Erlent Horfur í efnahagsmálum góðar Hagfræðingar eru bjartsýnir á að efnahagur heimsins verði með miklum ágætum á árinu 2007. Auk efnahagsmála eru umhverfismál í brennidepli á ársþingi Alþjóða efnahagsstofnunarinnar sem hófst í Davos í Sviss í morgun. Erlent 24.1.2007 18:08 Olmert vill Katsav úr embætti Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að forseti landsins, Moshe Katsav, ætti að segja af sér vegna nauðgunarásakana sem hafa verið settar fram gegn honum. Erlent 24.1.2007 18:37 Vill meiri tíma í Írak Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meira svigrúm til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Hann ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung. Erlent 24.1.2007 18:05 Stéttarfélög og stjórnvöld í Gíneu funda Stéttarfélög í Gíneu og talsmenn stjórnarinnar ætla að funda á miðvikudaginn til þess að reyna að binda endi á allsherjarverkfall sem hefur lamað þjóðina. 40 manns hafa látið lífið í óeirðum tengdum verkfallinu undanfarnar tvær vikur. Erlent 24.1.2007 17:55 Norður-Kórea og Íran í samstarf Norður-Kórea er að hjálpa Írönum að undirbúa neðanjarðarsprengingu á kjarnorkuvopnum, svipaðri þeirri og Norður-Kóreumenn framkvæmdu sjálfir á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins Telegraph í dag. Erlent 24.1.2007 17:17 Hizbollah hótar áframhaldandi andófi Hizbollah-samtökin hóta áframhaldandi aðgerðum í Líbanon fái þau ekki hlut í stjórn landsins hið fyrsta. Líbanskt samfélag lamaðist algerlega í gær þegar Hizbollah og bandamenn þeirra efndu var til verkfalla um allt land. Erlent 24.1.2007 12:51 Gerði tilraun til flugráns Lögreglan í N'Djamena, höfuðborg Tsjad, handtók í morgun súdanskan mann sem rænt hafði farþegaþotu með 103 innanborðs. Erlent 24.1.2007 12:50 Biður um meira svigrúm Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung. Erlent 24.1.2007 12:47 Hráolíuverð undir 55 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og er komið undir 55 dali á tunnu. Verðið hækkaði talsvert í gær. Ástæðan fyrir verðlækkuninni nú eru vonir greinenda og fjárfesta um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist vegna hlýinda og minnkandi eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar. Viðskipti erlent 24.1.2007 12:59 Air France-KLM tvístígandi um Alitalia Ekkert liggur fyrir hvort fransk hollenska flugfélagið Air France-KLM ætli að leggja fram yfirtökutilboð í ítalska flugfélagið Alitalia eða hafi fallið frá því. Alitalia er að mestu í eigu ítalska ríkisins. Fjölmiðlar í Evrópu reikna með að Air France-KLM hafi í hyggju að kaupa hlut í ítalska félaginu við einkavæðingu þess. Viðskipti erlent 24.1.2007 10:33 MAN hætt við yfirtöku á Scania Þýski vörubílaframleiðandinn MAN hefur slíðrað sverðin í óvinveittri yfirtöku á sænska vörubílaframleiðandanum Scania og segist hætt við frekari áform í þá átt. MAN ætlar í staðin að hefja beinar samstarfsviðræður við stjórn Scania. Viðskipti erlent 24.1.2007 09:57 Hákarinn spýtti honum út úr sér Rúmlega fertugur kafari liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ástralíu eftir að þriggja metra langur hvíthákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Hákarlinn beit um búk og síðan höfuð mannsins. Honum tókst með snarræði að pota í auga hákarlsins sem spýtti honum þá út úr sér. Erlent 23.1.2007 17:55 Forsætisráðherra: Margir ókostir fylgja aðild að ESB Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir marga ókosti fylgja aðild að Evrópusambandinu. EES-samningurinn tryggi nægilegt aðgengi að markaði ESB. Geir segir að aðild hafi ekki verið til umræðu á Ísland í mörg ár. Mögulegt sé þó að einn flokkur ræði þann möguleika fyrir þingkosningarnar í vor. Erlent 