Viðskipti

Fréttamynd

Seðlabanki Kanada lækkar stýrivexti

Kanadíski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti um 25 punkta í 4,25 prósent vegna óvissuástands í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun bankans í fjögur og hálft ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi FL Group hefur fallið um tæp 6%

Gengi hlutabréfa í FL Group stendur nú í 19,5 og hefur því lækkað um 5,98 prósent í morgun. Lægst fór það hins vegar í 19,3 krónur í síðustu viku. Verðmæti félagsins er nú 183,9 milljarðar, var í morgun 194.1 milljarðar og hefur því rýrnað um 10,2 milljarða frá því í morgun. Gengi fjárfestingafyrirtækja og banka hefur lækkað í dag að SPRON, Glitni og Eik banka undanskildum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutafjárútboði Marel lokið

Lokuðu útboði Marel Food Systems á nýjum hlutum lauk á föstudag en nýir hlutir svara til tæplega átta prósenta heildarhlutafjár Marel. Lífeyrissjóðir tryggðu sér tvo þriðju hluta af nýja hlutafénu og afgangurinn féll öðrum fjárfestum í skaut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tölvuleikjarisar sameinast

Hugbúnaðarfyrirtækin Activision og Blizzard, sem framleiða nokkra af þekktustu tölvu- og netleikjum heims, hafa ákveðið að sameinast undir einu þaki og nýju sameinuðu nafni, Activision Blizzard. Breska ríkisútvarpið segir samrunann geta hrist upp leikjatölvubransanum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

SPRON og Exista ruku upp

Gengi bréfa í SPRON hækkaði um rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag og fór í 11,44 krónur á hlut eftir að hafa staðið nærri 10 krónum fyrr í vikunni, sem er lægsta gengi félagsins síðan það var skráð á markað í október. Gengið er engu að síður rúmum fimmtíu prósentum undir upphafsgengi sínu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverðið undir 90 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 90 dali á tunnu í dag eftir að viðgerð heppnaðist á olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. Þá spilar inn í að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, er talin ætla að auka olíuframleiðslu umtalsvert í næstu viku auk þess sem reiknað er með því að hátt olíuverð muni draga mjög úr eftirspurn, ekki síst eftir eldsneyti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Exista og Föroya Bank hækka um 3%

Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hefur hækkað nokkuð við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór Úrvalsvísitalan yfir 7.000 stigin á ný . Bréf í Föroya banka og Existu hafa hækkað mest, eða um þrjú prósent. SPRON, Icelandair, Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing fylgja á eftir en gengi þeirra hefur hækkað á bilinu 1,5 til 2,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group rauk upp í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um tæp fjögur prósent í Kauphöllinni í dag í kjölfar talsverðrar lækkunar upp á síðkastið. Gengi flestra fyrirtækja hækkaði. Á sama tíma lækkaði gengi allra færeysku félaganna auk þess sem gengi 365 og Marels lækkaði í dag. Mest var lækkunin á gengi Föroya banka sem fór niður um 2,91 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri E-Trade hættur

Mitchell H. Caplan, forstjóri fjármála- og verðbréfafyrirtækisins E-Trade, sagði upp störfum í dag og tekur uppsögnin þegar gildi. Fyrirtækið hefur átt í gríðarlegum vanda en það þurfti líkt og fleiri bandarískar fjármálastofnanir að afskrifa 197 milljónir dala, jafnvirði rúmra 12 milljarða króna, vegna bókfærðs taps á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið tryggði sér 2,4 milljarða dala fjármögnun í dag til að bæta eiginfjárstöðuna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eldur veldur hækkun olíuverðs

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um 1,65 prósent á fjármálamarkaði í dag eftir að eldur kviknaði í olíuleiðslu frá Kanada til Minnesota í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að skrúfað var fyrir olíuflutning um hana. Um fjórðungur af olíuinnflutningi Bandaríkjanna kemur um leiðsluna en reiknað er með að óhappið setji skarð í olíubirgðir Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Atlantic Airways einkavætt

