
Menningarnótt

Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar.

Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki
Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana.

Ölvuð börn verða færð í athvarf í kvöld
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt. Hún mun færa börn yngri en sextán ára í athvarf fyrir ungmenni verði þau úti eftir lögboðinn útivistartíma. Þá verða ölvuð börn undir átján ára einnig flutt í sama athvarf.

Tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum
Tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Sýnt verður frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísi.

Mikil spenna og eftirvænting vegna Menningarnætur
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í dag í fyrsta skipti síðan 2019 og er margt um að vera í bænum. Bylgjutónleikar verða í Hljómskálagarði, Matarbílar götubita við Miðbakka og allskonar listgjörningar um allan bæ. Ætla má að mikill fjöldi leggi leið sína í bæinn í dag.

Litlu munaði að Arnar og Silviu yrðu hnífjafnir í Reykjavíkurmaraþoninu
Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson og Silviu Stoica voru hnífjafnir í maraþonhlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í morgun. Arnar kláraði á tímanum 2:35:18 og Silviu á 2:35:37 en við fyrstu mælingar var útlit fyrir að þeir hafi klárað á nákvæmlega sömu sekúndunni.

Miðborginni breytt í allsherjargöngugötu
Í tilefni Menningarnætur verður miðborg Reykjavíkur breytt í allsherjargöngugötu og lokað alfarið fyrir almennri bílaumferð í dag. Frítt verður í Strætó í allan dag.

Menningarnæturtónleikar X977 snúa aftur en nú á nýjum stað
Sögulegir Menningarnæturtónleikar X977 í Portinu á Bar 11 snúa nú aftur í ár í nýju porti, Kolaportinu.

„Sumt er á yfirborðinu, annað lendir undir“
Listakonan Sandra H. Andersen sækir innblástur í áhugaverðar konur í listsköpun sinni en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár, fyrst í Los Angeles og svo í New York þar sem hún býr í dag. Sandra stendur fyrir sýningunni Lag eftir lag sem er einungis opin á morgun, Menningarnótt, en blaðamaður heyrði í henni og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.

Tónlistarveisla Bylgjunnar á Menningarnótt sýnd í beinni útsendingu
Tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Sýnt verður frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir.

Ríflega átta þúsund hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni
Að minnsta kosti 8.200 munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt á morgun. 88 milljónir hafa safnast í formi áheita og munu renna til hinna ýmsu góðgerðarfélaga.

Allt sem þú þarft að vita um veisluna á Menningarnótt
Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður haldin hátíðleg á morgun, þann 20. ágúst eftir langa bið og er dagskráin troðfull að vanda. Vísir setti saman stutt yfirlit með helstu upplýsingum og skemmtilegum viðburðum fyrir þau sem ætla að gera sér ferð í bæinn á þessum hátíðisdegi.

„Minnir mann á hvað þetta snýst allt um“
Fjöldin allur af fjölbreyttu fólki í ólíku formi kemur saman á laugardaginn og hleypur til styrktar mikilvægra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum hlaupurum sem eru þekktir einstaklingar í samfélaginu. Þau fara ólíkar vegalengdir fyrir ólíkan málstað en eru sammála um samheldnina, fegurðina og gleðina sem einkennir þessa morgunstund á Menningarnótt.

Hleypur berfættur í sínu fyrsta maraþoni
Hjörtur Sigurðsson stefnir á að hlaupa sitt fyrsta maraþonhlaup á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þó flestir séu sammála um mikilvægi þess að vera vel skóaður þegar hlaupið er maraþon, þá ætlar Hjörtur að gera það berfættur.

Von á ágætisveðri á Menningarnótt
Veðurspáin lítur ágætlega út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Engin úrkoma er í kortunum og nokkuð bjart og fínt veður verður framan af degi.

Þétt dagskrá á langþráðri Menningarnótt í Reykjavík
Menningarnótt verður loksins haldin á ný þann 20. ágúst næstkomandi. Blaðamannafundur fór fram í dag þar sem dagskráin var kynnt ásamt ýmsum skemmtiatriðum. Vísir sýndi frá fundinum í beinni útsendingu.

„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“
Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september.

Menningarnótt aflýst
Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst.

Menningarnótt 21. ágúst nema faraldurinn setji aftur strik í reikninginn
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að halda Menningarnótt þann 21. ágúst. Lagt er upp með að hátíðin verði með sama hætti og fyrri ár með fyrirvara um breytingar vegna sóttvarna. Verkefnastjóri Menningarnætur býst við að allt að þúsund viðburðir verði í boði.

Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála
Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir.

Margir hlupu til góðs í dag eða nutu viðburða
Þrátt fyrir að menningarnótt hafi verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins mættu margir í miðbæ Reykjavíkur í dag og nutu viðburða. Þá voru margir sem hlupu til góð í dag.

„Lesið ljóð, bók eða raulið lítinn lagstúf“
Tæplega 2400 hlauparar höfðu safnað ríflega 60 milljónum um klukkan tvö í dag í hlaupaátaki Íslandsbanka. Verkefnastjóri menningarnætur hvetur fólk til að gera eitthvað menningartengt í dag til að þrátt fyrir að hátíðin hafi verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins.

Menningarnótt aflýst
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í morgun að aflýsa Menningarnótt vegna kórónuveirufaraldursins.

Menningarnótt verður að tíu daga hátíð
Menningarnótt í Reyjavík mun dreifast yfir tíu daga í ár og fara fram dagana 13. til 23. ágúst.

Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi
Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd.

Kom ekki annað til greina en að vera nítján ára í eitt ár í viðbót
Framtíð hátíðahalda í sumar er nú í uppnámi eftir að sóttvarnalæknir lagði það til við heilbrigðisráðherra að fjöldasamkomur verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst.

Hljóp heilt maraþon í Levi's 501 gallabuxum
Þegar Gunnar Hrafn Hall kom í mark í Reykjavíkurmaraþoninu um síðustu helgi var hann að efna ársgamalt loforð sem hann gaf á Facebook. Gunnar, sem er verkfræðingur hjá Icelandair, hljóp heilt maraþon til styrktar ADHD-samtökunum, klæddur í gallabuxur.

Herra Hnetusmjör þakkaði Nýdönsk fyrir að hita upp fyrir sig
Rapparinn Herra Hnetusmjör sló botninn í Garðpartý Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt.

Bubbi lék á als oddi í Garðpartýi Bylgjunnar
Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Bubbi Morthens.

Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“
Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður.