Erlent

Fréttamynd

Leki olli sprengingu

Leki í efnaverksmiðju í Árósum í Danmörku er talinn orsök gríðarlegrar sprengingar sem í nótt kostaði einn starfsmanna hennar lífið. Líklegt er að sprengihætta hafi skapast þegar efni sem líkist bensíni slapp út í andrúmsloftið.

Erlent
Fréttamynd

Tölvuleikjarisar sameinast

Hugbúnaðarfyrirtækin Activision og Blizzard, sem framleiða nokkra af þekktustu tölvu- og netleikjum heims, hafa ákveðið að sameinast undir einu þaki og nýju sameinuðu nafni, Activision Blizzard. Breska ríkisútvarpið segir samrunann geta hrist upp leikjatölvubransanum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Putin vann stórsigur

Sameinað Rússland - flokkur Pútíns forseta - hlaut ríflega sextíu prósent atkvæða í rússnesku kosningunum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Castro ætlar að sitja áfram sem forseti

Fidel Castro er í framboði til þings í kosningum sem fram fara áKúbu í janúar. Það þykir benda til þess að hann ætli ekki að gefa upp forsetaembættið þrátt fyrir heilsuleysi sitt.

Erlent
Fréttamynd

Misþyrmdu mígandi manni

Sænska lögreglan leitar nú tveggja ungra kvenna sem misþyrmdu ungum manni svo hrottalega í Lundi að það varð að flytja hann á sjúkraús.

Erlent
Fréttamynd

Chaves hótar til hægri og vinstri

Hugo Chavez forseti Venesúela segist munu stöðva olíusölu til Bandaríkjanna ef bandarísk stjórnvöld skipta sér af þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í Venesúela í dag.

Erlent
Fréttamynd

Putin stefnir í rússneska kosningu

Rússar greiða nú atkvæði í þingkosningum sem nær öruggt er að flokkur forsetans, Sameinað Rússland, vinni með yfirburðum. Rúmlega 100 milljónir manna eru á kjörskrá.

Erlent
Fréttamynd

Bannað að vera á brjóstunum

Sænskar konur verða að sætta sig við að vera í baðfötum sem hylgja brjóst þeirra þegar þær fara í almennings sundlaugar.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir fella fjölmarga kúrda

Tyrkir segjast hafa fellt fjölmarga kúrdiska skæruliða í árás yfir landamæri Íraks í dag. Kúrdiski verkamannaflokkurinn svokallaði á höfuðstöðvar sínar í Norður-Írak, rétt við landamærin.

Erlent
Fréttamynd

Blóðugt ár í Danmörku

Þrjátíu og sex manneskjur hafa verið myrtar í Danmörku það sem af er þessu ári, að sögn danska blaðsins BT.

Erlent
Fréttamynd

Vilja drepa bangsakennarann

Þúsundir manna mótmæltu því á götum Kharthoum í gær að breska kennslukonan Gillian Gibbons skyldi ekki vera dæmd í nema fimmtán daga fangelsi fyrir að leyfa sjö ára börnum börnum í bekk sínum að skíra bangsa Múhameð.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverðið undir 90 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 90 dali á tunnu í dag eftir að viðgerð heppnaðist á olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. Þá spilar inn í að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, er talin ætla að auka olíuframleiðslu umtalsvert í næstu viku auk þess sem reiknað er með því að hátt olíuverð muni draga mjög úr eftirspurn, ekki síst eftir eldsneyti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Farðu frekar í teygjustökk

Yfir níutíuþúsund sjúklingar deyja og nær ein milljón bíður heilsutjón, á hverju ári, vegna mistaka á breskum sjúkrahúsum.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóri E-Trade hættur

Mitchell H. Caplan, forstjóri fjármála- og verðbréfafyrirtækisins E-Trade, sagði upp störfum í dag og tekur uppsögnin þegar gildi. Fyrirtækið hefur átt í gríðarlegum vanda en það þurfti líkt og fleiri bandarískar fjármálastofnanir að afskrifa 197 milljónir dala, jafnvirði rúmra 12 milljarða króna, vegna bókfærðs taps á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið tryggði sér 2,4 milljarða dala fjármögnun í dag til að bæta eiginfjárstöðuna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mæðurnar berja börnin

Umfangsmikil norsk rannsókn sýnir að mæður beita börn sín mun oftar líkamlegum refsingum en feðurnir.

Erlent
Fréttamynd

Úransmyglarar handteknir

Lögreglan í Slóvakíu og Ungverjalandi handtók í dag þrjá menn og gerði upptækt eitt kíló af geislavirku efni sem fjölmiðlar segja að sé auðgað úran.

Erlent
Fréttamynd

Formleg ákæra í bangsamálinu

Breska kennslukonan Gillian Gibbons sem hefur verið sökuð um að móðga spámann múslima kom fyrir rétt í Khartoum, höfuðborg Súdans í dag.

Erlent
Fréttamynd

Eldur veldur hækkun olíuverðs

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um 1,65 prósent á fjármálamarkaði í dag eftir að eldur kviknaði í olíuleiðslu frá Kanada til Minnesota í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að skrúfað var fyrir olíuflutning um hana. Um fjórðungur af olíuinnflutningi Bandaríkjanna kemur um leiðsluna en reiknað er með að óhappið setji skarð í olíubirgðir Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dýr myndi hænan öll

Egg eftir rússneska skartgripahönnuðinn Peter Carl Fabergé verður selt á uppboði í Lundúnum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í janúar, lækkaði í dag um 70 sent, eða 0,7 prósent, á fjármálamörkuðum í New York í Bandaríkjunum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem verðið lækkar sökum fyrirætlana OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, að auka olíuframleiðslu um 22 prósent í jólamánuðinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Maður með heimþrá

Rússneskur maður stal tertu af konu á götu í Moskvu í gær. Hann bað hana svo að hringja í lögregluna og kæra verknaðinn.

Erlent
Fréttamynd

Freddie Mac bætir eiginfjárstöðuna

Bandaríska veðlánafyrirtækið Freddie Mac, eitt stærsta fyrirtæki í þessum geira í vesturheimi, ætlar að gefa út nýtt hlutafé fyrir sex milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 379 milljarða íslenskra króna. Gjörningurinn er til þess fallinn að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins í skugga rúmlega eins milljarða dala útlánataps og afskrifta á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Viðskipti erlent