Erlent Stjórnarherinn á Sri Lanka ræðst gegn tamíltígrum Stjórnarherinn í Sri Lanka sagði í morgun að þeir hefðu skotið 23 tamíltígra til bana í átökum á austurhluta eyjunnar í nótt. Stjórnarherinn gerði þá árásir á fjórar búðir uppreisnarmanna og náði stjórn á þeim öllum. Talsmenn tamíltígra hafa enn ekki gefið frá sér yfirlýsingu. Talið er að tamíltígrar hafi staðið á bak við árás á almennningsvagn á sama svæði í gær en í henni létu 16 óbreyttir borgarar lífið, mestmegnis konur og börn. Erlent 3.4.2007 07:29 Verkfall hjá Airbus í Frakklandi Verkfall er hafið í Airbus verksmiðjum í Frakklandi. Verkfallið hófst klukkan sjö í morgun og stendur í fjórar klukkustundir. Stéttarfélög starfsmanna boðuðu til verkfallsins. Ástæðan er andstaða við breytingar á rekstrarfyrirkomulagi fyrirtækisins en samkvæmt þeim missa 4.300 starfsmenn Airbus í Frakklandi vinnu sína. Erlent 3.4.2007 07:16 Yushchenko boðar til kosninga Forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko, leysti upp þingið í landinu og boðaði til kosninga með því að birta tilskipun um það í stjórnartíðindum Úkraínu í morgun. Þingið hafði áður hótað að virða ákvörðun forsetans að vettugi. Erlent 3.4.2007 07:10 Neyðaraðstoð hafin á Salómonseyjum Byrjað er að veita þeim þúsundum sem eru án matar og vatns á Salómonseyjum neyðaraðstoð. Flóðbylgja fór yfir eyjurnar í fyrrnótt eftir að stór jarðskjálfti varð á svæðinu. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið og þúsundir misstu heimili sín. Kröftugir eftirskjálftar hafa gert ástandið enn verra. Salómonseyjar eru fjölmargar og strjálbýlar og því er talið að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunarlið fara á fleiri staði. Erlent 3.4.2007 07:03 Brutust inn í bakarí Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt tvo menn, grunaða um að hafa brotist inn í bakarí fyrr um nóttina og stolið leigubíl í Breiðholti í gærkvöldi. Mennirnir, sem báðir eru síbrotamenn, voru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi á föstudag, en eru nú aftur komnir á bak við lás og slá, grunaðir um enn fleiri afbrot en þessi tvö. Innlent 3.4.2007 06:59 Mbeki hvetur til viðræðna Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, ætlar sér að hvetja til viðræðna á milli stjórnarandstöðu og stjórnarliða í Zimbabwe og reyna að koma á fót frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Mbeki sagði það einu leiðina til þess að koma Robert Mugabe, forseta landsins, frá völdum. Erlent 3.4.2007 06:56 Íranar tilbúnir að fara samningaleiðina Bretar segjast ætla að leita nánari upplýsinga frá Írönum eftir að þeir síðarnefndu tilkynntu að þeir vildu leysa sjóliðadeiluna með samningaviðræðum. Ali Larijani, einn af helstu samningamönnum Írana í kjarnorkumálum, sagði í gær að Íranar leggðu ekki áherslu á að lögsækja sjóliðana 15 fyrir meint brot þeirra. Erlent 3.4.2007 06:47 Hætt við yfirtöku á þýsku raforkufyrirtæki Þýski orkurisinn E.On hefur dregið til baka yfirtökutilboð sitt í spænska raforkufyrirtækið Endesa. Yfirtökutilboðið, sem hljóðaði upp á 42,3 milljarða evrur, 3.740 milljarða íslenskra króna, var afar umdeilt og lenti meðal annars inni á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 2.4.2007 20:23 Óttast um fjölda fólks Tröllvaxnar flóðbylgjur færðu heilu þorpin á kaf á Salómonseyjum, í vestanverðu Kyrrahafi, í gærkvöld eftir að öflugur neðansjávarskjálfti reið yfir svæðið. (IMK) Þrettán lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi farist þar sem upplýsingar af flóðasvæðunum eru af skornum skammti. Erlent 2.4.2007 18:22 Loftferðareftirlit NATO í