Frakkland Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Verjendur manna sem hafa verið ákærðir fyrir að nauðga konu eftir að eiginmaður hennar byrlaði henni ólyfjan segjast ætla að leggja fram formlegar kvartanir yfir því að nöfnum þeirra og öðrum upplýsingum hafi verið lekið á netið. Þeir segja myndir hafa verið teknar af þeim í dómsal og að þær hafi einnig verið birtar á netinu, sem fari gegn frönskum lögum. Erlent 9.9.2024 16:08 Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. Erlent 7.9.2024 18:08 „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Dóttir Dominique Pélicot, sem fékk 72 menn til að nauðga eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil, hefur lýst honum sem „einum versta kynferðisbrotamanni síðustu tuttugu ára.“ Erlent 7.9.2024 10:25 Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands Michel Barnier verður næsti forsætisráðherra Frakklands. Emmanuel Macron, forseti landsins, tilkynnti um það í morgun. Barnier var áður aðalsamningamaður Evrópusambandsins og leiddi til dæmis samningaviðræðurnar þegar Bretar gengu úr úr samningu, Brexit. Erlent 5.9.2024 11:49 „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Frönsk kona sem nauðgað var ítrekað af ókunnugum mönnum eftir að eiginmaður hennar til fimmtíu ára byrlaði henni yfir tíu ára tímabil, segir lögregluna hafa bjargað lífi sínu með því að koma upp um hann. Réttarhöld yfir manninum og 51 öðrum sem nauðguðu henni standa nú yfir en þau fara fram fyrir opnum dyrum, að kröfu konunnar. Erlent 5.9.2024 10:36 Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Einhver umtöluðustu réttarhöld síðustu ára hófust í Frakklandi í vikunni, þar sem verið er að rétta yfir 71 árs manni sem sakaður er um að hafa byrlað eiginkonu sinni til fimmtíu ára um árabil og leyft að minnsta kosti 72 mönnum að nauðga henni. Erlent 4.9.2024 11:40 Hringirnir áfram á Eiffel og sitt sýnist hverjum Ágreiningur er kominn upp í Frakklandi eftir að Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagðist hafa tekið þá ákvörðun að hafa Ólympíuhringina áfram á Eiffel-turninum. Erlent 2.9.2024 07:30 Halla og Björn hittu Macron-hjónin í París Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason hittu frönsku forsetahjónin Emmanuel og Brigitte Macron í Elysee-höll í París í gær. Innlent 29.8.2024 11:39 Stofnandi Telegram ákærður fyrir glæpastarfsemi á miðlinum Pavel Durov, annar stofnenda samfélagsmiðilsins Telegram hefur verið ákærður í Frakklandi fyrir að grípa ekki til aðgerða til að koma í veg fyrir glæpastarfsemi á miðlinum. Erlent 29.8.2024 06:25 Tveggja daga viðræður um myndun ríkisstjórnar engu skilað Pattstaða ríkir enn í pólitíkinni í Frakklandi en Emmanuel Macron Frakklandsforseti neitar ennþá að útnefna forsætisráðherra úr röð vinstrihreyfingarinnar, sem fékk flest atkvæði í þingkosningunum í sumar. Erlent 27.8.2024 07:38 Gæsluvarðhald framlengt yfir stofnanda Telegram Dómstóll í Frakklandi samþykkti í gær að framlengja gæsluvarðhald yfir Pavel Durov, öðrum stofnanda samfélagsmiðilsins Telegram, en hann var handtekinn á flugvelli fyrir utan París á laugardag. Erlent 26.8.2024 07:28 Alain Delon látinn Franska kvikmyndastjarnan Alain Delon er látinn, 88 ára að aldri. Lífið 18.8.2024 09:44 Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles. Erlent 12.8.2024 07:35 Rapparinn Travis Scott handtekinn í París Rappstjarnan Travis Scott hefur verið handtekinn í París á lúxushótelinu George V, fyrir „ótilgreinda ofbeldistilburði“ gegn öryggisverði. Lífið 9.8.2024 19:24 Grunar vinstriöfgamenn um græsku Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær. Erlent 30.7.2024 10:16 Brasilísk goðsögn rænd í París Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Zico lenti í óskemmtilegri uppákomu í París þar sem hann var mættur til að fylgjast með Ólympíuleikunum. Fótbolti 26.7.2024 16:01 Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. Sport 26.7.2024 12:06 Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. Erlent 26.7.2024 07:58 Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. Erlent 24.7.2024 13:41 Segir nýja stjórn ekki verða myndaða fyrr en eftir Ólympíuleikana Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist ekki munu greiða fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrr en eftir að Ólympíuleikunum í París lýkur 11. ágúst næstkomandi. Erlent 24.7.2024 07:23 Pattstaða í Frakklandi Útlit er fyrir að bandalag vinstri flokka sem hlaut flest sæti í nýafstöðnum þingkosningum í Frakklandi sé nú þegar að klofna. Erlent 16.7.2024 07:01 Eldsvoði í turni dómkirkjunnar í Rúðuborg Turn dómkirkjunnar í Rúðuborg í Frakklandi stóð í ljósum logum skömmu eftir hádegi í dag. Slökkviliðsmenn hafa ráðið niðurlögum eldsins. Erlent 11.7.2024 12:26 Macron hvetur til samstöðu en virðist útiloka Mélenchon Emmanuel Macron hefur ritað opið bréf til Frakka þar sem hann hvetur pólitíska leiðtoga landsins til að taka sig saman og mynda meirihlutabandalag þjóðinni til heilla. Erlent 11.7.2024 11:07 Einn rekinn heim vegna rasisma og tveir handteknir fyrir kynferðisbrot Keppnisferðalag franska ruðningslandsliðsins er fljótt að breytast úr draumi í martröð. Um helgina var einn leikmaður liðsins rekinn heim fyrir að láta rasísk ummæli falla á samfélagsmiðlum sínum og nú hafa tveir verið handteknir fyrir kynferðisbrot. Sport 9.7.2024 11:30 Þjóðfylking Le Pen gengur til liðs við jaðarhægri fylkingu Orbán Þjóðfylking Marine Le Pen hefur gengið til liðs við flokk Viktors Orbán, forsætisráðherrans ungverska, og hafa þau myndað nýtt bandalag jaðarhægri flokka á Evrópuþinginu. Erlent 8.7.2024 19:05 Rekinn úr landsliðinu fyrir rasisma Ruðningskappinn Melvyn Jaminet hefur verið tekinn út úr franska landsliðinu vegna kynþáttafordóma. Sport 8.7.2024 15:01 Óvissa og spenna í Frakklandi næstu daga Óvenjuleg staða, þrungin óvissu, er uppi í frönskum stjórnmálum eftir seinni umferð þingkosninga í gær, þar sem undið var ofan af stórsigri Þjóðfylkingarinnar frá því í fyrri umferð en enginn flokkur náði meirihluta. Íslendingur búsettur í París segir næstu daga verða spennandi. Erlent 8.7.2024 12:55 Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. Fótbolti 8.7.2024 09:01 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. Erlent 7.7.2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. Erlent 7.7.2024 18:25 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 43 ›
Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Verjendur manna sem hafa verið ákærðir fyrir að nauðga konu eftir að eiginmaður hennar byrlaði henni ólyfjan segjast ætla að leggja fram formlegar kvartanir yfir því að nöfnum þeirra og öðrum upplýsingum hafi verið lekið á netið. Þeir segja myndir hafa verið teknar af þeim í dómsal og að þær hafi einnig verið birtar á netinu, sem fari gegn frönskum lögum. Erlent 9.9.2024 16:08
Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. Erlent 7.9.2024 18:08
„Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Dóttir Dominique Pélicot, sem fékk 72 menn til að nauðga eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil, hefur lýst honum sem „einum versta kynferðisbrotamanni síðustu tuttugu ára.“ Erlent 7.9.2024 10:25
Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands Michel Barnier verður næsti forsætisráðherra Frakklands. Emmanuel Macron, forseti landsins, tilkynnti um það í morgun. Barnier var áður aðalsamningamaður Evrópusambandsins og leiddi til dæmis samningaviðræðurnar þegar Bretar gengu úr úr samningu, Brexit. Erlent 5.9.2024 11:49
„Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Frönsk kona sem nauðgað var ítrekað af ókunnugum mönnum eftir að eiginmaður hennar til fimmtíu ára byrlaði henni yfir tíu ára tímabil, segir lögregluna hafa bjargað lífi sínu með því að koma upp um hann. Réttarhöld yfir manninum og 51 öðrum sem nauðguðu henni standa nú yfir en þau fara fram fyrir opnum dyrum, að kröfu konunnar. Erlent 5.9.2024 10:36
Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Einhver umtöluðustu réttarhöld síðustu ára hófust í Frakklandi í vikunni, þar sem verið er að rétta yfir 71 árs manni sem sakaður er um að hafa byrlað eiginkonu sinni til fimmtíu ára um árabil og leyft að minnsta kosti 72 mönnum að nauðga henni. Erlent 4.9.2024 11:40
Hringirnir áfram á Eiffel og sitt sýnist hverjum Ágreiningur er kominn upp í Frakklandi eftir að Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagðist hafa tekið þá ákvörðun að hafa Ólympíuhringina áfram á Eiffel-turninum. Erlent 2.9.2024 07:30