23.1.2007 17:46 Beirút lömuð vegna óeirða Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Erlent 23.1.2007 17:50 Vantar hermenn í fleiri stríð Bandarískir hershöfðingjar hafa af því nokkrar áhyggjur að Írak og Afganistan hafi dregið úr getu heraflans til þess að berjast á nýjum vígstöðvum. Yfirhershöfðingi landgönguliðsins sagði í yfirheyrslu hjá þingnefnd að þeir hefðu skoðað aðrar hernaðaráætlanir, og hefðu áhyggjur af því að þar skorti getu á sumum sviðum. Erlent 23.1.2007 17:05 Segolene Royal biðst vægðar Segolene Royal, forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi, bað fjölmiðla í dag um að hætta að hnýsast í einkalíf sitt. Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað mikið um meintan ágreining hennar og sambýlismanns hennar Francois Hollande, sem er formaður Sósíalistaflokksins og gerði sér sjálfur vonir um að verða í framboði til forseta. Litlar líkur eru á að fjölmiðlar verði við óskum hennar. Erlent 23.1.2007 16:36 Ítalskur ráðherra krefst hermanna heim frá Afganistan Ráðherra græningja í samsteypustjórn Romanos Prodis, á Ítalíu, hefur hótað uppreisn í ríkisstjórninni vegna ítalskra hermanna í Afganistan. Hann krefst þess að gerð verði tímaáætlun um heimkvaðningu þeirra. Ítalir hafa þegar kallað hermenn sína heim frá Írak, en Prodi var á móti því stríði. Hann segir aftur á móti að hermennirnir í Afganistan tilheyri friðargæslusveitum, og það sé allt annar handleggur. Erlent 23.1.2007 15:51 Forseti Ísraels ákærður fyrir nauðgun Forseti Ísraels, Moshe Katsav, verður ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn fjórum konum í starfsliði hans. Dómsmálaráðuneyti Ísraels sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis, í dag. Forsetinn hefur neitað allri sök. Erlent 23.1.2007 15:35 Ekki einhugur innan japanska seðlabankans Einhugur var ekki innan stjórnar japanska seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentustigum í síðustu viku. Seðlabankinn lét af núllvaxtastefnu sinni síðasta sumar þegar hann hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í sex ár. Viðskipti erlent 23.1.2007 14:45 Kaþólska kirkjan vill undanþágu frá hommalögum Kaþólska kirkjan í Bretlandi segist kunna að loka ættleiðingarskrifstofum sínum ef hún verður neydd til þess, með nýjum lögum, að leyfa samkynhneigðum pörum að ættleiða börn. Löggjöf sem bannar mismunun samkynhneigðra tekur gildi í apríl. Um 4000 börn bíða þess á ættleiðingarstofum kirkjunnar að fá nýja foreldra. Erlent 23.1.2007 14:36 Óeirðir í Líbanon Mörg þúsund Líbanar hafa lamað nær alla Beirút og lokað af hluta hennar. Stjórnarandstæðingar hafa lagt niður vinnu víða um Líbanon og ætla sér að steypa ríkisstjórn landsins með góðu eða illu. Erlent 23.1.2007 13:17 Vantrú á Bandaríkin vex um allan heim Erlent 23.1.2007 11:42 Nærri því étinn af hákarli Rúmlega fertugur Ástrali liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í heimalandi sínu eftir að þriggja metra langur hákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Maðurinn var við köfun þegar hákarlinn réðist á hann og beit um höfuð hans. Tókst manninum með snarræði að pota í auga hákarlsins sem losaði um tak sitt og spýtti nánast kafaranum út úr sér. Erlent 23.1.2007 13:14 Hvetja til laga um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Forsetinn flytur árlega stefnuræðu sína í nótt og búist er við að umhverfismál beri þar á góma. Erlent 23.1.2007 13:09 Fleiri farþegar flugu með Finnair Finnska flugfélagið Finnair flaug með 8,8 milljónir farþega í fyrra. Þetta er 3,5 prósenta aukning frá árinu á undan. Mesta aukning farþega var á flugleiðum Finnair til Asíu í fyrra en hún nam 27,3 prósentum á milli ára. Flugfélagið hefur ákveðið