bígerð Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins býst við að fyrir páska muni liggja fyrir áætlun um loftferðaeftirlit við Ísland. Vonast er til að það geti hafist eigi síðar en í sumarlok. Innlent 2.4.2007 18:51 Kasparov hunsar bann Putins Samtökin Hitt Rússland ætla að hunsa bann yfirvalda við mótmælagöngu í Moskvu, síðar í þessum mánuði. Oft hefur verið róstusamt í mótmælagöngum samtakanna og lögreglumenn hafa beitt kylfum til þess að leysa þær upp. Formaður samtakanna er skákmeistarinn Garry Kasparov, sem er hatrammur Erlent 2.4.2007 16:48 Hráolíuverð lækkaði lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í dag eftir nokkra hagnaðartöku fjárfesta á helstu mörkuðum. Olíuverðið er þó enn yfir 65 bandaríkjadölum á tunnu. Verðið tók kipp uppá við eftir að sjóliðar voru handteknir á Persaflóa á föstudaginn fyrir rúmri viku. Viðskipti erlent 2.4.2007 16:33 Trump slapp naumlega við skalla Í Bandaríkjunum er talað um að fólk eigi "slæma hár-daga." Og enginn á fleiri slæma hár-daga en miljarðamæringurinn Donald Trump. Það ríkti því mikil spenna þegar Donald veðjaði á fjölbragðaglímumann, við vin sinn Vince McMahon. Sá sem tapaði átti að láta raka sig sköllóttann, í hringnum, strax eftir glímuna. Erlent 2.4.2007 15:47 Hæstiréttur þvær hendur sínar af Gvantanamo Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að hann muni ekki fjalla um hvort fangar í Gvantanamo fangabúðunum hafi rétt til þess að áfrýja fangavist sinni til alríkisdómara. Þrír af níu dómurum skiluðu séráliti og töldu að hæstiréttur ætti að taka málið fyrir. Erlent 2.4.2007 15:07 Þreyttir á straumi innflytjenda -Sarkozy Nicolas Sarkozy, frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum, sagði í dag að Frakkar væru þreyttir á óheftum straumi innflytjenda til landsins. Hann sagði að augljós tengsl væru á milli fjölda innflytjenda og hinnar félagslegu uppreisnar sem orðið hefði í mörgum frönskum borgum. Átök í borgunum hafa aðallega verið milli lögreglu og innflytjenda frá Afríku- og Arabaríkjum. Erlent 2.4.2007 14:47 Krefjast dauðadóms yfir frænda Saddams Saksóknarar í Írak hafa krafist dauðadóms yfir frænda Saddams Hussein, sem þekktur er undir nafninu Efnavopna-Ali. Ali Hassan al-Majeed og fimm aðrir fyrrverandi ráðamenn í Bath flokknum eru nú fyrir dómi fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Kúrdum á áttunda áratur síðustu aldar. Krafist er dauðadóms yfir þeim öllum. Erlent 2.4.2007 12:49 Hún kann heldur ekki að syngja Þýsk kona hefur rofið 913 ára gamla hefð með því að verða fyrsti kvenkyns gondólaræðari í Feneyjum. Leyfið sem hin 35 ára gamla Alexandra Hai fékk, er þó takmarkað við flutning á farþegum til þriggja hótela í borginni. Ástæðan fyrir takmörkunum er sú að hún féll þrisvar á stýriprófi gondóla síns. Erlent 2.4.2007 13:30 Mannskætt haglél Erlent 2.4.2007 12:57 Allir sjóliðarnir sagðir hafa játað Allir bresku sjóliðarnir sem Íranar hafa í haldi sínu hafa nú viðurkennt að hafa siglt inn í lögsögu ríkisins í óleyfi, að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íranska ríkissjónvarpið birti í gærkvöld og í morgun nýjar myndir af sjóliðunum þar sem þeir játa brot sín. Erlent 2.4.2007 12:26 Heilu þorpin fóru á kaf Að minnsta kosti þrettán fórust þegar risavaxin flóðbylgja sem myndaðist í kjölfar neðansjávarskjálfta skall á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gærkvöld. Fjölda fólks er saknað og því er óttast að mun fleiri hafi látist vegna flóðbylgjunnar en fyrstu upplýsingar benda til. Erlent 2.4.2007 12:24 Íranar segja jákvæðar breytinga á viðhorfi Breta Ríkisútvarpið í Íran sagði frá því í dag að jákvæðra breytinga hefði orðið vart í viðhorfi Breta til sjóliðadeilunnar og því hefðu írönsk yfirvöld ákveðið að sýna ekki fleiri myndbönd af sjóliðunum 15 sem handteknir voru þann 23. mars síðastliðinn. Erlent 2.4.2007 11:56 Minna tap hjá Pliva Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva tapaði rétt tæpum 35,2 milljónum dala, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins tæpum 92 milljónum dala, tæplega 6,1 milljarði króna, árið á undan. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr keypti Pliva síðastliðið haust á 2,4 milljarða bandaríkjadali eða 170,5 milljarða íslenskra króna eftir harða samkeppni við Actavis um félagið. Viðskipti erlent 2.4.2007 11:41 Fimm friðargæsluliðar skotnir til bana í Darfur Óþekktir vígamenn skutu fimm liðsmenn friðargæsluliðs Afríkusambandsins í til bana í Darfurhéraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðarnir voru að gæta vatnsbóls nálægt landamærum Chad og Súdan þegar á þá var ráðist. Fjórir létust í átökunum og sá fimmti lést af sárum sínum í morgun. Talsmaður Afríkusambandsins skýrði frá þessu í dag. Þrír vígamannanna létust í bardaganum við friðargæsluliðana. Erlent 2.4.2007 10:11 Hægist um í Mogadishu Ró komst á í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í nótt. Hart hafði verið barist undanfarna fjóra daga. Almenningur gat farið úr fylgsnum sínum út á götur og hófst handa við að grafa lík sem lágu á víð og dreif um höfuðborgina. Erlent 2.4.2007 08:57 Hillary slær öll met Hillary Clinton hefur að sögn aðstoðarmanna sinna slegið fjáröflunarmet bandarískra forsetaframbjóðenda. Hún hefur þegar safnað yfir 26 milljónum dollara, eða rúmlega 1,3 milljörðum íslenskra króna. Kosningastjóri hennar skýrði fjölmiðlum frá þessu í gærkvöldi. Erlent 2.4.2007 08:34 Jóhannes Páll færist nær dýrlingstign Jóhannes Páll Páfi heitinn er nú skrefi nær að verða dýrlingur. Kaþólska kirkjan hefur nú lokið við fyrsta hluta rannsóknar á því hvort hann hafi verið heilagur. Í henni var rannsökuð staðhæfing franskrar nunnu um að hún hafi læknast af Parkinson-sjúkdómnum eftir að hafa heitið á páfann heitinn. Erlent 2.4.2007 08:22 Ísraelar tilbúnir til friðarviðræðna Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur lagt til að Sádi-Arabía haldi friðarráðstefnu varðandi málefni Ísrael og Palestínu. Leiðtogar ríkja í Mið-Austurlöndum kynntu nýlega friðaráætlun sem Ísrael var hvatt til þess að fara eftir og talið er að Olmert sé nú tilbúin til viðræðna um hana. Erlent 2.4.2007 08:09 Íranar segja sjóliða hafa játað Íranar skýrðu frá því í morgun að bresku sjóliðarnir 15, sem handteknir voru þann 23. mars síðastliðinn, hafi viðurkennt að hafa verið ólöglega staddir á írönsku hafsvæði. Bretar hafa harðneitað því og sýnt gögn sem þeir telja sanna mál sitt. Íranar hafa sýnt fjóra af sjóliðunum í sjónvarpi biðjast afsökunar á aðgerðum sínum. Erlent 2.4.2007 08:08 Tilboð í Sainsbury fyrir vikulok Fjárfestahópurinn CVC mun leggja fram að minnsta kosti 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í bresku verslanakeðjuna Sainbury fyrir lok þessarar viku. Þetta staðhæfðu breskir fjölmiðlar um helgina. Viðskipti erlent 1.4.2007 23:43 Indverjar hækka stýrivexti Seðlabanki Indlands ákvað undir lok síðustu viku að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi og standa vextirnir nú í 7,75 prósentum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem bankinn hækkar stýrivexti í þeim tilgangi að halda aftur af verðbólgu. Stýrivextir á Indlandi hafa ekki verið hærri í tæp fjögur og hálft ár. Viðskipti erlent 1.4.2007 23:23 « ‹ 134 135 136 137 138 139 140 141 142 … 334 ›
