Erlent

Fréttamynd

Munu ekki styðja við uppreisnarhópa

Viðræðum á milli stjórnvalda í Súdan, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldinu lauk í dag með þeirri niðurstöðu að þau myndu ekki styðja við bakið á uppreisnarhópum sem ráðast inn á landsvæði þeirra. Utanríkisráðherra Súdans, Lam Akol, sagði frá þessu á fréttamannafundi eftir að viðræðunum lauk.

Erlent
Fréttamynd

Einn handtekinn vegna flugráns

Spænsk yfirvöld sögðu frá því rétt í þessu að einn maður hefði verið handtekin eftir að flugvél sem var rænt lenti á flugvellinum á Kanaríueyjum. Lögregla á Kanaríeyjum hefur nú náð vélinni á sitt vald. Áður hafði verið sagt frá því að skothríð hefði átt sér stað í flugvélinni. Einhverjir slösuðust í henni en ekki var vitað hversu margir.

Erlent
Fréttamynd

Pútin styrkir tök sín í Téteníu

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, setti ríkisstjóra Téteníu, Alu Alkhanov, í nýtt starf. Búist er við því að Ramzan Kadyrov, fyrrum uppresinarmaður sem er dyggilega studdur af Kremlverjum, eigi eftir að taka við sem ríkisstjóri. Samkvæmt fréttum þá bað Alkhanov um að verða leystur undan störfum og var hann skipaður aðstoðardómsmálaráðherra Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Abbas veitir Haniyeh umboð til stjórnarmyndunar

Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, bað í dag Ismail Haniyeh, fyrrum forsætisráðherra Palestínu, um að mynda þjóðstjórn. Haniyeh hafði áður sagt af sér en það var fyrsta skrefið sem þurfti að taka svo hægt væri að mynda þjóðstjórnina. Abbas veitti Haniyeh umboðið á fréttamannafundi í Gaza í dag.

Erlent
Fréttamynd

Niðurlægðu vistmennina

Starfsfólk, á stofnun fyrir andlega fatlað fólk í bænum Nyborg á Fjóni, hefur verið kært til lögreglu fyrir illa meðferð á skjólstæðingum sínum. Fréttamaður, á sjónvarpsstöðinni TV-2, fletti ofan af framkomu starfsfólksins.

Erlent
Fréttamynd

Flugrán framið í Máritaníu

Máritanískri farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 var rænt í dag. Henni var flogið til Kanaríeyjanna og var að lenda þar rétt í þessu. Vélinni var áður flogið til Vestur-Sahara til þess að taka eldsneyti. Ekki er vitað hversu margir eru um borð í vélinni eða hvað flugræningjunum gengur til.

Erlent
Fréttamynd

Sigldi á varðskipið

Danska varðskipið Hvítabjörninn hefur undanfarna tvo sólarhringa staðið í stappi við franska togarann Bruix sem grunaður er um ólöglegar skötuselsveiðar við miðlínuna á milli Færeyja og Bretlands. Hvítabjörninn hafði fyrst afskipti af togaranum í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Vill engum spurningum svara

Réttarhöld hófust í morgun yfir 29 mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem kostuðu 191 mannslíf. Einn sakborninganna neitaði að svara spurningum réttarins í dag.

Erlent
Fréttamynd

Venesúela bætir eftirlit við olíustöðvar

Varnarmálaráðherra Venesúela sagði í dag að varnir landsins yrðu styrktar vegna yfirlýsinga hryðjuverkahóps um að ráðast ætti á olíustöðvar þeirra landa sem sjá Bandaríkjunum fyrir olíu. 11 prósent af olíu sem flutt er inn til Bandaríkjanna kemur frá Venesúela.

Erlent
Fréttamynd

Putin býr í haginn

Vladimir Putin, forseti Rússlands tilkynnti í dag að Sergei Ivanov, aðstoðar forsætisráðherra hefði verið hækkaður í tign upp í fyrsti aðstoðar forsætisráðherra. Ivanov er talinn manna líklegastur til þess að taka við af Putin, sem forseti, á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Búa sig undir stórsókn talibana

George Bush mun í dag tilkynna um fjölgun bandarískra og NATO hermanna í Afganistan, að sögn háttsetts embættismanns í Washington. Fjölgunin er til þess að mæta yfirvofandi stórsókn talibana sem búist er við að hefjist um leið og snjóa leysir í fjöllunum og vegir og vegaslóðar verða greiðfærir.

Erlent
Fréttamynd

Kathleen meiddi sig

Kviðdómur í Austin í Texas hafði mikla samúð með Kathleen Robertsson sem hafði mátt þola bæði kvalir og vinnutap þegar hún braut á sér öklann. Húsgagnaverslunin sem átti sök á öklabrotinu harðneitaði að greiða henni nokkrar bætur.

Erlent
Fréttamynd

Vetrarríkið veldur usla

Mikið vetrarríki hefur sett samgöngur í norðaustanverðum Bandaríkjunum algerlega úr skorðum undanfarna daga. Snjó hefur kyngt niður en einnig hefur blásið hressilega. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst og skólar og ýmsar stofnanir hafa að mestu verið lokaðar.