Halla og Björn hittu Macron-hjónin í París Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason hittu frönsku forsetahjónin Emmanuel og Brigitte Macron í Elysee-höll í París í gær. Innlent 29.8.2024 11:39
Stofnandi Telegram ákærður fyrir glæpastarfsemi á miðlinum Pavel Durov, annar stofnenda samfélagsmiðilsins Telegram hefur verið ákærður í Frakklandi fyrir að grípa ekki til aðgerða til að koma í veg fyrir glæpastarfsemi á miðlinum. Erlent 29.8.2024 06:25
Tveggja daga viðræður um myndun ríkisstjórnar engu skilað Pattstaða ríkir enn í pólitíkinni í Frakklandi en Emmanuel Macron Frakklandsforseti neitar ennþá að útnefna forsætisráðherra úr röð vinstrihreyfingarinnar, sem fékk flest atkvæði í þingkosningunum í sumar. Erlent 27.8.2024 07:38
Gæsluvarðhald framlengt yfir stofnanda Telegram Dómstóll í Frakklandi samþykkti í gær að framlengja gæsluvarðhald yfir Pavel Durov, öðrum stofnanda samfélagsmiðilsins Telegram, en hann var handtekinn á flugvelli fyrir utan París á laugardag. Erlent 26.8.2024 07:28
Alain Delon látinn Franska kvikmyndastjarnan Alain Delon er látinn, 88 ára að aldri. Lífið 18.8.2024 09:44
Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles. Erlent 12.8.2024 07:35
Rapparinn Travis Scott handtekinn í París Rappstjarnan Travis Scott hefur verið handtekinn í París á lúxushótelinu George V, fyrir „ótilgreinda ofbeldistilburði“ gegn öryggisverði. Lífið 9.8.2024 19:24
Grunar vinstriöfgamenn um græsku Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær. Erlent 30.7.2024 10:16
Brasilísk goðsögn rænd í París Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Zico lenti í óskemmtilegri uppákomu í París þar sem hann var mættur til að fylgjast með Ólympíuleikunum. Fótbolti 26.7.2024 16:01
Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. Sport 26.7.2024 12:06
Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. Erlent 26.7.2024 07:58
Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. Erlent 24.7.2024 13:41
Segir nýja stjórn ekki verða myndaða fyrr en eftir Ólympíuleikana Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist ekki munu greiða fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrr en eftir að Ólympíuleikunum í París lýkur 11. ágúst næstkomandi. Erlent 24.7.2024 07:23
Pattstaða í Frakklandi Útlit er fyrir að bandalag vinstri flokka sem hlaut flest sæti í nýafstöðnum þingkosningum í Frakklandi sé nú þegar að klofna. Erlent 16.7.2024 07:01
Eldsvoði í turni dómkirkjunnar í Rúðuborg Turn dómkirkjunnar í Rúðuborg í Frakklandi stóð í ljósum logum skömmu eftir hádegi í dag. Slökkviliðsmenn hafa ráðið niðurlögum eldsins. Erlent 11.7.2024 12:26
Macron hvetur til samstöðu en virðist útiloka Mélenchon Emmanuel Macron hefur ritað opið bréf til Frakka þar sem hann hvetur pólitíska leiðtoga landsins til að taka sig saman og mynda meirihlutabandalag þjóðinni til heilla. Erlent 11.7.2024 11:07
Einn rekinn heim vegna rasisma og tveir handteknir fyrir kynferðisbrot Keppnisferðalag franska ruðningslandsliðsins er fljótt að breytast úr draumi í martröð. Um helgina var einn leikmaður liðsins rekinn heim fyrir að láta rasísk ummæli falla á samfélagsmiðlum sínum og nú hafa tveir verið handteknir fyrir kynferðisbrot. Sport 9.7.2024 11:30
Þjóðfylking Le Pen gengur til liðs við jaðarhægri fylkingu Orbán Þjóðfylking Marine Le Pen hefur gengið til liðs við flokk Viktors Orbán, forsætisráðherrans ungverska, og hafa þau myndað nýtt bandalag jaðarhægri flokka á Evrópuþinginu. Erlent 8.7.2024 19:05
Rekinn úr landsliðinu fyrir rasisma Ruðningskappinn Melvyn Jaminet hefur verið tekinn út úr franska landsliðinu vegna kynþáttafordóma. Sport 8.7.2024 15:01
Óvissa og spenna í Frakklandi næstu daga Óvenjuleg staða, þrungin óvissu, er uppi í frönskum stjórnmálum eftir seinni umferð þingkosninga í gær, þar sem undið var ofan af stórsigri Þjóðfylkingarinnar frá því í fyrri umferð en enginn flokkur náði meirihluta. Íslendingur búsettur í París segir næstu daga verða spennandi. Erlent 8.7.2024 12:55
Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. Fótbolti 8.7.2024 09:01
Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. Erlent 7.7.2024 22:15
Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. Erlent 7.7.2024 18:25