Hælisleitendur

Fréttamynd

Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði

Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Erum að senda Íslending úr landi“

Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra segir biðtímann óboðlegan

Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi.

Innlent
Fréttamynd

„Fráleit hugmynd sem kemur ekki til greina“

Hugmyndin um afmarkað svæði fyrir flóttmenn sem bíða brottvísunar er fráleit og kemur ekki til greina að sögn þingmanns Vinstri grænna. Dómsmálaráðherra vísaði í gær til slíkrar framkvæmdar erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Plássið í plássinu

Hvernig má það vera að á meðan við horfum upp á lítil þorp leggjast í eyði vegna fámennis og fólksflótta standi ráðherrar okkar í pontu erlendis og haldi því fram að við séum ekki í aðstöðu til að taka við fleira fólki? Sérstaklega ekki fólki á hrakhólum vegna grimmdar og harðneskju í eigin heimalandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hælisleitendamál í ólestri

Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­mála­menn með yfir­lýsingar um af­skipta­leysi hafi síst hjálpað

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi.

Innlent