Erlent

Fréttamynd

Sögulegur samningur

Fimmtungur orkunotkunar aðildarríkja Evrópusambandsins verður frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu þetta í morgun. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir samninginn marka tímamót.

Erlent
Fréttamynd

Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton

Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta tapár hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus skilaði tapi upp á 572 milljónir evra, jafnvirði 50,7 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta var fyrsta taprekstrarárið í sögu félagsins. Erfitt ár er að baki hjá Airbus, sem í tvígang greindi frá töfum á afhendingu A380 risaþotum frá félaginu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Einn á klóið

Allir fangar vilja losna úr haldi, ekki síst ef þeir sitja í fangelsi í landi eins og El Salvador. Og menn vilja líka komast í betra samband við umheiminn. Þegar fangaverðir í Gotera fangelsinu, sem er skammt fyrir utan San Salvador, höfuðborg El Salvador, ákváðu að gera öryggisleit bæði í húsinu og á föngunum, komust þeir að því að sextán fangar höfðu gleypt farsíma. Og einn sem líklega ætlaði að flýja var með litla handsprengju innvortis.

Erlent
Fréttamynd

Ekki ég, ég er dauð

Glenda Askew var gripin slíkri skelfingu þegar hún var kvödd fyrir dómara vegna hraðaksturs, að hún ákvað að kveðja þetta líf. Breska Sky fréttastofan segir frá því að Glenda hafi sent lögreglunni bréf í nafni dóttur sinnar þar sem sagði; "Móðir mín getur ekki mætt, þar sem hún er látin. Ég er að fara í gegnum persónulega muni hennar og svara bréfum."

Erlent
Fréttamynd

Tímamótasamningur Evrópusambandsins

Tímamótasamningur um loftslagsmál var samþykktur núna rétt fyrir hádegið af 27 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins sem sitja loftslagsráðstefnu í Brussel.

Erlent
Fréttamynd

Afi gripinn

Sjö ára telpa olli nokkru uppnámi þegar hún hringdi í neyðarlínuna í bænum Burnett í Wisconsin. Sá starfsmaður neyðarlínunnar sem svaraði, skildi ekki alveg strax af hverju sú stutta hafði hringt, svo hún bara sleppti símanum. Neyðarlínan gat rakið símanúmerið og lögreglubílar voru sendar á staðinn með vælandi sírenur.

Erlent
Fréttamynd

Ótryggar samgöngur

Hugsanleg skýring á því hversvegna Boeing 737 flugvél fór fram af flugbrautinni og brotnaði og brann, í Indónesíu í gær, er sú að hún hafi verið á of miklum hraða í lendingunni. Varaforseti landsins, Jusuf Kalla, sagði í dag að alltof mörg slys í samgöngumálum væru landinu til vansæmdar.

Erlent
Fréttamynd

Konur krefjast jafnréttis á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Fólk um allan heim hefur í dag fagnað baráttudegi kvenna og heitið því að bæta stöðu þeirra til muna. Angela Merkel, þýski kanslarinn og fyrsta konan í meira en 20 ár til þess að stýra leiðtogafundi Evrópusambandsins, krafðist í dag jafnréttis kynjanna.

Erlent
Fréttamynd

Kína færist nær markaðshagkerfi

Kínverska þingið samþykkti í dag ný lög sem munu styrkja einkaeignarétt. Þetta er fyrsta lagasetningin í hinu kommúníska Kína sem að verndar rétt einstaklings til þess að eiga eignir. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé stórt skref frá fyrri tegund stjórnkerfis þeirra í áttina að markaðshagkerfi. Lögin munu einnig vernda landeigendur fyrir því að stjórnvöld taki lönd þeirra með landnámi.

Erlent
Fréttamynd

Flúði Íran og starfar með Bandaríkjunum

Fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra Írans, sem eitt sinn var yfir Byltingarhernum í Íran, hefur farið frá Íran og vinnur nú með vestrænum stjórnvöldum. Hann er að gefa þeim upplýsingar um starfsemi Hisbollah og tengsl Írans við samtökin samkvæmt því sem háttsettur bandarískur embættismaður skýrði frá í dag.

Erlent
Fréttamynd

Markmið um endurnýjanlega orku verða bindandi

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa sæst á að gera markmið um endurnýjanlegar orkulindir bindandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá sæsnka forsætisráðherranum, Fredrik Reinfeldt, í kvöld. Hann sagði að þrátt fyrir það yrðu nú umræður um hvað það þýddi fyrir hvert og eitt aðildarríki sambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Vilja hermennina heim fyrir árið 2008

Leiðtogar demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa lagt til að allar bandarískar bardagasveitir verði kallaðar frá Írak fyrir árið 2008. Þeir segja að Íraksáætlanir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, hafi mistekist og að Bandaríkin verði að einbeita sér að því að ljúka verkefnum sínum í Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Gríðarleg öryggisgæsla vegna komu Bush

Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út í borginni Sao Paulo í Brasilíu vegna heimsóknar George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Loftvarnarbyssur hafa verið settar upp í og við göturnar þar nálægt hótelinu sem Bush verður á. Bush mun einnig heimsækja Uruguay, Kólumbíu, Gvatemala og Mexíkó í vikulangri ferð sinni um Suður-Ameríku.

