur og skoðanir hans endurspegluðu ekki stefnu Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 19:44 Kringlan er heitur reitur Gestir og gangandi geta tengst Internetinu ókeypis í Kringlunni í Reykjavík eftir að Og Vodafone opnaði þar svokallaðan Heitan reit (Hot Spot), en það er þráðlaus háhraðainternettenging. Innlent 13.10.2005 19:45 Lausn Arons hugsanlega í sjónmáli Lausn Arons Pálma Ágústssonar gæti verið í sjónmáli innan mjög skamms tíma, en nafn hans er að finna á lista yfir fanga sem löggjafarþing fylkisins hefur lagt til að verði látnir lausir. Verður listinn lagður fyrir ríkisstjórann til staðfestingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari S. Einarssyni, einum forsvarsmanna stuðningsnefndar Arons Pálma, en hópurinn hefur undanfarið unnið að framsali hans til Íslands. Innlent 13.10.2005 19:44 15 milljónasta plantan gróðursett Fimmtán milljónasta Landgræðsluskógaplantan var gróðursett í Smalaholti í Garðabæ við norðanvert Vífilsstaðavatn í gær. Það var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem gróðursetti plöntuna, en í ár eru liðin 15 ár frá því Skógræktarfélag Íslands hóf mikið skógræktarverkefni undir heitinu Landgræðsluskógar í samvinnu við skógræktarfélög, sveitarfélög, Landgræðsluna og landbúnaðarráðuneytið. Innlent 13.10.2005 19:44 Mannréttindasamtök lítt hrifin Útlendingar sem eru taldir ógna þjóðaröryggi Breta með því að hvetja til hryðjuverka, vegsama þau eða upphefja með einhverju móti geta nú átt von á því að verða sendir tafarlaust úr landi, samkvæmt nýjum reglum sem Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, birti í dag. Mannréttindasamtök eru ekki hrifin. Erlent 13.10.2005 19:44 Öfgamönnum vísað strax úr landi Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur birt nýjar reglur um brottvísun einstaklinga sem ekki eru breskir ríkisborgarar og grunaðir eru um að hvetja til hryðjuverka. Þeir sem eru taldir ógna þjóðaröryggi með því að styðja hryðjuverkastarfsemi, vegsama hana eða upphefja með einhverju móti, geta nú átt von á því að verða sendir tafarlaust úr landi. Erlent 13.10.2005 19:44 Milljarðafjárfesting í Glaðheimum Fjársterkir aðilar veðja nú á að hestamannasvæði Glaðheima verði flutt annað á næstu árum. Þeir vonast til að afstaða hestamannafélagsins Gusts og bæjaryfirvalda breytist með tímanum og bjóða þeim aðstoð við að koma á fót nýrri aðstöðu. Innlent 13.10.2005 19:45 37 látnir eftir flugslys í Perú Að minnsta kosti 37 létu lífið þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 brotlenti í frumskógi í Perú í gærkvöld. Þá slösuðust 57 manns í slysinu að sögn José Ortiz, samgönguráðherra Perú. Alls voru 100 farþegar um borð í vél flugfélagsins Tans auk átta manna áhafnar. Slysið varð skammt frá bænum Pucallpa en óveður skall á skömmu áður en flugvélin átti að lenda. Erlent 13.10.2005 19:44 Skaut tíu ára systur sína Móðir í Miami í Bandaríkjunum var í gær ákærð fyrir vanrækslu eftir að þriggja ára sonur hennar fann byssu á heimilinu og skaut 10 ára systur sína á mánudag. Stúlkan liggur nú á sjúkrahúsi og er í lífshættu. Erlent 13.10.2005 19:44 Milljón til rannsókna Bergþór Már Arnarson, sem stóð fyrir styrktartónleikum til rannsóknar á arfgengri heilablæðingu í Smáralindinni í apríl, afhenti Ástríði Pálsdóttur, lífefnafræðingi við Tilraunastöðina á Keldum 1.010.770 krónur, sem var ágóði tónleikanna. Innlent 13.10.2005 19:45 Lögreglan var við að missa tökin Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir ástandið á menningarnótt hafa verið ískyggilegt og ekki sé hægt að líða slíkt ár eftir ár. Mikið fyllerí, unglingafyllerí, fíkniefnaneysla, spennuþrungið og hættulegt ástand. Þannig lýsir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur ástandinu í miðborginni eftir miðnætti umrædda nótt. Innlent 13.10.2005 19:45 Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgunn ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Innlent 