að fjölga flugferðum til Indlands og Kína í sumar vegna aukinnar eftirspurnar. Viðskipti erlent 23.1.2007 09:45 Demókratar vilja Hillary, repúblíkanar Giuliani Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar innan flokksins eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Erlent 22.1.2007 17:58 Edmund Hillary gegn hvalveiðum Hinn frækni fjallgöngumaður Edmund Hillary, sem fyrstur manna kleif Everest, hefur gengið hvalavinum á hönd og ætlar að berjast fyrir friðun hvalastofna. Hillary, sem orðinn 86 ára gamall upplýsti um þetta í heimsókn í Nýsjálenska rannsóknarstöð á Suðurpólnum. Erlent 22.1.2007 18:50 Listar yfir kynferðisbrotamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum Yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum halda úti ítarlegum og uppfærðum listum yfir dæmda kynferðisbrotamenn í löndunum tveimur. Listar frá hverju fylki fyrir sig í Bandaríkjunum eru aðgengilegir á netinu og geta þarlendir notað þá til að kanna hvort dæmdir kynferðisbrotamenn eru búsettir í næsta nágrenni við þá. Erlent 22.1.2007 17:55 Þið eruð reknir -allir 400 þúsund Ríkisstjórn Libyu ætlar að reka rúmlega þriðjung opinbera starfsmanna sinna úr embætti. Það eru um 400 þúsund manns. Tilgangurinn er sá að draga úr opinberum útgjöldum og örva einkaframtakið í landinu. Ekki verða menn þó settir á Guð og gaddinn, því hinum brottreknu verða tryggð laun í þrjú ár, eða lán til þess að stofna fyrirtæki. Erlent 22.1.2007 17:56 Norður-Írska lögreglan leyfði morð á kaþólikkum Háttsettir foringjar í lögreglunni á Norður-Írlandi leyfðu uppljóstrurum sínum meðal mótmælenda að fremja morð á kaþólikkum í meira en áratug, samkvæmt skýrslu umboðsmanns lögreglunnar, sem gerð var opinber í dag. Á árunum 1991 og 2003 myrtu vígamenn úr Ulster sjálfboðaliðasveitinni að minnsta kosti 10 kaþólikka. Erlent 22.1.2007 17:36 « ‹ 175 176 177 178 179 180 181 182 183 … 334 ›
Horfur í efnahagsmálum góðar Hagfræðingar eru bjartsýnir á að efnahagur heimsins verði með miklum ágætum á árinu 2007. Auk efnahagsmála eru umhverfismál í brennidepli á ársþingi Alþjóða efnahagsstofnunarinnar sem hófst í Davos í Sviss í morgun. Erlent 24.1.2007 18:08
Olmert vill Katsav úr embætti Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að forseti landsins, Moshe Katsav, ætti að segja af sér vegna nauðgunarásakana sem hafa verið settar fram gegn honum. Erlent 24.1.2007 18:37
Vill meiri tíma í Írak Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meira svigrúm til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Hann ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung. Erlent 24.1.2007 18:05
Stéttarfélög og stjórnvöld í Gíneu funda Stéttarfélög í Gíneu og talsmenn stjórnarinnar ætla að funda á miðvikudaginn til þess að reyna að binda endi á allsherjarverkfall sem hefur lamað þjóðina. 40 manns hafa látið lífið í óeirðum tengdum verkfallinu undanfarnar tvær vikur. Erlent 24.1.2007 17:55
Norður-Kórea og Íran í samstarf Norður-Kórea er að hjálpa Írönum að undirbúa neðanjarðarsprengingu á kjarnorkuvopnum, svipaðri þeirri og Norður-Kóreumenn framkvæmdu sjálfir á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins Telegraph í dag. Erlent 24.1.2007 17:17
Hizbollah hótar áframhaldandi andófi Hizbollah-samtökin hóta áframhaldandi aðgerðum í Líbanon fái þau ekki hlut í stjórn landsins hið fyrsta. Líbanskt samfélag lamaðist algerlega í gær þegar Hizbollah og bandamenn þeirra efndu var til verkfalla um allt land. Erlent 24.1.2007 12:51
Gerði tilraun til flugráns Lögreglan í N'Djamena, höfuðborg Tsjad, handtók í morgun súdanskan mann sem rænt hafði farþegaþotu með 103 innanborðs. Erlent 24.1.2007 12:50
