Erlendar

Fréttamynd

Federer hóf titilvörnina á auðveldum sigri

Roger Federer fór auðveldlega í gegnum fyrsta leik sinn á opna franska meistaramótinu í tennis en hann á titil að verja í mótinu. Federer lagði Ástralann Peter Luczak í þremur settum, 6-4, 6-1 og 6-2.

Sport
Fréttamynd

Ásdís Hjálmsdóttir í beinni á SVT 2 á Digital Ísland

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir verður meðal keppenda á fyrsta mótinu í Demantamótaröðinni sem fram fer í Katar í dag. Ásdís hefur keppni klukkan 16.40 og það er hægt að sjá beina útsendingu frá mótinu á SVT 2 sem næst á stöð 73 á Digital Íslandi.

Sport
Fréttamynd

Taylor handtekinn vegna nauðgunar

NFL-goðsögnin Lawrence Taylor var handtekinn snemma í morgun vegna nauðgunarákæru en hann er kærður fyrir að nauðga konu á hóteli í New York.

Sport
Fréttamynd

Skandall skekur snókerheiminn

Heimsmeistarinn í snóker er ásakaður um að taka við mútum í skiptum fyrir að tapa ákveðnum römmum í ákveðnum fjórum leikjum seinna á árinu. Sá heitir John Higgins.

Sport
Fréttamynd

Aðgerð eða skórnir á hilluna

Enn eina ferðina veit Brett Favre ekkert hvað hann á að gera í framtíðinni. Þessi fertugi leikstjórnandi Minnesota Vikings liggur enn undir feldi en ætlar þó að skríða undan honum fljótlega.

Sport
Fréttamynd

Juan Antonio Samaranch er allur 89 ára gamall

Juan Antonio Samaranch, fyrrverandi forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og sérstakur heiðursforseti Ólympíuhreyfingarinnar, lést í dag á spítala í Barelona. Banameinið var hjartaáfall. Hann var 89 ára gamall.

Sport
Fréttamynd

Gríðarlegt lyfjaeftirlit á ÓL í London 2012

Fleiri lyfjapróf verða tekin á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en voru tekin á ÓL í Peking árið 2008. Alls verða tekin í kringum 5.000 lyfjapróf í London en það er 10 prósent meira en í Peking.

Sport
Fréttamynd

Navratilova með brjóstakrabbamein

Tennisgoðsögnin Martina Navratilova greindi frá því í dag að hún væri með brjóstakrabbamein. Þrátt fyrir það býst hún við því að ná fullum bata.

Sport
Fréttamynd

NFL breytir reglum um framlengingu

Eigendur liða í NFL-deildinni samþykktu með miklum meirihluta að breyta reglum framlengingar í úrslitakeppninni. Framlenging verður með sama sniði og áður í deildarkeppninni. Það lið sem skorar fyrst, það vinnur.

Sport
Fréttamynd

Kona stýrir karlaliði í amerískum fótbolta

Menntaskóli í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, hefur ákveðið að ráða konu sem aðalþjálfara karlaliðs skólans í amerískum fótbolta. Það þykja stórtíðindi í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Big Ben sakaður um nauðgun

Tvítug kona hefur sakað Ben Roethlisberger, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, um að hafa nauðgað sér á skemmtistað í gær.

Sport
Fréttamynd

Adriano: Ég er tilbúinn fyrir endurkomu til Evrópu

Brasilíski framherjinn Adriano hefur gefið út að hann geti nú vel hugsað sér að snúa aftur til Evrópu eftir að hafa hlaðið batteríin á meðan á dvöl hans hjá Flamengo stendur en samningur hans við brasilíska félagið rennur út næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Trúðalegar krullubuxur Noregs vekja athygli

Norska landsliðið í krullu vekur mikla athygli á Ólympíuleikunum í Vancouver. Það er þó ekki helst fyrir að vera hörkugott lið heldur eru landsliðsbuxur Noregs ansi skrautlegar.

Sport