Reykjavík

Fréttamynd

Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár

Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Velkomin í hverfið mitt

Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Heimatilbúin sprengja fannst í Mánatúni

Torkennilegur hlutur sem fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík var heimatilbúin sprengja samkvæmt heimildum Vísis. Þrír voru handteknir í aðgerðum sérsveitar lögreglu þar í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjóri Fossvogsskóla hættir

Skólastjóri Fossvogsskóla er hættur störfum. Það kom fram í pósti sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi í dag. Starfsemi Fossvogsskóla hefur verið flutt annað vegna myglu- og rakaskemmda.

Innlent
Fréttamynd

Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum

Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka.

Innlent
Fréttamynd

Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund

Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu.

Innlent
Fréttamynd

Jólin verða blótuð undir berum himni

Jólin verða blótuð undir berum himni af Ásatrúarmönnum í ár í glænýju hofi trúfélagsins. Þó hofið sé ekki alveg tilbúið enn verður það loksins tekið í notkun fyrir hátíðirnar eftir framkvæmdir sem hafa tafist um nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

Laugar­dals­laug uppi­skroppa með gul arm­bönd og biðlar til for­eldra

Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund.

Innlent
Fréttamynd

Bíll við bíl í snjókomunni í Reykjavík og árekstur tefur umferð

Árekstur tveggja bíla varð á Hafnarfjarðarvegi nærri Arnarnesbrúnni síðdegis. Vinna stendur yfir á vettvangi og gengur umferð afar hægt frá Reykjavík til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar af þessum sökum. Árekstur.is segist hafa sinnt á annan tug árekstra síðdegis og hafi komið á óvart hve margir séu á sumardekkjum.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn kynnt á Kjarvalsstöðum

Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum.

Innlent