Erlent
Fréttamynd

Vilja taka við flóttamönnum

Írösk stjórnvöld hafa lokað landamærunum að Sýrlandi og Íran til að stöðva vopnaflutninga og ferðir vígamanna til landsins. Þá greindu bandarísk stjórnvöld frá því í gær að þau væru reiðubúin til að taka við sjö þúsund íröskum flóttamönnum á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Réttarhöld hafin vegna Madrídarárásanna

Réttarhöld hófust í Madríd í morgun yfir 29 manns sem ákærðir eru fyrir að hafa staðið fyrir hryðjuverkum í borginni í mars 2004. 191 týndi lífi í árásunum sem gerðar voru á járnbrautarlestar borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Dow Jones í methæðum

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones fór í methæðir í gær eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði verðbólgu vera vera að hjaðna. Fjárfestar, sem greina af orðum bankastjórans að litlar líkur séu á hækkun stýrivaxta í bráðu, urðu hæstánægðir enda hækkaði vísitalan um 0,69 prósentustig og endaði í 12.741,86 stigum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bjórsala dróst saman í Evrópu

Áfengisframleiðinn Diageo skilaði 1,3 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Það svarar til rúmlega 172 milljarða íslenskra króna. Þetta er sjö prósenta samdráttur á milli ára og betri niðurstaða en ráð hafði verið gert í neikvæðri afkomuviðvörun sem fyrirtækið sendi frá sér fyrir skömmu. Fyrirtæki framleiðir drykki á borð við Smirnoff-vodka, Johnnie Walker-viskí, Gordon's Gin og Guinnes-bjór.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dánarvottorð fyrir fóstur

Stjórnvöld í Tennessee ríki í Bandaríkjunum hafa lagt til að dánarvottorð verði gefið út fyrir fóstur sem hefur verið eytt. Það mundi á sama tíma búa til skrá yfir þær konur sem farið hafa í fóstureyðingu.

Erlent
Fréttamynd

Lögfræðingar Libbys ljúka máli sínu

Lögfræðingar Lewis „Scooters“ Libbys hafa lokið máli sínu eftir aðeins þriggja daga vörn. Libby er sakaður um að hafa logið að rannsóknarmönnum sem voru að reyna að komast að því hver lak upplýsingum um Valerie Plame, útsendara CIA.

Erlent
Fréttamynd

Málsókn gegn MySpace vísað frá

Fyrirtækið News Corp. skýrði frá því í dag að fylkisréttur hefði vísað frá máli gegn MySpace vefsíðunni. Foreldrar tveggja stúlkna sem urðu fórnarlömb kynferðisafbrotamanna höfðuðu málið á þeim forsendum að MySpace hefði getað komið í veg fyrir atvikin. MySpace vefurinn á þó yfir höfði sér fleiri málsóknir af svipuðum toga.

Erlent
Fréttamynd

Arctic Monkeys sigursælir

Arctic Monkeys voru sigurvegarar Brit verðlaunanna sem fram fóru í Lundúnum í kvöld. Þeir unnu bæði verðlaun fyrir að vera besta breska hljómsveitin og að hafa gefið út bestu bresku plötuna.

Erlent
Fréttamynd

Los Angeles verður þráðlaus 2009

Borgarstjórinn í Los Angeles hefur ákveðið að borgaryfirvöld muni bjóða upp á frítt, eða mjög ódýrt, þráðlaust net fyrir alla borgarbúa. Verkefnið á að vera tilbúið árið 2009 og verður eitt stærsta þráðlausa net Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu hald á fjögur tonn af kókaíni

Spænska lögreglan skýrði frá því í dag að hún hefði lagt hald á að minnsta kosti fjögur tonn af kókaíni í snekkju á Gíbraltarsundi. Lögreglan í Portúgal náði einu og hálfu tonni af sama efni í tengdri aðgerð nálægt eyjunni Madeira stuttu seinna. Spænska lögreglan fór um borð í snekkjuna Challenger í gær og fluttu hana til hafnar í Almeria til þess að leita að eiturlyfjum.

Erlent
Fréttamynd

Námuverkamenn í Mexíkó minnast fallinna félaga

Mexíkóskir námuverkamenn fara í verkfall 19. febrúar til þess að minnast þeirra 65 námuverkamanna sem létust í námusprengingu í fyrra. Talsmenn stéttarfélagsins skýrði ekki frá því hversu langt verkfallið yrði. Tilgangurinn með verkfallinu er að setja þrýsting á stjórnvöld og hvetja þau til þess að beita eigendur námunnar refsiaðgerðum. Stéttarfélagið er reyndar klofið í tvennt svo ekki er vitað hversu margir eiga eftir að taka þátt í verkfallinu.

Erlent
Fréttamynd

Leiftrandi risasmokkur

Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af risasmokkfiski í sínum náttúrulegum heimkynnum, þær fyrstu í sögunni, að þeirra sögn. Á myndunum sést skepnan svamla fimlega um öngul vísindamannanna og af og til bregður fyrir daufu leiftri úr örmum hennar.

Erlent