Erlent

Fréttamynd

Kastaði sér fram af Empire State

Miðaldra maður henti sér niður af 86. hæð Empire State byggingarinnar í New York í gær. Maðurinn klifraði yfir girðingu á útsýnispalli byggingarinnar og lét sig falla niður. Eins og nærri má geta er hann allur eftir verknaðinn. Þetta er í 31. skipti sem sjálfsmorð er framið með þessum hætti síðan Empire State byggingin var opnuð árið 1931.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarfundur innan stundar

Neyðarfundur úkraínska þingsins hefst í Kænugarði innan stundar, og verður fjallað um þá ólgu sem ríkt hefur í landinu eftir forsetakosningarnar um síðustu helgi. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka hafa tilkynnt þátttöku sína á fundinum, nema flokkur Viktors Janúkóvits, forsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Innilokaðir í brennandi húsi

Sex slökkviliðsmenn eru fastir inni í bílastæðahúsi í bænum Gretzenbach í Sviss en eldur varð laus í húsinu í morgun. Slökkviliðsmennirnir urðu inniloka þegar þak hússins hrundi og að sögn talsmanns lögreglunnar í bænum eru líkurnar á því að mennirnir finnist á lífi orðnar hverfandi.

Erlent
Fréttamynd

Dó brennivínsdauða á flóttanum

Liðlega þrítugur finnskur karlmaður rændi í gær hótel í bænum Turku í vesturhluta landsins, drakk sig öfurölvi og dó síðan brennivínsdauða í leigubíl þar sem lögreglan handtók hann. Ræninginn hafði hótað starfsmanni í afgreiðslu hótelsins með vopni og heimtað fé og áfengi.

Erlent
Fréttamynd

Sendinefnd ber kennsl á lík

Írösk sendinefnd er komin til Bosníu til að læra, af biturri reynslu á því svæði, hvernig skuli bera kennsl á lík sem grafin hafa verið í fjöldagröfum. Tæplega þrjú hundruð fjöldagrafir hafa fundist í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Ætluðu að drepa Bush

Uppreisnarmenn í hópi marxista í Kólumbíu hugðust drepa George W. Bush þegar hann heimsótti borgina Cartagena í síðustu viku. Öryggisgæsla var gífurleg við heimsókn Bush og engin óhöpp urðu.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar endurteknar fyrir áramót

Líkur eru á að boðað verði til nýrra kosninga í Úkraínu fyrir áramót. Þingið lýsti forsetakosningarnar ógildar í gær og samþykkti vantraust á yfirkjörstjórnina. Viktor Júsjenko vill að kosið verði aftur 12. desember.

Erlent
Fréttamynd

Taj Mahal opið á nóttunni

Nú hefur verið ákveðið að hafa ástarhofið í Indlandi, Taj Mahal, einnig opið almenningi á nóttunni samkvæmt BBC.

Erlent
Fréttamynd

Rúmenar fá 50 milljarða aukastyrk

Evrópusambandið hefur ákveðið að veita Rúmeníu ríflega 50 milljarða íslenskra króna í aukastyrki þegar landið gengur í Evrópusambandið árið 2007. Bróðurpartur upphæðarinnar fer í að auka öryggi við landamæri Rúmeníu.

Erlent
Fréttamynd

Fyrirsæta auglýsir hamborgara

Fyrirsætan grannvaxna, Heidi Klum, mun segja fólki allt um ágæti þess að snæða hamborgara og franskar næstu tvö árin. Hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við hamborgararisann McDonalds þess efnis að vera andlit fyrirtækisins.

Lífið
Fréttamynd

100 dagar liðnir frá gíslatöku

Þess var minnst víða í Frakklandi í gær að 100 dagar eru síðan frönsku blaðamennirnir Christian Chesnot og Georges Malbrunot voru teknir í gíslingu í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Stökk af 86. hæð

Maður framdi sjálfsmorð í New York með þeim hætti að hann stökk fram af 86. hæð Empire State byggingarinnar sem er einn fjölfarnasti ferðamannastaður Manhattan, samkvæmt CNN.

Erlent
Fréttamynd

Úrslitin verði ógilt

Forseti úkraínska þingsins telur að ógilda eigi úrslit forsetakosninganna til að binda enda á þá ólgu sem ríkt hefur í landinu. Úkraínska þingið fjallar um þá ólgu sem ríkt hefur í landinu eftir forsetakosningarnar um síðustu helgi, en allir stjórnmálaflokkar, nema flokkur Viktors Janúkóvits, forsætisráðherra, sitja neyðarfundinn.

Erlent
Fréttamynd

Barghouti hættir við

Palestínski uppreisnarmaðurinn, Marwan Barghouti, sem situr í fangelsi í Ísrael, ætlar ekki að gefa kost á sér í væntanlegum forsetakosningum í Palestínu og taka við hlutverkinu af Jassirs Arafats, sem lést 11. nóvember síðastliðinn. Barghouti áformaði að bjóða sig fram gegn Mahmoud Abbas, en hætti við það og lýsti yfir stuðningi við Abbas

Erlent
Fréttamynd

Sigur fyrir stjórnarandstöðuna

Stjórnarandstaðan í Úkraínu þykir hafa unnið táknrænan sigur í dag eftir að þjóðþingið ógilti forsetakosningarnar í landinu þar sem þær endurspegluðu ekki vilja kjósenda. Þingið lýsti yfir vantrausti á yfirkjörstjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Ekki fundinn

Víðtæk leit og eftirgrennslan lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og víða um land, að ungum manni, sem er grunaður um að hafa lokkað níu ára stúlku upp í bíl sinn í kópavogi í fyrradag og skilið hana eftir á Þingvallavegi á Mosfellsheiði, hefur enn engan árangur borið.

