Reykjavík

Fréttamynd

Mat­höllin opni á næstu mánuðum

Mathöllin á Pósthússtræti 5 er í þann mund að verða tilbúin af orðum Leifs Welding, eins eigenda mathallarinnar að dæma. Stefnt sé að því að opna mathöllina í lok október eða byrjun nóvember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Seinni dagur Fundar fólksins

Fundur fólksins heldur áfram í dag, og hefst dagskrá dagsins klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá deginum í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru“

Gatnamót tengja Vogabyggð við Langholtshverfi líkjast dauðagildru að sögn íbúa. Margir óttist að senda börnin sín yfir Sæbraut þar sem umferðin sé þung og bílstjórar sýni lítið tillit til gangandi vegfarenda. Innviðir og samgöngur í hverfinu séu ekki í takt við þau loforð sem kaupendur hafi fengið á sínum tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Tor­kenni­legur hlutur reyndist vera raf­sígaretta

Sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra voru kallaðar til við Ránargötu í miðbæ Reykjavíkur í dag eftir að tilkynnt var um torkennilegan hlut. Hluturinn reyndist vera rafsígaretta sem einhver hafði skilið eftir.

Innlent
Fréttamynd

Renni­braut verði komin upp í Dals­laug í vor

Reiknað er með að vatnsrennibraut verði komin upp í Dalslaug í Úlfarsárdal næsta vor. Borgarfulltrúi segir að með þessu sé verið að svara ákalli íbúa en upphaflegar áætlanir gerðu ekki ráð fyrir að rennibraut yrði í lauginni sem opnaði í desember á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn ekki ung­menni

Maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið átján ára pilt í undirgöngum við Sprengisand í Reykjavík í gær er fullorðinn einstaklingur. Hann var í gær handtekinn og úrskurðaður í síbrotagæslu.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins

Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Segir að hverfið sitt hafi gleymst

Mörghundruð íbúar í Hlíðunum hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að sinna hverfinu þeirra betur. Aðalgatan í hverfinu er sögð þurfa allsherjaryfirhalningu til að standa undir nafni sem borgargata. Íbúarnir vilja hverfastemingu, til dæmis eins og í Vesturbæ eða Laugardal.

Innlent
Fréttamynd

Á­tján ára stunginn á leiðinni á í­þrótta­æfingu

Átján ára piltur var stunginn þrívegis í undirgöngum við Sprengisand í Reykjavík seinnipartinn í gær. Pilturinn er með þroskaskerðingu en hann var á leið á íþróttaæfingu þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn reyndi að hafa af honum hjól áður en hann réðst til atlögu.

Innlent
Fréttamynd

Takið á­kvörðunina

Manstu þegar gluggarnir heima hjá þér fóru að leka, ofninn bilaði og þú áttir von á einu barni til viðbótar svo það bráðvantaði annað herbergi - en þú beiðst bara í nokkur ár þangað til að málið leystist af sjálfu sér? Nei ekki ég heldur. Það er vegna þess að heimurinn virkar ekki þannig. Þvert á móti stækka vandamálin því lengur sem kosið er að vanrækja þau.

Skoðun
Fréttamynd

Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni

Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun.

Innlent
Fréttamynd

Ljóstýran einkavædd

Frá því að raunverulegt þéttbýli hóf að myndast í Reykjavík hefur verið litið svo á götulýsing væri samfélagslegt verkefni – þótt illu heilli sé útlit fyrir að það kunni að vera að breytast nú í ljósi nýjustu fregna.

Skoðun