Stjórnarherinn á Sri Lanka ræðst gegn tamíltígrum Stjórnarherinn í Sri Lanka sagði í morgun að þeir hefðu skotið 23 tamíltígra til bana í átökum á austurhluta eyjunnar í nótt. Stjórnarherinn gerði þá árásir á fjórar búðir uppreisnarmanna og náði stjórn á þeim öllum. Talsmenn tamíltígra hafa enn ekki gefið frá sér yfirlýsingu. Talið er að tamíltígrar hafi staðið á bak við árás á almennningsvagn á sama svæði í gær en í henni létu 16 óbreyttir borgarar lífið, mestmegnis konur og börn. Erlent 3.4.2007 07:29
Verkfall hjá Airbus í Frakklandi Verkfall er hafið í Airbus verksmiðjum í Frakklandi. Verkfallið hófst klukkan sjö í morgun og stendur í fjórar klukkustundir. Stéttarfélög starfsmanna boðuðu til verkfallsins. Ástæðan er andstaða við breytingar á rekstrarfyrirkomulagi fyrirtækisins en samkvæmt þeim missa 4.300 starfsmenn Airbus í Frakklandi vinnu sína. Erlent 3.4.2007 07:16
Yushchenko boðar til kosninga Forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko, leysti upp þingið í landinu og boðaði til kosninga með því að birta tilskipun um það í stjórnartíðindum Úkraínu í morgun. Þingið hafði áður hótað að virða ákvörðun forsetans að vettugi. Erlent 3.4.2007 07:10
Neyðaraðstoð hafin á Salómonseyjum Byrjað er að veita þeim þúsundum sem eru án matar og vatns á Salómonseyjum neyðaraðstoð. Flóðbylgja fór yfir eyjurnar í fyrrnótt eftir að stór jarðskjálfti varð á svæðinu. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið og þúsundir misstu heimili sín. Kröftugir eftirskjálftar hafa gert ástandið enn verra. Salómonseyjar eru fjölmargar og strjálbýlar og því er talið að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunarlið fara á fleiri staði. Erlent 3.4.2007 07:03
Brutust inn í bakarí Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt tvo menn, grunaða um að hafa brotist inn í bakarí fyrr um nóttina og stolið leigubíl í Breiðholti í gærkvöldi. Mennirnir, sem báðir eru síbrotamenn, voru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi á föstudag, en eru nú aftur komnir á bak við lás og slá, grunaðir um enn fleiri afbrot en þessi tvö. Innlent 3.4.2007 06:59
Mbeki hvetur til viðræðna Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, ætlar sér að hvetja til viðræðna á milli stjórnarandstöðu og stjórnarliða í Zimbabwe og reyna að koma á fót frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Mbeki sagði það einu leiðina til þess að koma Robert Mugabe, forseta landsins, frá völdum. Erlent 3.4.2007 06:56
Íranar tilbúnir að fara samningaleiðina Bretar segjast ætla að leita nánari upplýsinga frá Írönum eftir að þeir síðarnefndu tilkynntu að þeir vildu leysa sjóliðadeiluna með samningaviðræðum. Ali Larijani, einn af helstu samningamönnum Írana í kjarnorkumálum, sagði í gær að Íranar leggðu ekki áherslu á að lögsækja sjóliðana 15 fyrir meint brot þeirra. Erlent 3.4.2007 06:47
Hætt við yfirtöku á þýsku raforkufyrirtæki Þýski orkurisinn E.On hefur dregið til baka yfirtökutilboð sitt í spænska raforkufyrirtækið Endesa. Yfirtökutilboðið, sem hljóðaði upp á 42,3 milljarða evrur, 3.740 milljarða íslenskra króna, var afar umdeilt og lenti meðal annars inni á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 2.4.2007 20:23
Óttast um fjölda fólks Tröllvaxnar flóðbylgjur færðu heilu þorpin á kaf á Salómonseyjum, í vestanverðu Kyrrahafi, í gærkvöld eftir að öflugur neðansjávarskjálfti reið yfir svæðið. (IMK) Þrettán lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi farist þar sem upplýsingar af flóðasvæðunum eru af skornum skammti. Erlent 2.4.2007 18:22
