Viðskipti Íslensk skuldabréf erlendis Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:04 Ekki lengur Bolli í 17 Bolli Kristinsson, gjarnan nefndur Bolli í Sautján, hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni NTC sem meðal annars rekur verslanirnar Sautján. Kaupandi er Svava Johansen kaupmaður sem hefur um árabil átt fyrirtækið með Bolla. Lífið 23.10.2005 15:03 Hagnaður Apple fjórfaldast Hagnaður Apple fjórfaldaðist á síðasta ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra en hagnaður fyrirtækisins nam 26 milljörðum íslenskra króna. Ástæða góðs gengis er án efa góð sala á iPodinum svokallaða en fyrirtækið seldi 6,5 milljónir tækja af þessu tagi á tímabilinu. Tekjur Apple voru samt sem áður minni en sérfræðingar á Wall Street höfðu búist við og gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 10% eftir að hagnaðartölur birtust. > Erlent 23.10.2005 18:59 Svafa aðstoðarforstjóri Actavis Svafa Grönfeldt hefur tekið við nýju starfi sem aðstoðarforstjóri Actavis Group eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Svafa hóf störf hjá Actavis árið 2004 sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs en hún mun í nýju starfi samtvinna stefnu og innra skipulag samstæðunnar ásamt því að stýra verkefnum sem lúta að aukinni skilvirkni í rekstri. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:03 Sterkur ríkissjóður í þöndu kerfi "Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2006 er lagt fram með 14,2 milljarða króna tekjuafgangi og felur því í sér áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum og sífellt sterkari stöðu ríkissjóðs. Stefnan í ríkisfjármálum hefu stuðlað að stöðugleika samhliða öflugum hagvexti..." Innlent 23.10.2005 15:01 Vaxtahækkunin ekki góð tíðindi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01 Actavis kaupir ungverskt félag Actavis undirritaði í dag samning um kaup á ungverska lyfjafyrirtækinu Kéri Pharma. Félagið var stofnað árið 1991 og sérhæfir sig í þróun, sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Mið- og Austur-Evrópu. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01 Útflutningsgreinar í uppnámi Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01 Vodafone býður nú Mobile Connect Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Innlent 23.10.2005 15:00 Selja skrifstofur sínar í Evrópu Íslandsferðir, dótturfélag FL Group, hafa selt allar söluskrifstofur sínar á meginlandi Evrópu til svissneska fyrirtækisins IS-Travel. Íslandsferðir skýra söluna með því að verið sé að gera stefnumarkandi breytingu á starfsemi félagsins sem felst í því að fyrirtækið mun hverfa af almennum neytendamarkaði í tilteknum löndum Viðskipti innlent 23.10.2005 15:00 Skoðar ekki hæfi Halldórs Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans. Innlent 23.10.2005 15:00 2 milljarða afgangur á ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. Innlent 23.10.2005 16:58 Lakari afkoma en stefnt var að Afkoma ríkissjóðs á síðasta ári var nær fimm milljörðum króna lakari en stefnt var að. Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi en í fjárlögum var gert ráð fyrir tæplega sjö milljarða króna afgangi. Niðurstaðan er þó hagstæðari en árið 2003 þegar rúmra sex milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs. Innlent 23.10.2005 14:59 Ofnæmislyf á markað í Rússlandi Actavis hefur sett ofnæmislyfið Cetrizine á markað í Rússlandi. Unnið er að skráningu lyfsins á öðrum mörkuðum fyrirtækisins, svo sem í Úkraínu, Moldavíu og í Hvíta-Rússlandi, og er búist við að það verði markaðssett þar í byrjun næsta árs. Jafnframt verður blóðþrýstingslyfið Fosinopril sett á markað í Rússlandi í lok október. Viðskipti innlent 