Erlent
Fréttamynd

Ekki til Írak á þakkargjörðarhátíð

George Bush Bandaríkjaforseti ákvað að heimsækja ekki bandarískar hersveitir í gær, á þakkagjörðahátíðinni, en í fyrra birtist hann óvænt í Írak. Í þetta sinn lét hann duga að hringja til Íraks frá búgarði sínum í Crawford í Texas.

Erlent
Fréttamynd

Fundað um stöðuna

Víktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, og Víktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sitja á fundi með fulltrúum Rússlands og Evrópusambandsins til að reyna að leysa deiluna um forsetakosningarnar. Janúkovitsj skorar á stuðningsmenn sína að koma í veg fyrir valdarán.

Erlent
Fréttamynd

Bin Laden ekki í Pakistan?

Hvorki finnst tangur né tetur af Osama Bin Laden, þrátt fyrir ítrekaða leit pakistanska hersins við landamæri Afghanistan, þar sem Bin Laden er sagður halda sig. Yfirmaður innan hers Pakistana segir þetta óyggjandi sönnun þess að Bin Laden sé alls ekki við landamærin

Erlent
Fréttamynd

Hætta auðgun úrans

Stjórnvöld í Íran hafa heitið Evrópusambandinu og Alþjóðakjarnorkustofnuninni að standa við loforð sitt um að hætta auðgun úrans og öllum öðrum tengdum aðgerðum. Þetta er haft eftir írönskum embættismanni, sem fundaði með fulltrúum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar í Vínarborg í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Heilinn skreppur saman

Ný rannsókn vísindamanna við Northwestern-háskólann í Chicago sýnir að heili þeirra sem búa við langvarandi sársauka og kvalir skreppur saman. Þetta er talið minnka getu þeirra til rökhugsunar og mannlegra samskipta.

Erlent
Fréttamynd

Arfleifð Arafats skapar svigrúm

Forystumenn East-West Institute telja að Bandaríkin þurfi og muni treysta á bandamenn sína í baráttunni gegn útbreiðslu kjarnavopna. Þá segja þeir að arfleifð Arafats komi í veg fyrir að valdabarátta leiði til átaka í Palestínu muni skapa eftirmanni hans svigrúm til athafna.</font /></b />

Erlent
Fréttamynd

4 drepnir á græna svæðinu

Fjórir starfsmenn bresks öryggisfyrirtækis í Baghdad voru drepnir í árás skæruliða á hið svokallaða græna svæði í gærkvöldi. Þá eru 15 slasaðir eftir árásina. Það færist í vöxt að gerðar séu árásir á græna svæðið, þar sem sendiráð Bandaríkjanna og Bretlands hafa aðsetur, sem og bráðabirgðastjórn Íraka.

Erlent
Fréttamynd

Snákatemjarar hóta stjórnvöldum

Indverskir snákatemjarar hóta að sleppa baneitruðum snákum í þinghúsi indverska fylkisins Orissa ef yfirvöld þar halda fast í bann við snákasýningum á gangstéttum.

Erlent
Fréttamynd

Semja um friðsamlega lausn

Mennirnir sem takast enn á um völdin í Úkraínu, tæpri viku eftir seinni umferð forsetakosninganna, samþykktu í gær að semja um friðsamlega lausn deilunnar sem hefur valdið uppnámi í Úkraínu. Viktor Janukovitsj forsætisráðherra og Viktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hittust í gærkvöldi á fundi með Leoníd Kútsjma, fráfarandi forseta.

Erlent
Fréttamynd

Þora ekki heim

Stjórnarmenn olíurisans Yukos ætla að halda sig utan Rússlands enn um sinn, þar sem þeir eru smeykir um aðgerðir stjórnvalda gegn sér. Fjármálastjóri Yukos var í vikunni færður í yfirheyrslur hjá saksóknara og segjast hátt settir menn innan fyrirtækisins ekki treysta sér til þess að dvelja í heimalandi sínu fyrr en þeir geta verið vissir um að handtökur vofi ekki yfir.

Erlent
Fréttamynd

4 milljónir starfsmanna þarf

Fjórar milljónir alþjóðlegra heilbrigðisstarfsmanna til viðbótar þarf til ef heilsu fólks um gjörvallan heim á að fara fram næsta áratuginn. Þetta er mat hóps eitt hundrað yfirmanna úr heilbrigðisgeiranum víðs vegar um heiminn.

Erlent
Fréttamynd

19 látast vegna kulda í Tyrklandi

19 manns hafa látist af völdum kuldabola í Tyrklandi undanfarna viku. Nokkrir hafa beinlínis látist úr kulda, en aðrir hafa dottið í hálku eða látist óbeint af völdum frosthörkunnar sem ríkt hefur í Tyrklandi síðustu daga. Þá hafa nokkrir skólar neyðst til þess að leggja niður starfsemi síðustu tvo dagana, flugumferð hefur víða legið niðri og vegir til sveitahéraða eru lokaðir.

Erlent
Fréttamynd

Jólasveinn skotinn

Vopnaður bankaræningi, íklæddur jólasveinabúningi lést í Þýskalandi í dag. Ræninginn hafði ásamt öðrum manni, sem einnig var klæddur sem jólasveinn, haft á brott með sér nokkrar milljónir króna, þegar til skotbardaga kom. Einn lögreglumaður slasaðist alvarlega, en sá jólasveinanna sem ekki varð fyrir skoti náði að flýja af vettvangi og er enn ófundinn.

Erlent