13.10.2005 19:44 Björn bestur í hrútaþukli Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45 Ákærðir fyrir skattsvik Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:45 Segir framkvæmdaávinning mikinn Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:45 Lögreglan við það að missa tökin "Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. Innlent 13.10.2005 19:45 Ofsakláði og útbrot eftir baðferð Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum. Innlent 13.10.2005 19:45 Mikil flóð í Mið--Evrópu Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Þýskalands sem og í Austurríki og Sviss vegna flóða og hafa björgunarsveitir og herinn haft í nógu að snúast. Tala látinna vegna flóðanna í löndunum þremur er komin í sex en tveggja til viðbótar er saknað í Sviss. Úrhelli hefur verið í Ölpunum norðanverðum á síðustu dögum og hafa ár flætt yfir bakka sína. Erlent 13.10.2005 19:44 Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Innlent 13.10.2005 19:45 Reka öfgamenn úr landi Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur kynnt ákvæði nýrrar reglugerðar gegn hryðjuverkum sem heimilar að erlendir öfgamenn séu reknir úr landi þegar í stað. Erlent 13.10.2005 19:45 Þrír ráðnir til LHÍ Rektor Listaháskóla Íslands hefur ráðið þá Gunnar Kvaran sellóleikara, Kjartan Ólafsson tónskáld og Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing sem kennara við tónlistardeild háskólans. Gunnar verður prófessor í kammertónlist og strengjaleik, Kjartan verður prófessor í tónsmíðum og Árni Heimir dósent í tónlistarfræðum. Sérskipaðar dómnefndir fjölluðu um hæfi umsækjenda og var ráðning gerð á grundvelli mats þeirra. Innlent 13.10.2005 19:44 Vill láta myrða Chavez Bandarísk stjórnvöld segjast ekki deila skoðunum með sjónvarpspredikaranum Pat Robertson sem stakk upp á því á dögunum að Hugo Chavez, forseti Venesúela, yrði ráðinn af dögum. Erlent 13.10.2005 19:45 Opna þráðlaust net í Kringlunni Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar. Innlent 13.10.2005 19:44 Jarðarbúar níu milljarðar 2050 Indverjar verða orðnir fleiri en Kínverjar árið 2050, samkvæmt nýjustu skýrslu Mannfjölgunarráðs, sem hefur rannsakað mannfjölgun í 75 ár. Nær öll fjölgun jarðarbúa næstu áratugina verður í þróunarríkjunum, en spáð er að mannkynið verði orðið níu milljarðar eftir 45 ár. Erlent 13.10.2005 19:44 Neitar að neyta matar Rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovskí er nú kominn í hungurverkfall til þess að mótmæla meðferðinni á Platon Lebedev, félaga hans. Erlent 13.10.2005 19:45 Átak gegn hundaskít í Búdapest Borgaryfirvöld í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, ætla að eyða 65 milljónum króna í herferð til að draga úr hundaskít í borginni. Talið er að um 400 hundruð þúsund hundar séu í Búdapest og að þeir skilji eftir sig 14.600 tonn af hundaskít árlega. Mest af honum lendir á gangstéttum og í almenningsgörðum borgarinnar, vegfarendum til mikils ama og jafnvel heilsutjóns. Erlent 13.10.2005 19:44 « ‹ ›
Tugir farast í flóðum Að minnsta kosti 34 hafa látist í stórflóðunum í Mið-Evrópu á um það bil viku. Rúmenía hefur orðið verst úti en þar hafa 25 manns látist í flóðunum. Yfir 250 manns þurftu að flýja heimili sín í Bern, höfuðborg Sviss í gær og yfirvöld í Rúmeníu sögðu fólk hafa drukknað í svefni í rúmum sínum í fyrrinótt. Erlent 13.10.2005 19:45
Fjöldi ótryggðra bíla í umferðinni Tryggingafélögin hafa fellt niður rúmlega þúsund ökutækjatryggingar það sem af er árinu vegna vangoldinna gjalda. Ótryggðir bifreiðaeigendur geta þurft að greiða milljónir króna í bætur til tjónþola. Innlent 13.10.2005 19:45
Efast um niðurstöðu krufningar Verjandi Lofts Jens Magnússonar, sem gefið er að sök að hafa banað manni á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember, gagnrýnir krufningarskýrslu sem fyrir liggur í málinu. Hann vill að kvaddir verið til matsmenn til að fara yfir skýrsluna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45
