Reykjavík

Fréttamynd

Biðst af­sökunar á að hafa kallað skemmdar­varginn „fífl“

Kristján Berg, eigandi Fiskikóngsins, hefur beðist afsökunar á að hafa kallað manninn sem braut allar rúður verslunar verslunar Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík á dögunum „fífl“. Hann birtir afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum og í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nú ónefnda ráðherra í ríkisstjórn vera „fífl“.

Innlent
Fréttamynd

Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn

Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar.

Innlent
Fréttamynd

Enginn í 9. bekk skildi setninguna „hjartað dælir blóði“

Eðvarð Hilmarsson, grunnskólakennari og stjórnmálafræðingur, segir meira fjármagn vanta í grunnskólakerfið. Kennarar þurfi auk þess betri viðmið svo að betri yfirsýn fáist á getu nemenda. Allt að 90 prósent nemenda í hverfaskólanum hans eru ekki með íslensku sem móðurmál. Eðvarð vill breyta ýmsu með framboði sínu til formanns Kennarafélags Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Far­sælar for­varnir í þágu barna í Reykja­vík

Forvarnir fyrirbyggja frekari vanda og auka líkurnar á farsælla lífi. Ný aðgerðaáætlun hjá Reykjavíkurborg tekst á við þá áskorun hvernig við getum stuðlað að farsælla lífi með góðum og árangursríkum forvörnum í málefnum barna.

Skoðun
Fréttamynd

Fíknefnaviðskipti beint fyrir framan nef lög­reglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að slysadeild vegna einstaklings sem lét öllum illum látum í gærkvöldi eða nótt. Einstaklingurinn var að sögn lögreglu ölvaður og gerði tilraun til að ráðast á öryggisverði og lögreglu. Hann hefur verið vistaður í fangaklefa þangað til hann verður viðræðuhæfur.

Innlent
Fréttamynd

Stendur þétt við bak Heru

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar segir lífið vera allt annað eftir hnéaðgerð. Áður gat hún ekki gengið á öðru en jafnsléttu. Hún segir fjölskylduna standa þétt að baki systur sinni Heru Björk í Eurovision. Þá hrósar hún minnihlutanum í borgarstjórn og segir samstarfið aldrei hafa gengið betur.

Lífið
Fréttamynd

Breið­holt brennur

Oft eru glæður áður en það verður bál og fólk hristir hausinn yfir því að enginn hafi áttað sig á aðstæðum áður en illa fór. Við höfum samt valið, við getum byggt upp góða framtíð í stað þess að þurfa að deyfa elda.

Skoðun
Fréttamynd

Snorri tekinn í bólinu af Miðflokksmönnum

Snorri Másson fjölmiðlamaður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason mættu í heimsókn til hans á Tómasarhagann í morgun. Þeir sögðust hafa verið í hverfinu og þurft að ræða við Snorra.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er neyddur til að vera með rán­dýra tunnu”

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 

Innlent
Fréttamynd

Arki­tekt dýrasta húss Ís­lands­sögunnar selur í Foss­vogi

Við Giljaland 3 í Fossvogsdal má finna glæsilegt 235 fermetra raðhús sem var byggt árið 1969. Húsið er í eigu Sigurðar Halldórssonar arkitekts, einn af eigendum arkitektastofunnar Glámu-Kím, sem hannaði dýrasta hús Íslandssögunnar sem stendur við Mávanes í Garðabæ, og Elísabetar Konráðsdóttur hjúkrunarfræðings. 

Lífið
Fréttamynd

Val­gerður selur í­búðina í Vestur­bænum

Valgerður Þorsteinsdóttir, tónlistarkona og aðstoðar pródúsent hjá RÚV, hefur sett íbúð sína við Hringbraut í Reykjavík á sölu. Eignin er á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1942. Valgerður festi kaup á eigninni árið 2020 en hyggst nú flytja sig um set.

Lífið
Fréttamynd

Dæmdur fyrir á­rásina í Úlfarsárdal

Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum.

Innlent
Fréttamynd

Skólabrú með garði á þakinu „djörf og fersk“ til­laga

Verðlaun í samkeppni um nýjan samþættan leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð auk nýrrar göngu- og hjólabrúar í Fleyvangi voru veitt í dag. Úti og inni arkitektar í samstarfi við Landform landslagsarkitekta og ONNO hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillöguna Skólabrú. Niðurstaða samkeppninnar verður grunnur að breyttu deiliskipulagi.

Innlent