Viðskipti

Fréttamynd

Bréf í deCode hækkandi

Gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar hafa hækkað úr 5,5 dollurum á hlut í byrjun apríl upp í rúma tíu dollara, sem er hátt í tvöföldun. Þau hafa reyndar áður komist í tíu dollara og þar yfir, og enn er langt í að þau nái því hámarki sem þau komust í á gráa markaðnum hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfestar draga sig í hlé

Af þeim tólf fjárfestahópum, sem hugðu á kaup á Símanum, eru sex sagðir hafa heltst úr lestinni. Einkavæðingarnefnd fékk upplýsingar um endanlega samsetningu hópanna í dag, en mun sitja á þeim þar til tilboðin verða opnuð í lok þessa mánaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti

Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

500 milljarða fyrirtækjakaup

Á síðustu átján mánuðum hafa Íslendingar keypt stærri fyrirtæki erlendis fyrir um 450 milljarða og gera má ráð fyrir því að erlend fyrirtækjakaup nemi mun hærri upphæð ef óskráð fyrirtæki eru talin með. Þetta kemur fram í úttekt Markaðarins á erlendum fyrirtækjakaupum sem fylgir Fréttablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

800 milljóna lækkun á veltu

Þrátt fyrir að vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að hækka þá er farið að draga úr veltunni og kaupsamningum fer fækkandi. Veltan í nýliðinni viku var liðlega 4,2 milljarðar króna og hefur því lækkað um 300 milljónir síðan í apríl og um 800 milljónir síðan í desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

2,9% hagvöxtur á fyrsta fjórðungi

Hagvöxtur mældist 2,9% að raunvirði á fyrsta fjórðungi ársins að því er fram kemur í hálffimm fréttum KB banka. Bankinn segir minni vöxt landsframleiðslu ekki hægt að rekja til minni eftirspurnar því þjóðarútgjöld uxu alls um 11% að raunvirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grípur ekki til aðgerða

Fjármálaeftirlitið ætlar ekki að grípa til aðgerða vegna sölu Íslandsbanka á tæplega 67 prósenta hlut í Sjóvá til eins af stjórnarmönnum bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lána einungis fyrir brunabótamati

Nú er orðið mun erfiðara að kaupa gamlar íbúðir en verið hefur þar sem bankarnir eru almennt hættir að lána nema sem nemur brunabótamati. Það getur hins vegar verið svo langt undir markaðsverði að bilið getur orðið óbrúanlegt fyrir kaupandann. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin stórviðskipti í hálft ár

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times í gær að kaup á stórum breskum verslunarkeðjum verði látin bíða meðan nafn hans verði hreinsað. Hann muni þó áfram standa að minni kaupum sem ekki veki jafnmikla athygli og segist til að mynda vera að skoða tískuvöruverslunina Jane Norman um þessar mundir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Versta vikan í viðskiptum

Jón Ásgeir Jóhannesson segir efnislega í Sunday Times í dag að síðasta vika hafi verið ein sú versta í hans viðskiptalífi og hann hyggist ekki standa í stórviðskiptum fyrr en sakleysi hans sé sannað.

Innlent
Fréttamynd

Baugur úr samningaviðræðunum

Baugur hefur dregið sig úr samstarfi um mögulega yfirtöku á bresku verslanakeðjunni Somerfield. Í tilkynningu frá félaginu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í þágu fyrirtækjahópsins, aðila hans og hluthafa í Somerfield í kjölfar þess að ákærur voru birtar forstjóra Baugs og fimm öðrum einstaklingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur hættir við

Baugur er hættur þátttöku í fyrirtækjahópi sem vinnur að kaupum á bresku verslunarkeðjunni Somerfield. Í tilkynningu frá félaginu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í þágu samstarfsaðilanna í kjölfar þess að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og fimm öðrum einstaklingum voru birtar ákærur í Baugsmálinu svokallaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur dregur sig út úr viðræðum

Samkvæmt áræðanlegum heimildum liggur ljóst fyrir að Baugur mun draga sig út úr samningaviðræðumum kaupin á Sommerfield. Ástæðan er ákæran á hendur Jóni Ásgeiri forstjóra og fimm öðrum. Baugur mun að öllum líkindum senda frá sér tilkynningu um málið nú í kvöld eða fyrramálið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðalánsjóður - nýr ríkisbanki?

Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, segir að alþjóðastofnanir hljóti að spyrja sig af hverju ríkisstofnun sé að fjármagna útlán hjá viðskiptabönkunum. Hann bendir jafnframt á að stjórnvöld beri ábyrgð á því ef Íbúðalánasjóður er að fjármagna neyslulán. Samtök atvinnulífsins telja að kominn sé fram á sjónarsviðið nýr ríkisbanki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirtökuskylda könnuð

Yfirtökunefnd hefur ákveðið að skoða hvort yfirtökuskylda hafi skapast í FL Group í kjölfar viðskipta með hlutabréf í félaginu í síðustu viku. Þrír hluthafar í félaginu ráða nú yfir rúmlega 65 prósenta hlut í því.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óljóst hvenær ákærur verða birtar

Óljóst er hvenær ákærurnar yfir Baugsmönnum verða birtar. Dagblöð í Englandi hafa haldið því fram að ákærurnar verði birtar fyrir helgina en í samtali við Fréttastofu nú rétt fyrir fréttir sagði Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar stjórnarformanns Baugs Group að það væri ekki ljóst hvenær það yrði gert.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Novator fjárfestir í Finnlandi

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar verður stærsti hluthafi í Elisa, sem er næststærsta símafyrirtæki Finnlands. Novator hefur undanfarið fjárfest í símafyrirtækinu Saunalahti sem verður sameinað símafyrirtækinu Elisu. Markaðsverðmæti hins sameinaða félags verður um 165 milljarðar íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréfamarkaðurinn lækkaði

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði í dag í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bretlandi. Úrvalsvísitalan lækkaði mest um 2% innan dags en endaði daginn í 4154,18 stigum sem er 0,8% lækkun. Flest félög innan Úrvalsvísitölunnar lækkuðu mikið í kjölfar ódæðanna í morgun og lækkuðu mörg þeirra um 2-3% en lækkanirnar hafa svo að hluta til gengið til baka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærstur í finnsku símafyrirtæki

Finnska símafyrirtækið Elisa Oyj vill sameinast Saunalahti Group Oyj, sem félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á stóran hlut í. Hefur félagið gert hluthöfum Saunalahti tilboð um að þeir fái einn hlut í Elisa fyrir 5,6 hluti í sínu félagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á að Baugur dragi sig út

Breska blaðið <em>The Guardian</em> segir í morgun að líkur séu á að Baugur dragi sig út úr tilboðshópnum í verslanakeðjuna Somerfield í dag. Aðrir í hópnum hafi þrýst á Baug að draga sig út allt frá því að Ríkislögreglustjóri ákærði Jón Ásgeir Jóhannesson og fimm aðra fyrir lögbrot í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupir 10% í norskum banka

Íslandsbanki hefur keypt tæplega tíu prósenta eignarhlut í Bank2 sem er nýstofnaður viðskiptabanki í Noregi. Bank2 mun sérhæfa sig í endurfjármögnun á skuldum einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru í tímabundnum greiðsluerfiðleikum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundrað milljóna fjárdráttur

Ákæra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, varðar meðal annars tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Frá þessu er greint í breska blaðinu <em>Guardian</em> í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa meirihluta í ilmvatnssala

 L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón Á. ákærður fyrir fjárdrátt?

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Methækkun á úrvalsvísitölunni

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 23 prósent fyrstu sex mánuði ársins sem er methækkun miðað við nágrannalöndin og á sama tímabili hefur heimsvísitalan lækkað. Annars skera Norðurlöndin sig úr varðandi hækkun því hún nam 20 prósentum í Danmörku, rúmlega 16 prósentum í Noregi og Finnlandi og tæpum 11 prósentum í Svíþjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt blóðþrýstingslyf á markað

Actavis hefur sett nýtt samheitalyf á markað í Hollandi, Bretlandi og Svíþjóð samhliða því að einkaleyfi á lyfinu hefur runnið út. Lyfið sem um ræðir er blóðþrýstingslyfið Fosinopril sem framleitt er í tveimur styrkleikum í töfluformi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum

Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst með kaup á Somerfield

Í breskum fjölmiðlum í gær var sagt frá því að Baugur hafi boðist til að draga sig út úr viðræðum um kaup á bresku verslanakeðjunni Somerfield í kjölfarið á kæru Ríkislögreglustjóra. Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs segir þetta rangt.

Viðskipti innlent