Segja sóknarfæri í Rússlandi Uppbygging stórmarkaða í Rússlandi er ónýtt tækifæri í útflutningi til Rússlands að því er fram kemur á síðunni <em>interseafood.com</em>. Rússar eru sólgnir í síld og eru duglegir við vöruþróun síldarafurða. Norðmenn telja að um gríðarleg tækifæri sé að ræða á þessum markaði. Þar sé stórmörkuðum að fjölga og eru nú þegar orðnir áberandi í Moskvu og Pétursborg, en að auki séu ellefu milljónaborgir til viðbótar í landinu. Innlent 13.10.2005 19:45
Gerir lítið úr orðum Robertsons Bandaríkjastjórn gerði í gærkvöld lítið úr ummælum sjónvarpsprédikarans Pats Robertsons sem hvatt hefur til að Hugo Chavez, forseti Venesúela, verði drepinn. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði ummæli Robertsons hafa verið óviðeigandi en hann væri óháður einstaklingur og skoðanir hans endurspegluðu ekki stefnu Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 19:44
Kringlan er heitur reitur Gestir og gangandi geta tengst Internetinu ókeypis í Kringlunni í Reykjavík eftir að Og Vodafone opnaði þar svokallaðan Heitan reit (Hot Spot), en það er þráðlaus háhraðainternettenging. Innlent 13.10.2005 19:45
Lausn Arons hugsanlega í sjónmáli Lausn Arons Pálma Ágústssonar gæti verið í sjónmáli innan mjög skamms tíma, en nafn hans er að finna á lista yfir fanga sem löggjafarþing fylkisins hefur lagt til að verði látnir lausir. Verður listinn lagður fyrir ríkisstjórann til staðfestingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari S. Einarssyni, einum forsvarsmanna stuðningsnefndar Arons Pálma, en hópurinn hefur undanfarið unnið að framsali hans til Íslands. Innlent 13.10.2005 19:44
15 milljónasta plantan gróðursett Fimmtán milljónasta Landgræðsluskógaplantan var gróðursett í Smalaholti í Garðabæ við norðanvert Vífilsstaðavatn í gær. Það var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem gróðursetti plöntuna, en í ár eru liðin 15 ár frá því Skógræktarfélag Íslands hóf mikið skógræktarverkefni undir heitinu Landgræðsluskógar í samvinnu við skógræktarfélög, sveitarfélög, Landgræðsluna og landbúnaðarráðuneytið. Innlent 13.10.2005 19:44
Mannréttindasamtök lítt hrifin Útlendingar sem eru taldir ógna þjóðaröryggi Breta með því að hvetja til hryðjuverka, vegsama þau eða upphefja með einhverju móti geta nú átt von á því að verða sendir tafarlaust úr landi, samkvæmt nýjum reglum sem Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, birti í dag. Mannréttindasamtök eru ekki hrifin. Erlent 13.10.2005 19:44
Öfgamönnum vísað strax úr landi Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur birt nýjar reglur um brottvísun einstaklinga sem ekki eru breskir ríkisborgarar og grunaðir eru um að hvetja til hryðjuverka. Þeir sem eru taldir ógna þjóðaröryggi með því að styðja hryðjuverkastarfsemi, vegsama hana eða upphefja með einhverju móti, geta nú átt von á því að verða sendir tafarlaust úr landi. Erlent 13.10.2005 19:44
Milljarðafjárfesting í Glaðheimum Fjársterkir aðilar veðja nú á að hestamannasvæði Glaðheima verði flutt annað á næstu árum. Þeir vonast til að afstaða hestamannafélagsins Gusts og bæjaryfirvalda breytist með tímanum og bjóða þeim aðstoð við að koma á fót nýrri aðstöðu. Innlent 13.10.2005 19:45
37 látnir eftir flugslys í Perú Að minnsta kosti 37 létu lífið þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 brotlenti í frumskógi í Perú í gærkvöld. Þá slösuðust 57 manns í slysinu að sögn José Ortiz, samgönguráðherra Perú. Alls voru 100 farþegar um borð í vél flugfélagsins Tans auk átta manna áhafnar. Slysið varð skammt frá bænum Pucallpa en óveður skall á skömmu áður en flugvélin átti að lenda. Erlent 13.10.2005 19:44
Skaut tíu ára systur sína Móðir í Miami í Bandaríkjunum var í gær ákærð fyrir vanrækslu eftir að þriggja ára sonur hennar fann byssu á heimilinu og skaut 10 ára systur sína á mánudag. Stúlkan liggur nú á sjúkrahúsi og er í lífshættu. Erlent 13.10.2005 19:44
