Vinnumarkaður

Fréttamynd

Vandlæting formanns VR

Fyrir nokkrum kynslóðum þótti það alsiða að uppnefna fólk eða gefa því viðurnefni. Úr mínum heimabæ á Skaganum þekki ég mýmörg dæmi. Tímarnir breytast þó blessunarlega og mennirnir (flestir) með. Þegar ég hugsa til þessara viðurnefna í dag finnst mér þau einstaklega kjánaleg, heimskuleg og ekki síður særandi fyrir þá sem þau þurftu að þola. Það er eitthvað smásálarlegt við þetta, ef svo má að orði komast.

Skoðun
Fréttamynd

SaltPay segir upp starfsfólki

Greiðslufyrirtækið SaltPay, áður Borgun, hefur ráðist í uppsagnir og hyggst fækka starfsfólki sínu umtalsvert hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hafa breytingarnar alls áhrif á um fjórðung starfsliðsins en verður sumum boðið að þiggja önnur störf hjá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna“

„Við erum við krossgötur núna. Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna þegar að okkur er að takast núna á næstu vikum að bólusetja alla viðkvæmu hópana, allar eldri kynslóðirnar og koma framlínufólkinu öllu í bólusetningu. Maí og júní eru eins konar úrslitamánuðir hjá okkur til þess að stórauka bólusetningar með auknum fjölda í hverri viku og þetta breytir auðvitað allri vígstöðu í málum. Að því leytinu til er allt að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Tugir þurfa í sóttkví vegna smitanna í gær

Tugir þurfa að fara í sóttkví í tengslum við þau tvö smit covid-19 sem greindust innanlands í gær. Víðir Reynisson minnir á mikilvægi þess að fólk fari í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum og hvetur atvinnurekendur til að vera duglega til að miðla upplýsingum til erlends starfsfólks um hve auðvelt sé að komast að í sýnatöku.

Innlent
Fréttamynd

„Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“

„Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Lækningaleyfi veitt að loknu sex ára námi

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerðarbreytingu sem kveður á um að læknaleyfi verði veitt að loknu sex ára læknanámi við Háskóla Íslands. Starfsnám sem hefur farið fram á kandídatsári, og verið hluti af grunnnámi lækna hingað til, verður nú hluti af sérnámi.

Innlent
Fréttamynd

Handsöluðu samning um aukið starfsnám

Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman því skyni að efla tækifæri til starfsþjálfunar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ sem segir að um stóreflingu sé að ræða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið

„Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Námsmenn fá launahækkun í sumar

2,4 milljörðum verður veitt til Vinnumálastofnunar í sumar til að skapa störf fyrir námsmenn á milli anna. Störfin eiga að verða 2.500 talsins hjá opinberum stofnunum, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum.

Innlent
Fréttamynd

Nær fjöru­tíu starfs­mönnum sagt upp á Hrafnistu

Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lausnin er úti á landi

Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenska módelið og sam­trygging

Á Evrópuvettvangi er stöðugt fjallað um hvernig styrkja megi stéttarfélög og samtal þeirra við atvinnurekendur annars vegar og stjórnvöld hins vegar. Að evrópskum sið skal koma upp miklum sjóðum til að efla þessi samskipti og regluverk skal fylgja.

Skoðun
Fréttamynd

Breski tón­listar­kennarinn

Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar.

Skoðun
Fréttamynd

Arð­söm verð­mæta­sköpun

Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr tónn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til að auðugir einstaklingar og fyrirtæki sem högnuðust á kórónakreppunni borgi eins konar „samstöðuskatta“.

Skoðun
Fréttamynd

Sókn er besta vörnin

Síðastliðið ár er búið að vera sérkennilegt. Nú þegar glittir í hugsanleg lok heimsfaraldurs – sem þó mun lifa með okkur með einum eða öðrum hætti næstu árin – þarf að huga vel að næstu skrefum í stjórn efnahagsmála og hvernig aðgerðir – eða skortur á þeim – hafa áhrif á lífskjör, atvinnustig, réttindi og réttlæti.

Skoðun
Fréttamynd

Telur sjómenn hlunnfarna um allt að milljarð á síðustu loðnuvertíð

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu tvöfalt meira fyrir loðnu til vinnslu af norskum skipum en íslenskum í síðustu loðnuvertíð. Formaður Sjómannasambandsins telur íslenska sjómenn hafa verið hlunnfarna um allt að milljarð. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sínum sjómönnum hafi verið greitt það sem vantaði upp á þeirra hlut í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fram­halds­skóla­kennarar semja

Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. 

Innlent
Fréttamynd

Páskahret

Við þekkjum öll þá tilfinningu að gleðjast yfir því að loksins sé komið vor, að sjá brumið á trjánum og krókusa sem kíkja upp úr moldinni rétt fyrir páska. Við förum að sofa í góðri trú og vöknum í sólbjörtu húsi, hellum upp á kaffi og setjumst niður til að taka fyrsta sopann þegar ský dregur fyrir sólu og hríðskotahaglél tekur að lemja á gluggana.

Skoðun
Fréttamynd

Veiran og tekju­varnir

Mörgum féll allur ketill í eld þegar kynntar voru hertar sóttvarnaraðgerðir í vikunni. Grunnskólar loka fyrr en áætlað var vegna páska og foreldrar þurfa í stærri stíl að vera heima að gæta barna.

Skoðun