Erlent
Fréttamynd

Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó handtekinn

Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi smyglað úrani úr landi. Stjórnandi stofnunarinnar, Fortunat Lumu, og aðstoðarmaður hans voru handteknir á þriðjudaginn var og hafa verið í yfirheyrslum hjá lögreglu síðan.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast skera útblástur niður um fimmtung

Leiðtogar Evrópusambandsins munu að líkindum samþykkja á leiðtogafundi sínum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti fimmtung fyrir árið 2020. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins segir trúverðugleika þess í húfi.

Erlent
Fréttamynd

Skjaldborg um Tower of London

Bretar ætla að setja verndarsvæði umhverfis nokkur helstu minnisvarða sína, eins og Tower of London og Stonehenge, til þess að ekki verði byggð mannvirki sem skyggi á menningarfjársjóðina. Þetta var ákveðið eftir að eftirlitsmenn Heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna hótuðu að lýsa Tower of London í hættu staddan vegna skýjakljúfa sem á að reisa þar í grendinni.

Erlent
Fréttamynd

Kínverskt flugmóðurskip

Kínverjar segjast geta hleypt sínu fyrsta flugmóðurskipi af stokkunum árið 2010, sem veldur Bandaríkjamönnum miklum áhyggjum. Þeir óttast að Kínverjar hyggist keppa við þá um yfirráð á Kyrrahafi, og þá ekki síst í grennd við Tævan, sem Kínverjar segjast munu endurheimta með góðu eða illu.

Erlent
Fréttamynd

Chirac kveður á sunnudaginn

Búist er við að Jacques Chirac, forseti Frakklands, tilkynni á sunnudaginn að hann muni ekki bjóða sig fram í komandi forsetakosningum. Tilkynnt hefur verið að forsetinn muni flytja ávarp í sjónvarpi klukkan 7 á sunnudagskvöld.

Erlent
Fréttamynd

Palestínsk þjóðstjórn kynnt í næstu viku

Palestínsk þjóðstjórn er 99 prósent tilbúin, að sögn Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Abbas átti í dag fund með Ismail Haniyeh forsætisráðherra Hamas í núverandi heimastjórn. Ráðherralisti verður kynntur í næstu viku, en líklega ekki fyrr en eftir fund sem Abbas mun þá eiga með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.

Erlent
Fréttamynd

Sala hjá Wal-Mart undir væntingum

Sala hjá bandarísku lágvöruverslanakeðjunni Wal-Mart var nokkuð undir væntingum greiningaraðila í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þá var afkoman minni en fyrirtækið sjálft gerði ráð fyrir. Stjórn fyrirtækisins kennir veðurfari um dræma sölu enda dróst sala á fötum og húsbúnaði nokkuð saman á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skrifræði skrattans

Serbneskur maður varð svo reiður yfir skrifræðinu sem kom í veg fyrir að hann gæti gefið konunni sinni gjöf á baráttudegi kvenna, að hann fór á tollstofuna með járnstöng og braut þar allt og bramlaði. Sasa Dunesijevits keypti á síðasta ári franska örbílinn Axiam 500, sem er svo nettur að það má keyra hann ef maður hefur próf á skellinöðru.

Erlent
Fréttamynd

Danir vilja eldflaugar

Danska ríkisstjórnin vill verða þáttakandi í eldflaugavarnakerfinu sem Bandaríkjamenn hyggjast setja upp í Evrópu. Sören Gade, varnarmálaráðherra hefur margsinnis lýst þessu yfir og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, er sammála.

Erlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta með það fyrir augum að draga úr verðbólgu á evrusvæðinu, sem engu að síður hefur verið á niðurleið. Stýrivextirnir standa nú í 3,75 prósentum og hafa þeir ekki verið hærri í fimm og hálft ár. Fastlega var gert ráð fyrir þessari niðurstöðu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kínverjar til tunglsins

Kínverjar ætla að senda könnunargeimfar til tunglsins á þessu ári og senda mannað geimfar þangað innan fimmtán ára. Kínverjar hafa tvisvar sent mönnuð geimför á braut um jörðu, það fyrra árið 2003. Þeir eru því þriðja geimferðaþjóðin, á eftir Rússum og Bandaríkjamönnum.

Erlent
Fréttamynd

Semja verður við uppreisnarmenn

David Petraeus, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, segir útilokað að koma á friði í Írak með hernaðaraðgerðum einum saman heldur verði að fá uppreisnarmenn að samningaborðinu. Á blaðamannafundi í morgun sagði hann teikn á lofti um að átök trúarhópa í landinu væru í rénun.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir vextir í Bretlandi

Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Stjórn bankans segir í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni að ekki sé loku fyrir það skotið að vextirnir verði hækkaði á næstu mánuðum. Þetta er í samræmi við spár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð nálægt 62 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór nálægt 62 dölum á tunnu á markaði í New York í Bandaríkjunum í dag en olíubirgðir í Bandaríkjunum drógust meira saman á milli vikna en spáð hafði verið. Gert er ráð fyrir að eftirspurn eftir eldsneyti muni aukast þegar Bandaríkjamenn verða á faraldsfæti í sumar og er því spáð nokkurri hækkun á eldsneytisverði eftir því sem líður á árið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Geimfari rekinn

Lisa Nowak hefur verið rekin úr geimfarasveit Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, eftir að hafa verið ákærð fyrir tilraun til mannráns. Nowak reyndi að ræna konu sem hún hélt að væri keppinautur sinn um hylli annars geimfara hjá NASA.

Erlent