Milljón til rannsókna Bergþór Már Arnarson, sem stóð fyrir styrktartónleikum til rannsóknar á arfgengri heilablæðingu í Smáralindinni í apríl, afhenti Ástríði Pálsdóttur, lífefnafræðingi við Tilraunastöðina á Keldum 1.010.770 krónur, sem var ágóði tónleikanna. Innlent 13.10.2005 19:45
Lögreglan var við að missa tökin Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir ástandið á menningarnótt hafa verið ískyggilegt og ekki sé hægt að líða slíkt ár eftir ár. Mikið fyllerí, unglingafyllerí, fíkniefnaneysla, spennuþrungið og hættulegt ástand. Þannig lýsir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur ástandinu í miðborginni eftir miðnætti umrædda nótt. Innlent 13.10.2005 19:45
Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgunn ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Innlent 13.10.2005 19:44
Björn bestur í hrútaþukli Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45
Ákærðir fyrir skattsvik Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:45
Segir framkvæmdaávinning mikinn Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:45
Lögreglan við það að missa tökin "Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. Innlent 13.10.2005 19:45
Ofsakláði og útbrot eftir baðferð Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum. Innlent 13.10.2005 19:45
Mikil flóð í Mið--Evrópu Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Þýskalands sem og í Austurríki og Sviss vegna flóða og hafa björgunarsveitir og herinn haft í nógu að snúast. Tala látinna vegna flóðanna í löndunum þremur er komin í sex en tveggja til viðbótar er saknað í Sviss. Úrhelli hefur verið í Ölpunum norðanverðum á síðustu dögum og hafa ár flætt yfir bakka sína. Erlent 13.10.2005 19:44
Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Innlent 13.10.2005 19:45
Reka öfgamenn úr landi Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur kynnt ákvæði nýrrar reglugerðar gegn hryðjuverkum sem heimilar að erlendir öfgamenn séu reknir úr landi þegar í stað. Erlent 13.10.2005 19:45
Þrír ráðnir til LHÍ Rektor Listaháskóla Íslands hefur ráðið þá Gunnar Kvaran sellóleikara, Kjartan Ólafsson tónskáld og Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing sem kennara við tónlistardeild háskólans. Gunnar verður prófessor í kammertónlist og strengjaleik, Kjartan verður prófessor í tónsmíðum og Árni Heimir dósent í tónlistarfræðum. Sérskipaðar dómnefndir fjölluðu um hæfi umsækjenda og var ráðning gerð á grundvelli mats þeirra. Innlent 13.10.2005 19:44
Vill láta myrða Chavez Bandarísk stjórnvöld segjast ekki deila skoðunum með sjónvarpspredikaranum Pat Robertson sem stakk upp á því á dögunum að Hugo Chavez, forseti Venesúela, yrði ráðinn af dögum. Erlent 13.10.2005 19:45
Opna þráðlaust net í Kringlunni Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar. Innlent 13.10.2005 19:44
Jarðarbúar níu milljarðar 2050 Indverjar verða orðnir fleiri en Kínverjar árið 2050, samkvæmt nýjustu skýrslu Mannfjölgunarráðs, sem hefur rannsakað mannfjölgun í 75 ár. Nær öll fjölgun jarðarbúa næstu áratugina verður í þróunarríkjunum, en spáð er að mannkynið verði orðið níu milljarðar eftir 45 ár. Erlent 13.10.2005 19:44
Neitar að neyta matar Rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovskí er nú kominn í hungurverkfall til þess að mótmæla meðferðinni á Platon Lebedev, félaga hans. Erlent 13.10.2005 19:45
Átak gegn hundaskít í Búdapest Borgaryfirvöld í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, ætla að eyða 65 milljónum króna í herferð til að draga úr hundaskít í borginni. Talið er að um 400 hundruð þúsund hundar séu í Búdapest og að þeir skilji eftir sig 14.600 tonn af hundaskít árlega. Mest af honum lendir á gangstéttum og í almenningsgörðum borgarinnar, vegfarendum til mikils ama og jafnvel heilsutjóns. Erlent 13.10.2005 19:44