Búið er að selja 33 prósenta hlut í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til fjárfesta í almennu hlutafjárútboði. Kaupverð nemur 89,1 milljón danskra króna, jafnvirði 1,1 milljarði íslenskra króna. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfum í félaginu og var bréfunum því deilt niður á þá sem skráðu sig fyrir kaupum á þeim, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í janúar, lækkaði í dag um 70 sent, eða 0,7 prósent, á fjármálamörkuðum í New York í Bandaríkjunum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem verðið lækkar sökum fyrirætlana OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, að auka olíuframleiðslu um 22 prósent í jólamánuðinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Marel hækkar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um rétt rúmt prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en fyrirtækið tilkynnti í morgun að það hefði náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Candover þess efnis að Marel eignist matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamstæðunnar Stork. Eignarhaldsfélagið LME, sem Marel á fimmtungshlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, á um 43 prósent í Stork-samstæðunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Freddie Mac bætir eiginfjárstöðuna

Bandaríska veðlánafyrirtækið Freddie Mac, eitt stærsta fyrirtæki í þessum geira í vesturheimi, ætlar að gefa út nýtt hlutafé fyrir sex milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 379 milljarða íslenskra króna. Gjörningurinn er til þess fallinn að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins í skugga rúmlega eins milljarða dala útlánataps og afskrifta á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Talsverð hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Talsverð hækkun varð almennt á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurrar lækkunar í gær. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag voru fréttir þess efnis að Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefði selt fjárfestingasjóði í Abu Dhabí jafnvirði 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eiginfjárstöðuna eftir gríðarlegt tap og afskriftir, sem að mestu eru tilkomnar vegna vanskila á fasteignalánum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fall hjá FL Group

Gengi hlutabréfa í FL Group féll um rúm sex prósent þegar verst lét í Kauphöllinni í dag og fór gengið í 19,4 krónur á hlut. Það jafnaði sig lítillega þegar nær dró enda viðskiptadagsins og endaði það í 19,65 krónum. Þetta er mesta lækkunin í Kauphöllinni í dag en á eftir fylgdu önnur fjármálafyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dregur úr væntingum vestanhafs

Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni

Gengi fjármálafyrirtækja var að mestu uppávið í Kauphöll Íslands í dag eftir næsta viðvarandi skell í síðustu viku. Gengi bréfa í hinum færeyska Föroya banka hækkaði mest, eða um 4,5 prósent. Á eftir fylgdu Icelandair og Eimskipafélagið. Á eftir þeim fylgdu bankar og fjármálafyrirtæki en gengi þeirra hækkað um tæp eitt til rúmra 2,4 prósenta. Gengi Eik banka lækkaði hins vegar mest í dag, eða um rúm 1,8 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur á erlendum mörkuðum

Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minni hagvöxtur í Bretlandi

Hagvöxtur í Bretlandi nam 0,7 prósentum á þriðja ársfjórðungi og mælist 3,2 prósent á ársgrundvelli. Það er 0,1 prósentustigi undir væntingum markaðsaðila Bloomberg.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Miklar sveiflur í Kauphöllinni

Talsverðar hreyfingar voru á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag, ekki síst á fjármálafyrirtækjum og bönkum. Gengi hins færeyska Eikarbanka hækkaði um 3,8 prósent á meðan gengi 365 féll um 4,67 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista leiðir hækkun í dag

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Kauphöllinni í dag. Exista leiðir hækkunina en gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um 2,9 prósent. Bréfin féllu hins vegar um 5,8 prósent í gær. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 25,28 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veikur dollar skaðar Airbus

Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Exista féll í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Exista féll um tæp 5,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag og hefur markaðsvirði fyrirtækisins ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar. Markaðsvirði einungis þriggja fyrirtækja jókst á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Danir kjósa um evruna

Danir munu kjósa á næstunni um það hvort þeir ætli að kasta dönsku krónunni fyrir róða og taka upp evru, gjaldmiðil evrusvæðisins. Þetta sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á fundi fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Evrópskir markaðir á uppleið

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan á opnu alþjóðahafi

„Við erum úti á alþjóðlegum ólgusjó,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, um flökt á gengi íslensku krónunnar síðastliðna tvo daga en hún veiktist um rúm 1,25 prósent í gær. Flökt hefur verið á öðrum hávaxtamyntum.

Viðskipti innlent