Reykjavík

Fréttamynd

Brynhildur áfram í Borgó

Brynhildur Guðjónsdóttir hef­ur verið end­ur­ráðin sem leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins frá og með 1. ágúst næstkomandi til 31. júlí árið 2027.

Menning
Fréttamynd

Tónleikum Lewis Capaldi í Höllinni aflýst

Tónleikum Lewis Capaldi 11. ágúst í Laugardalshöllinni hefur verið aflýst. Ástæðan er ákvörðun tónlistamannsins um að aflýsa öllum tónleikum sínum það sem eftir er árs til að hlúa að andlegri heilsu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Hljóp inn í mat­höll með stungu­sár

Karlmaður hljóp særður inn á Pósthús Mathöll við Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Rekstrarstjóri mathallarinnar segir hann hafa verið með stungusár. Starfsfólk hafi byrjað að hlúa að honum eftir að hann kom í andyrið. Fljótlega eftir það hafi viðbragðsaðilar verið mættir á svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Teigunum

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í Teigahverfinu í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kom eldur upp í þaki hússins, enginn sé slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Tónleikar Lewis Capaldi hér á landi enn og aftur í lausu lofti

Það er ekki ljóst hvaða áhrif yfirlýsing Lewis Capaldi um pásu hans frá tónlist hefur á tónleika hans í Laugardalshöll 11. ágúst næstkomandi. Framkvæmdastjóri Senu Live segist ekki hafa heyrt frá teymi Lewis Capaldi og undirbúningur tónleikanna sé í fullum gangi. Í versta falli verði þeim frestað.

Lífið
Fréttamynd

Bí­ræfnir blóma­þjófar í bænum

Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næðis­að­gerðir sveitar­fé­laga fá slæma út­reið

Einungis ellefu prósent telja Reykjavíkurborg hafa staðið sig vel þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis en 63,4 prósent fremur eða mjög illa. Þegar sjónum er beint að öðrum sveitarfélögum segja 9,4 prósent þau hafa staðið sig vel í húsnæðismálum en 45,5 prósent illa.

Innlent
Fréttamynd

Bylgja mann­dráps­mála gengur yfir

Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla skoðar upp­tökur af á­rásinni

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu skoðar nú mynd­bands­upp­tökur skemmti­staðarins þar sem maður lést eftir líkams­á­rás í mið­borg Reykja­víkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn sem lést var frá Litáen

Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að sparka og bíta í lög­reglu­menn

Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Innlent
Fréttamynd

Að sporna gegn lýðræðinu

Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hlutinn gerir starfs­menn að blóra­bögglum

Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. 

Skoðun
Fréttamynd

Vera segir veru Veru vera trygga

Meiri­hluti veitinga­staða í Veru mat­höll í Grósku er nú lokaður. Stefnt er að því að nýir komi þeirra í stað. Fram­kvæmda­stjóri Grósku segir þar breytinga og endur­skipu­lagningu að vænta, mat­höllin muni vera á­fram á sínum stað í húsinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­búar ó­sáttir við grjót­haug á stærð við í­búðar­hús

Í­búar í Selja­hverfi í Reykja­vík eru ó­sáttir við grjót­haug sem safnast hefur upp á horni Álfa­bakka og Ár­skóga í hverfinu vegna fram­kvæmda. For­maður í­búa­ráðs bíður svara frá um­hverfis-og skipu­lags­ráði vegna haugsins en samkvæmt svörum borgarfulltrúa er um að ræða uppgröft sem nýta á í nýjan vetrargarð í Seljahverfi. 

Innlent
Fréttamynd

Vildi vernda starfs­menn fyrir á­rásum Kol­brúnar

For­maður borgar­ráðs segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að vernda starfs­menn borgarinnar á borgar­ráðs­fundi í gær. Odd­viti Flokks fólksins er ó­sáttur við að hafa ekki fengið að leggja fram bókun vegna um­deildra sam­skipta starfs­manna sem odd­vitinn segir ekki spretta upp í tóma­rúmi. 

Innlent
Fréttamynd

Hólmum í tjörninni fjölgar um fjóra

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Reykjavíkurtjarnar. Í breytingunum felst meðal annars bygging fjögurra nýrra hólma. 

Innlent