Biður um meira svigrúm Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung. Erlent 24.1.2007 12:47
Hráolíuverð undir 55 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og er komið undir 55 dali á tunnu. Verðið hækkaði talsvert í gær. Ástæðan fyrir verðlækkuninni nú eru vonir greinenda og fjárfesta um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist vegna hlýinda og minnkandi eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar. Viðskipti erlent 24.1.2007 12:59
Air France-KLM tvístígandi um Alitalia Ekkert liggur fyrir hvort fransk hollenska flugfélagið Air France-KLM ætli að leggja fram yfirtökutilboð í ítalska flugfélagið Alitalia eða hafi fallið frá því. Alitalia er að mestu í eigu ítalska ríkisins. Fjölmiðlar í Evrópu reikna með að Air France-KLM hafi í hyggju að kaupa hlut í ítalska félaginu við einkavæðingu þess. Viðskipti erlent 24.1.2007 10:33
MAN hætt við yfirtöku á Scania Þýski vörubílaframleiðandinn MAN hefur slíðrað sverðin í óvinveittri yfirtöku á sænska vörubílaframleiðandanum Scania og segist hætt við frekari áform í þá átt. MAN ætlar í staðin að hefja beinar samstarfsviðræður við stjórn Scania. Viðskipti erlent 24.1.2007 09:57
Hákarinn spýtti honum út úr sér Rúmlega fertugur kafari liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ástralíu eftir að þriggja metra langur hvíthákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Hákarlinn beit um búk og síðan höfuð mannsins. Honum tókst með snarræði að pota í auga hákarlsins sem spýtti honum þá út úr sér. Erlent 23.1.2007 17:55
Forsætisráðherra: Margir ókostir fylgja aðild að ESB Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir marga ókosti fylgja aðild að Evrópusambandinu. EES-samningurinn tryggi nægilegt aðgengi að markaði ESB. Geir segir að aðild hafi ekki verið til umræðu á Ísland í mörg ár. Mögulegt sé þó að einn flokkur ræði þann möguleika fyrir þingkosningarnar í vor. Erlent 23.1.2007 17:46
Beirút lömuð vegna óeirða Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Erlent 23.1.2007 17:50
Vantar hermenn í fleiri stríð Bandarískir hershöfðingjar hafa af því nokkrar áhyggjur að Írak og Afganistan hafi dregið úr getu heraflans til þess að berjast á nýjum vígstöðvum. Yfirhershöfðingi landgönguliðsins sagði í yfirheyrslu hjá þingnefnd að þeir hefðu skoðað aðrar hernaðaráætlanir, og hefðu áhyggjur af því að þar skorti getu á sumum sviðum. Erlent 23.1.2007 17:05
Segolene Royal biðst vægðar Segolene Royal, forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi, bað fjölmiðla í dag um að hætta að hnýsast í einkalíf sitt. Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað mikið um meintan ágreining hennar og sambýlismanns hennar Francois Hollande, sem er formaður Sósíalistaflokksins og gerði sér sjálfur vonir um að verða í framboði til forseta. Litlar líkur eru á að fjölmiðlar verði við óskum hennar. Erlent 23.1.2007 16:36
Ítalskur ráðherra krefst hermanna heim frá Afganistan Ráðherra græningja í samsteypustjórn Romanos Prodis, á Ítalíu, hefur hótað uppreisn í ríkisstjórninni vegna ítalskra hermanna í Afganistan. Hann krefst þess að gerð verði tímaáætlun um heimkvaðningu þeirra. Ítalir hafa þegar kallað hermenn sína heim frá Írak, en Prodi var á móti því stríði. Hann segir aftur á móti að hermennirnir í Afganistan tilheyri friðargæslusveitum, og það sé allt annar handleggur. Erlent 23.1.2007 15:51
Forseti Ísraels ákærður fyrir nauðgun Forseti Ísraels, Moshe Katsav, verður ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn fjórum konum í starfsliði hans. Dómsmálaráðuneyti Ísraels sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis, í dag. Forsetinn hefur neitað allri sök. Erlent 23.1.2007 15:35