23.10.2005 14:59 Eyrir gerir stórkaup í Marel Eyrir fjárfestingarfélag keypti í gær yfir tólf prósent hlutafjár í hátæknifyrirtækinu Marel fyrir tæpar 2.200 milljónir króna. Bréfin voru að megninu til keypt af Sjóvá-Almennum, sem áttu um tíu prósent í fyrirtækinu, en talið er líklegt að Landsbankinn hafi einnig selt bréf í sinni eigu. Viðskipti innlent 23.10.2005 14:58 Krónan muni ekki brotlenda Greiningardeild Landsbankans spáir áframhaldandi hagvexti og segir að gengi krónunnar lækki mjúklega án brotlendingar. Spá bankans, sem var kynnt á morgunverðarfundi í morgun, er mun bjartsýnni en spá Íslandsbanka. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:48 Avion kaupir fjórar nýjar þotur Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Viðskipti innlent 23.10.2005 14:58 Hyggst segja upp 10 þúsund manns Raftækjarisinn Sony hyggst segja upp tíu þúsund manns á næstu þremur árum. Aðgerðirnar eru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins sem hefur farið halloka á raftækjamarkaði undanfarin árin, en bréf í fyrirtækinu hafa lækkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum og búist er við að tap fyrirtækisins ár árinu muni nema 5,4 milljörðum. Viðskipti erlent 17.10.2005 23:48 Methagnaður hjá sparisjóðum Methagnaður varð á rekstri sparisjóðanna og Sparisjóðabankans á fyrri hluta ársins 2005, en alls nemur hagnaðurinn 4.582 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum ársins er aðeins sex prósentum minni en hann var allt árið 2004 en þá var hann ríflega 4,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:48 Dregur úr verðbólgunni Greiningardeild KB banka spáir því að nokkuð dragi úr verðbólgu í næsta mánuði. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að þá verði hún hálft prósent. Það er minni verðbólga en í sama mánuði í fyrra og gangi spáin eftir þýðir það að verðbólga á ársgrundvelli verði 4,5 prósent en hún er nú 4,8 prósent. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45 Aukning um 2 milljónir fata á dag OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu á fundi sínum í dag að auka framboð á olíu um tvær milljónir fata á dag næstu þrjá mánuðina. Ætlunin er að auka framboð með því að selja hluta af varaforða aðildarríkjanna en ekki með því að auka framleiðslu. Viðskipti erlent 17.10.2005 23:45 Viðskiptaráð Austurlands stofnað Viðskiptaráð Austurlands var stofnað á Austurlandi í dag. Á meðal markmiða ráðsins er að vera málsvari aukins frelsis í viðskiptum og minni ríkisafskiptum og efla tengslanet fyrirtækja sem starfa á Austurlandi við önnur íslensk og erlend fyrirtæki. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:44 Keyptu vatnsveitu Grundarfjarðar Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur gengu í morgun frá kaupum á vatnsveitu Grundarfjarðar og skuldbundu sig á sama tíma til að leggja hitaveitu í bænum. Áætlað er að kostnaður Orkuveitunnar vegna samningsins verði 450 milljónir króna sem fara í að byggja upp hitaveituna. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45 Vísitalan hefur hækkað um 4,5% Vísitala byggingaverðs hækkaði um 0,4 prósent í síðasta mánuði og hefur því hækkað um 4,5 prósent á einu ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 36 prósent en það lækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45 KB gagnrýnir félagsmálaráðherra Heimildir Íbúðalánasjóðs til að lána fjármálastofnunum fé, sem mikið voru ræddar í sumar, hafa nú verið rýmkaðar með nýjum viðauka við reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu. Í hálffimm fréttum KB banka er þessi ákvörðun félagsmálaráðherra gagnrýnd, þar sem áhættu sjóðsins sé þannig stýrt með sértækum reglugerðum félagsmálaráðuneytisins. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45 Verðbólgan lægst á Íslandi Verðbólga er hvergi minni í Evrópu en á Íslandi. Verðbólgan hér mældist 0,4 prósent í ágúst samkvæmt samræmdri vísitölu neyðsluverðs í EES-ríkjunum. Mest er verðbólgan í Lettlandi en verðbólgan er að meðaltali 2,2 prósent í Evrópu. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:43 Kaupa finnskt matvælafyrirtæki Íslenska matvælafyrirtækið Fram Foods hefur keypt finnska matvælafyrirtækið Boyfood sem sérhæfir sig í fullvinnslu og sölu á síld. Það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Finnlandi en Finnar neyta mikillar síldar. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:43 Dregur úr hækkunum á íbúðaverði Dregið hefur úr verðhækkunum á íbúðamarkaði að undanförnu og spáir Greiningardeild Íslandsbanka því nú að íbúðaverð staðni á næsta ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um rúmlega hálft prósent í síðasta mánuði og er það í fyrsta skipti í eitt ár sem íbúðaverð lækkar milli mánaða. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:43 Skortur hreinsunarstöðva skýringin Samtök olíuframleiðsluríkja segja að það sé ekki skortur á olíu sem valdi háu bensínverði heldur skortur á hreinsunarstöðvum. OPEC ríkin eru nú á fundi í Austurríki um hvað þau geti gert til þess að ná eldsneytisverði niður í einhver þolanleg mörk. Viðskipti erlent 17.10.2005 23:43 Íbúðalánasjóður aðal orsakavaldur Seðlabankinn hefur ritað bréf til ríkisstjórnarinnar í tilefni þess að verðbólga fór yfir hin 4% vikmörk verðbólgumarkmiðsins, samkvæmt Hálffimmfréttum KB banka. Þar er Íbúðalánasjóður nefndur sérstaklega sem orsakavald fyrir „óhóflegri aukningu útlána undanfarið ár“ og segir að æskilegt sé að staða sjóðsins sé skýrð sem allra fyrst.</td /></tr /></tbody /></table /> Viðskipti innlent 17.10.2005 23:43 « ‹ 172 173 174 175 176 177 178 179 180 … 223 ›
Íslensk skuldabréf erlendis Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:04
Ekki lengur Bolli í 17 Bolli Kristinsson, gjarnan nefndur Bolli í Sautján, hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni NTC sem meðal annars rekur verslanirnar Sautján. Kaupandi er Svava Johansen kaupmaður sem hefur um árabil átt fyrirtækið með Bolla. Lífið 23.10.2005 15:03
Hagnaður Apple fjórfaldast Hagnaður Apple fjórfaldaðist á síðasta ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra en hagnaður fyrirtækisins nam 26 milljörðum íslenskra króna. Ástæða góðs gengis er án efa góð sala á iPodinum svokallaða en fyrirtækið seldi 6,5 milljónir tækja af þessu tagi á tímabilinu. Tekjur Apple voru samt sem áður minni en sérfræðingar á Wall Street höfðu búist við og gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 10% eftir að hagnaðartölur birtust. > Erlent 23.10.2005 18:59
Svafa aðstoðarforstjóri Actavis Svafa Grönfeldt hefur tekið við nýju starfi sem aðstoðarforstjóri Actavis Group eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Svafa hóf störf hjá Actavis árið 2004 sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs en hún mun í nýju starfi samtvinna stefnu og innra skipulag samstæðunnar ásamt því að stýra verkefnum sem lúta að aukinni skilvirkni í rekstri. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:03
Sterkur ríkissjóður í þöndu kerfi "Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2006 er lagt fram með 14,2 milljarða króna tekjuafgangi og felur því í sér áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum og sífellt sterkari stöðu ríkissjóðs. Stefnan í ríkisfjármálum hefu stuðlað að stöðugleika samhliða öflugum hagvexti..." Innlent 23.10.2005 15:01
Vaxtahækkunin ekki góð tíðindi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01
