Stjórnsýsla

Fréttamynd

Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“

Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“.

Innlent
Fréttamynd

Batnandi á­stand í Venesúela rétt­læti brott­vísanir

Kærunefnd útlendingamála kvað í vikunni upp þrjá úrskurði þess efnis að Útlendingastofnun hefði verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndin vísaði til batnandi ástands í Venesúela.

Innlent
Fréttamynd

Störf Markúsar og Gylfa auglýst til umsóknar

Embætti forstjóra tveggja heilbrigðisstofnana hafa verið auglýst til umsóknar. Annar núverandi forstjóra hefur tilkynnt það að hann sé að hætta en hinn hefur greint frá ágreiningi við heilbrigðisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

„Það skiptir engu máli hvar verk­efnin eru unnin“

Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag að hún myndi ekki leggja fram frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu þingi við mikinn fögnuð viðstaddra. Formaður sýslumannaráðs segir ákvörðun ráðherra mikið gleðiefni.

Innlent
Fréttamynd

Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna

Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild.

Innlent
Fréttamynd

Enginn sport­veiði­maður og full­viss um stuðning Ís­lendinga

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendir blaða­menn mitt í sjó­kvía­eldis­ham­förum á Ís­landi

Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Lista­safnið mögu­lega í gamla Lands­banka­húsið

Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi lætur af störfum sem for­stjóri

Gylfi Ólafs­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunar­tíma.

Innlent
Fréttamynd

Um­boðs­maður sendir Ás­mundi bréf vegna sam­einingar

Um­boðs­maður barna hefur sent Ás­mundi Einari Daða­syni, mennta-og barna­mála­ráð­herra bréf vegna sam­einingar Mennta­skólans á Akur­eyri og Verk­mennta­skóla Akur­eyrar. Óskar um­boðs­maður eftir upp­lýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hags­muni barna og hvort nem­endur hafi fengið að koma sjónar­miðum á fram­færi.

Innlent
Fréttamynd

Ó­fremdar­á­stand í skilum árs­reikninga

Ríkis­endur­skoðun segir að ó­fremdar­á­stand ríki í skilum árs­reikninga sjóða og stofnana fyrir árið 2022. Þetta kemur fram í til­kynningu frá stofnuninni. Einungis 148 aðilar hafa upp­fyllt skila­skyldu sína, eða um 22 prósent sjóða og stofnana. Þetta er litið al­var­legum augum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjokkeraðir nem­endur MA boða til mót­mæla á Ráð­hús­torgi

Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

Mútumálið á Selfossi komið á borð héraðssaksóknara

Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Svara ekki hvort starfs­fólki ráðu­neyta fækki

Óvíst er hvort að starfsfólki ráðuneyta fækki í niðurskurðaráætlunum ríkisstjórnarinnar. Rúmlega 700 manns starfa nú í ráðuneytunum, sem hafa aldrei verið fleiri og allir ráðherrar komnir með tvo aðstoðarmenn.

Innlent