Loftferðareftirlit NATO í bígerð Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins býst við að fyrir páska muni liggja fyrir áætlun um loftferðaeftirlit við Ísland. Vonast er til að það geti hafist eigi síðar en í sumarlok. Innlent 2.4.2007 18:51
Kasparov hunsar bann Putins Samtökin Hitt Rússland ætla að hunsa bann yfirvalda við mótmælagöngu í Moskvu, síðar í þessum mánuði. Oft hefur verið róstusamt í mótmælagöngum samtakanna og lögreglumenn hafa beitt kylfum til þess að leysa þær upp. Formaður samtakanna er skákmeistarinn Garry Kasparov, sem er hatrammur Erlent 2.4.2007 16:48
Hráolíuverð lækkaði lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í dag eftir nokkra hagnaðartöku fjárfesta á helstu mörkuðum. Olíuverðið er þó enn yfir 65 bandaríkjadölum á tunnu. Verðið tók kipp uppá við eftir að sjóliðar voru handteknir á Persaflóa á föstudaginn fyrir rúmri viku. Viðskipti erlent 2.4.2007 16:33
Trump slapp naumlega við skalla Í Bandaríkjunum er talað um að fólk eigi "slæma hár-daga." Og enginn á fleiri slæma hár-daga en miljarðamæringurinn Donald Trump. Það ríkti því mikil spenna þegar Donald veðjaði á fjölbragðaglímumann, við vin sinn Vince McMahon. Sá sem tapaði átti að láta raka sig sköllóttann, í hringnum, strax eftir glímuna. Erlent 2.4.2007 15:47
Hæstiréttur þvær hendur sínar af Gvantanamo Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að hann muni ekki fjalla um hvort fangar í Gvantanamo fangabúðunum hafi rétt til þess að áfrýja fangavist sinni til alríkisdómara. Þrír af níu dómurum skiluðu séráliti og töldu að hæstiréttur ætti að taka málið fyrir. Erlent 2.4.2007 15:07
Þreyttir á straumi innflytjenda -Sarkozy Nicolas Sarkozy, frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum, sagði í dag að Frakkar væru þreyttir á óheftum straumi innflytjenda til landsins. Hann sagði að augljós tengsl væru á milli fjölda innflytjenda og hinnar félagslegu uppreisnar sem orðið hefði í mörgum frönskum borgum. Átök í borgunum hafa aðallega verið milli lögreglu og innflytjenda frá Afríku- og Arabaríkjum. Erlent 2.4.2007 14:47
Krefjast dauðadóms yfir frænda Saddams Saksóknarar í Írak hafa krafist dauðadóms yfir frænda Saddams Hussein, sem þekktur er undir nafninu Efnavopna-Ali. Ali Hassan al-Majeed og fimm aðrir fyrrverandi ráðamenn í Bath flokknum eru nú fyrir dómi fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Kúrdum á áttunda áratur síðustu aldar. Krafist er dauðadóms yfir þeim öllum. Erlent 2.4.2007 12:49
Hún kann heldur ekki að syngja Þýsk kona hefur rofið 913 ára gamla hefð með því að verða fyrsti kvenkyns gondólaræðari í Feneyjum. Leyfið sem hin 35 ára gamla Alexandra Hai fékk, er þó takmarkað við flutning á farþegum til þriggja hótela í borginni. Ástæðan fyrir takmörkunum er sú að hún féll þrisvar á stýriprófi gondóla síns. Erlent 2.4.2007 13:30
Allir sjóliðarnir sagðir hafa játað Allir bresku sjóliðarnir sem Íranar hafa í haldi sínu hafa nú viðurkennt að hafa siglt inn í lögsögu ríkisins í óleyfi, að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íranska ríkissjónvarpið birti í gærkvöld og í morgun nýjar myndir af sjóliðunum þar sem þeir játa brot sín. Erlent 2.4.2007 12:26
Heilu þorpin fóru á kaf Að minnsta kosti þrettán fórust þegar risavaxin flóðbylgja sem myndaðist í kjölfar neðansjávarskjálfta skall á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gærkvöld. Fjölda fólks er saknað og því er óttast að mun fleiri hafi látist vegna flóðbylgjunnar en fyrstu upplýsingar benda til. Erlent 2.4.2007 12:24