Actavis kaupir ungverskt félag Actavis undirritaði í dag samning um kaup á ungverska lyfjafyrirtækinu Kéri Pharma. Félagið var stofnað árið 1991 og sérhæfir sig í þróun, sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Mið- og Austur-Evrópu. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01
Útflutningsgreinar í uppnámi Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01
Vodafone býður nú Mobile Connect Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Innlent 23.10.2005 15:00
Selja skrifstofur sínar í Evrópu Íslandsferðir, dótturfélag FL Group, hafa selt allar söluskrifstofur sínar á meginlandi Evrópu til svissneska fyrirtækisins IS-Travel. Íslandsferðir skýra söluna með því að verið sé að gera stefnumarkandi breytingu á starfsemi félagsins sem felst í því að fyrirtækið mun hverfa af almennum neytendamarkaði í tilteknum löndum Viðskipti innlent 23.10.2005 15:00
Skoðar ekki hæfi Halldórs Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans. Innlent 23.10.2005 15:00
2 milljarða afgangur á ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. Innlent 23.10.2005 16:58
Lakari afkoma en stefnt var að Afkoma ríkissjóðs á síðasta ári var nær fimm milljörðum króna lakari en stefnt var að. Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi en í fjárlögum var gert ráð fyrir tæplega sjö milljarða króna afgangi. Niðurstaðan er þó hagstæðari en árið 2003 þegar rúmra sex milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs. Innlent 23.10.2005 14:59
Ofnæmislyf á markað í Rússlandi Actavis hefur sett ofnæmislyfið Cetrizine á markað í Rússlandi. Unnið er að skráningu lyfsins á öðrum mörkuðum fyrirtækisins, svo sem í Úkraínu, Moldavíu og í Hvíta-Rússlandi, og er búist við að það verði markaðssett þar í byrjun næsta árs. Jafnframt verður blóðþrýstingslyfið Fosinopril sett á markað í Rússlandi í lok október. Viðskipti innlent 23.10.2005 14:59
Eyrir gerir stórkaup í Marel Eyrir fjárfestingarfélag keypti í gær yfir tólf prósent hlutafjár í hátæknifyrirtækinu Marel fyrir tæpar 2.200 milljónir króna. Bréfin voru að megninu til keypt af Sjóvá-Almennum, sem áttu um tíu prósent í fyrirtækinu, en talið er líklegt að Landsbankinn hafi einnig selt bréf í sinni eigu. Viðskipti innlent 23.10.2005 14:58
Krónan muni ekki brotlenda Greiningardeild Landsbankans spáir áframhaldandi hagvexti og segir að gengi krónunnar lækki mjúklega án brotlendingar. Spá bankans, sem var kynnt á morgunverðarfundi í morgun, er mun bjartsýnni en spá Íslandsbanka. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:48
Avion kaupir fjórar nýjar þotur Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Viðskipti innlent 23.10.2005 14:58
Hyggst segja upp 10 þúsund manns Raftækjarisinn Sony hyggst segja upp tíu þúsund manns á næstu þremur árum. Aðgerðirnar eru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins sem hefur farið halloka á raftækjamarkaði undanfarin árin, en bréf í fyrirtækinu hafa lækkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum og búist er við að tap fyrirtækisins ár árinu muni nema 5,4 milljörðum. Viðskipti erlent 17.10.2005 23:48
Methagnaður hjá sparisjóðum Methagnaður varð á rekstri sparisjóðanna og Sparisjóðabankans á fyrri hluta ársins 2005, en alls nemur hagnaðurinn 4.582 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum ársins er aðeins sex prósentum minni en hann var allt árið 2004 en þá var hann ríflega 4,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:48
Dregur úr verðbólgunni Greiningardeild KB banka spáir því að nokkuð dragi úr verðbólgu í næsta mánuði. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að þá verði hún hálft prósent. Það er minni verðbólga en í sama mánuði í fyrra og gangi spáin eftir þýðir það að verðbólga á ársgrundvelli verði 4,5 prósent en hún er nú 4,8 prósent. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45
