Krakkar

Fréttamynd

Spæjara­skóli fyrir krakka settur á lag­girnar á Akur­eyri

"Þetta eru í rauninni ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára krakka. Hugmyndin er að í hverjum kassa er ein saga, bara ráðgátusaga sem að áskrifandinn þarf að aðstoða aðalpersónurnar við,“ segir Lína Rut Olgeirsdóttir, einn stofnenda Spæjaraskólans sem hefur verið settur á laggirnar á Akureyri.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar að spyrja geimfarann út í það hvernig geimmatur bragðast

Íslenskur drengur, sem talaði við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni nú rétt fyrir fréttir, segist áhugasamur um himinhvolfin en helst hafi hann viljað spyrja út í það hvernig geimmatur bragðast. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta sem öll vildu spjalla við geimfarann.

Innlent
Fréttamynd

Smástund á Eiðistorgi

Salvör rekur Smástund, sem sér um leikvöll gerða til að auðga ímyndunarafl barna. Hún segir börnin fá tækifæri til að hugsa út fyrir rammann í leik með kubbana.

Lífið
Fréttamynd

Skrifa um eigin upplifun

Út er komin ný ferðahandbók, Tenerife krakkabókin. Það sem er sérstakt við hana er að hún er að mestu skrifuð af ellefu ára stúlku, Ragnheiði Ingu Matthíasdóttur.

Menning
Fréttamynd

Listamenn vilja koma börnum í skákferð

Margir af þekktustu myndlistarmönnum landsins hafa gefið verk sín til að styrkja ferð leikskólabarna á Evrópumótið í skák í sem haldið er í Rúmeníu. Verkin verða boðin upp á Eiðistorgi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Krakkaveldi með baráttufund í Iðnó

Stjórnmálaflokkur krakka, Krakkaveldi, býður til baráttufundar á morgun, 1. maí. Þar ætla þau að fræða fólk um hver þau eru og hvernig þau vilja bjarga jörðinni.

Innlent
Fréttamynd

Fengu draum sinn uppfylltan: „Ég hef beðið eftir hjólabrettarampi í tvö ár“

Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir.

Innlent
Fréttamynd

Dásamlega góðir marengstoppar

Ólöf Anna Bergsdóttir er ellefu ára Vesturbæingur sem töfrar fram smákökur og annað góðgæti fyrir jólin. Hún veit fátt skemmtilegra en að koma ættingjum og vinum á óvart með með nýjum uppskriftum.

Jól
Fréttamynd

Ætlar að verða hestakona

Lovísa Erludóttur leikur í Leynileikhúsinu, lærir á píanó og er í kór. Henni finnst skemmtilegt þegar mamma hjálpar henni á hjólaskautum.

Lífið
Fréttamynd

Borðaði 20 kartöflur í einu

Hin þrettán ára Gríma Valsdóttir sló rækilega í gegn í kvikmyndinni Svaninum og var nýlega tilnefnd til Edduverðlauna sem leikkona í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína.

Lífið
Fréttamynd

Fékk bækur, rós og peninga

Hinn 12 ára Henrik Hermannsson sigraði í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs með ljóði sínu Myrkrið sem nú hefur verið dreift um bæinn á veggspjöldum og bókamerkjum.

Lífið