Íranar segja jákvæðar breytinga á viðhorfi Breta Ríkisútvarpið í Íran sagði frá því í dag að jákvæðra breytinga hefði orðið vart í viðhorfi Breta til sjóliðadeilunnar og því hefðu írönsk yfirvöld ákveðið að sýna ekki fleiri myndbönd af sjóliðunum 15 sem handteknir voru þann 23. mars síðastliðinn. Erlent 2.4.2007 11:56
Minna tap hjá Pliva Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva tapaði rétt tæpum 35,2 milljónum dala, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins tæpum 92 milljónum dala, tæplega 6,1 milljarði króna, árið á undan. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr keypti Pliva síðastliðið haust á 2,4 milljarða bandaríkjadali eða 170,5 milljarða íslenskra króna eftir harða samkeppni við Actavis um félagið. Viðskipti erlent 2.4.2007 11:41
Fimm friðargæsluliðar skotnir til bana í Darfur Óþekktir vígamenn skutu fimm liðsmenn friðargæsluliðs Afríkusambandsins í til bana í Darfurhéraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðarnir voru að gæta vatnsbóls nálægt landamærum Chad og Súdan þegar á þá var ráðist. Fjórir létust í átökunum og sá fimmti lést af sárum sínum í morgun. Talsmaður Afríkusambandsins skýrði frá þessu í dag. Þrír vígamannanna létust í bardaganum við friðargæsluliðana. Erlent 2.4.2007 10:11
Hægist um í Mogadishu Ró komst á í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í nótt. Hart hafði verið barist undanfarna fjóra daga. Almenningur gat farið úr fylgsnum sínum út á götur og hófst handa við að grafa lík sem lágu á víð og dreif um höfuðborgina. Erlent 2.4.2007 08:57
Hillary slær öll met Hillary Clinton hefur að sögn aðstoðarmanna sinna slegið fjáröflunarmet bandarískra forsetaframbjóðenda. Hún hefur þegar safnað yfir 26 milljónum dollara, eða rúmlega 1,3 milljörðum íslenskra króna. Kosningastjóri hennar skýrði fjölmiðlum frá þessu í gærkvöldi. Erlent 2.4.2007 08:34
Jóhannes Páll færist nær dýrlingstign Jóhannes Páll Páfi heitinn er nú skrefi nær að verða dýrlingur. Kaþólska kirkjan hefur nú lokið við fyrsta hluta rannsóknar á því hvort hann hafi verið heilagur. Í henni var rannsökuð staðhæfing franskrar nunnu um að hún hafi læknast af Parkinson-sjúkdómnum eftir að hafa heitið á páfann heitinn. Erlent 2.4.2007 08:22
Ísraelar tilbúnir til friðarviðræðna Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur lagt til að Sádi-Arabía haldi friðarráðstefnu varðandi málefni Ísrael og Palestínu. Leiðtogar ríkja í Mið-Austurlöndum kynntu nýlega friðaráætlun sem Ísrael var hvatt til þess að fara eftir og talið er að Olmert sé nú tilbúin til viðræðna um hana. Erlent 2.4.2007 08:09
Íranar segja sjóliða hafa játað Íranar skýrðu frá því í morgun að bresku sjóliðarnir 15, sem handteknir voru þann 23. mars síðastliðinn, hafi viðurkennt að hafa verið ólöglega staddir á írönsku hafsvæði. Bretar hafa harðneitað því og sýnt gögn sem þeir telja sanna mál sitt. Íranar hafa sýnt fjóra af sjóliðunum í sjónvarpi biðjast afsökunar á aðgerðum sínum. Erlent 2.4.2007 08:08
Tilboð í Sainsbury fyrir vikulok Fjárfestahópurinn CVC mun leggja fram að minnsta kosti 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í bresku verslanakeðjuna Sainbury fyrir lok þessarar viku. Þetta staðhæfðu breskir fjölmiðlar um helgina. Viðskipti erlent 1.4.2007 23:43
Indverjar hækka stýrivexti Seðlabanki Indlands ákvað undir lok síðustu viku að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi og standa vextirnir nú í 7,75 prósentum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem bankinn hækkar stýrivexti í þeim tilgangi að halda aftur af verðbólgu. Stýrivextir á Indlandi hafa ekki verið hærri í tæp fjögur og hálft ár. Viðskipti erlent 1.4.2007 23:23