Aukning um 2 milljónir fata á dag OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu á fundi sínum í dag að auka framboð á olíu um tvær milljónir fata á dag næstu þrjá mánuðina. Ætlunin er að auka framboð með því að selja hluta af varaforða aðildarríkjanna en ekki með því að auka framleiðslu. Viðskipti erlent 17.10.2005 23:45
Viðskiptaráð Austurlands stofnað Viðskiptaráð Austurlands var stofnað á Austurlandi í dag. Á meðal markmiða ráðsins er að vera málsvari aukins frelsis í viðskiptum og minni ríkisafskiptum og efla tengslanet fyrirtækja sem starfa á Austurlandi við önnur íslensk og erlend fyrirtæki. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:44
Keyptu vatnsveitu Grundarfjarðar Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur gengu í morgun frá kaupum á vatnsveitu Grundarfjarðar og skuldbundu sig á sama tíma til að leggja hitaveitu í bænum. Áætlað er að kostnaður Orkuveitunnar vegna samningsins verði 450 milljónir króna sem fara í að byggja upp hitaveituna. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45
Vísitalan hefur hækkað um 4,5% Vísitala byggingaverðs hækkaði um 0,4 prósent í síðasta mánuði og hefur því hækkað um 4,5 prósent á einu ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 36 prósent en það lækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45
KB gagnrýnir félagsmálaráðherra Heimildir Íbúðalánasjóðs til að lána fjármálastofnunum fé, sem mikið voru ræddar í sumar, hafa nú verið rýmkaðar með nýjum viðauka við reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu. Í hálffimm fréttum KB banka er þessi ákvörðun félagsmálaráðherra gagnrýnd, þar sem áhættu sjóðsins sé þannig stýrt með sértækum reglugerðum félagsmálaráðuneytisins. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45
Verðbólgan lægst á Íslandi Verðbólga er hvergi minni í Evrópu en á Íslandi. Verðbólgan hér mældist 0,4 prósent í ágúst samkvæmt samræmdri vísitölu neyðsluverðs í EES-ríkjunum. Mest er verðbólgan í Lettlandi en verðbólgan er að meðaltali 2,2 prósent í Evrópu. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:43
Kaupa finnskt matvælafyrirtæki Íslenska matvælafyrirtækið Fram Foods hefur keypt finnska matvælafyrirtækið Boyfood sem sérhæfir sig í fullvinnslu og sölu á síld. Það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Finnlandi en Finnar neyta mikillar síldar. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:43
Dregur úr hækkunum á íbúðaverði Dregið hefur úr verðhækkunum á íbúðamarkaði að undanförnu og spáir Greiningardeild Íslandsbanka því nú að íbúðaverð staðni á næsta ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um rúmlega hálft prósent í síðasta mánuði og er það í fyrsta skipti í eitt ár sem íbúðaverð lækkar milli mánaða. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:43
Skortur hreinsunarstöðva skýringin Samtök olíuframleiðsluríkja segja að það sé ekki skortur á olíu sem valdi háu bensínverði heldur skortur á hreinsunarstöðvum. OPEC ríkin eru nú á fundi í Austurríki um hvað þau geti gert til þess að ná eldsneytisverði niður í einhver þolanleg mörk. Viðskipti erlent 17.10.2005 23:43
Íbúðalánasjóður aðal orsakavaldur Seðlabankinn hefur ritað bréf til ríkisstjórnarinnar í tilefni þess að verðbólga fór yfir hin 4% vikmörk verðbólgumarkmiðsins, samkvæmt Hálffimmfréttum KB banka. Þar er Íbúðalánasjóður nefndur sérstaklega sem orsakavald fyrir „óhóflegri aukningu útlána undanfarið ár“ og segir að æskilegt sé að staða sjóðsins sé skýrð sem allra fyrst.</td /></tr /></tbody /></table /> Viðskipti innlent 17.10.2005 23:43