Ekki einhugur innan japanska seðlabankans Einhugur var ekki innan stjórnar japanska seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentustigum í síðustu viku. Seðlabankinn lét af núllvaxtastefnu sinni síðasta sumar þegar hann hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í sex ár. Viðskipti erlent 23.1.2007 14:45
Kaþólska kirkjan vill undanþágu frá hommalögum Kaþólska kirkjan í Bretlandi segist kunna að loka ættleiðingarskrifstofum sínum ef hún verður neydd til þess, með nýjum lögum, að leyfa samkynhneigðum pörum að ættleiða börn. Löggjöf sem bannar mismunun samkynhneigðra tekur gildi í apríl. Um 4000 börn bíða þess á ættleiðingarstofum kirkjunnar að fá nýja foreldra. Erlent 23.1.2007 14:36
Óeirðir í Líbanon Mörg þúsund Líbanar hafa lamað nær alla Beirút og lokað af hluta hennar. Stjórnarandstæðingar hafa lagt niður vinnu víða um Líbanon og ætla sér að steypa ríkisstjórn landsins með góðu eða illu. Erlent 23.1.2007 13:17
Nærri því étinn af hákarli Rúmlega fertugur Ástrali liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í heimalandi sínu eftir að þriggja metra langur hákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Maðurinn var við köfun þegar hákarlinn réðist á hann og beit um höfuð hans. Tókst manninum með snarræði að pota í auga hákarlsins sem losaði um tak sitt og spýtti nánast kafaranum út úr sér. Erlent 23.1.2007 13:14
Hvetja til laga um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Forsetinn flytur árlega stefnuræðu sína í nótt og búist er við að umhverfismál beri þar á góma. Erlent 23.1.2007 13:09
Fleiri farþegar flugu með Finnair Finnska flugfélagið Finnair flaug með 8,8 milljónir farþega í fyrra. Þetta er 3,5 prósenta aukning frá árinu á undan. Mesta aukning farþega var á flugleiðum Finnair til Asíu í fyrra en hún nam 27,3 prósentum á milli ára. Flugfélagið hefur ákveðið að fjölga flugferðum til Indlands og Kína í sumar vegna aukinnar eftirspurnar. Viðskipti erlent 23.1.2007 09:45
Demókratar vilja Hillary, repúblíkanar Giuliani Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar innan flokksins eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Erlent 22.1.2007 17:58
Edmund Hillary gegn hvalveiðum Hinn frækni fjallgöngumaður Edmund Hillary, sem fyrstur manna kleif Everest, hefur gengið hvalavinum á hönd og ætlar að berjast fyrir friðun hvalastofna. Hillary, sem orðinn 86 ára gamall upplýsti um þetta í heimsókn í Nýsjálenska rannsóknarstöð á Suðurpólnum. Erlent 22.1.2007 18:50
Listar yfir kynferðisbrotamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum Yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum halda úti ítarlegum og uppfærðum listum yfir dæmda kynferðisbrotamenn í löndunum tveimur. Listar frá hverju fylki fyrir sig í Bandaríkjunum eru aðgengilegir á netinu og geta þarlendir notað þá til að kanna hvort dæmdir kynferðisbrotamenn eru búsettir í næsta nágrenni við þá. Erlent 22.1.2007 17:55
Þið eruð reknir -allir 400 þúsund Ríkisstjórn Libyu ætlar að reka rúmlega þriðjung opinbera starfsmanna sinna úr embætti. Það eru um 400 þúsund manns. Tilgangurinn er sá að draga úr opinberum útgjöldum og örva einkaframtakið í landinu. Ekki verða menn þó settir á Guð og gaddinn, því hinum brottreknu verða tryggð laun í þrjú ár, eða lán til þess að stofna fyrirtæki. Erlent 22.1.2007 17:56
Norður-Írska lögreglan leyfði morð á kaþólikkum Háttsettir foringjar í lögreglunni á Norður-Írlandi leyfðu uppljóstrurum sínum meðal mótmælenda að fremja morð á kaþólikkum í meira en áratug, samkvæmt skýrslu umboðsmanns lögreglunnar, sem gerð var opinber í dag. Á árunum 1991 og 2003 myrtu vígamenn úr Ulster sjálfboðaliðasveitinni að minnsta kosti 10 kaþólikka. Erlent 22.1.2007 17:36