Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Engar pappa­skeiðar með skyri frá MS í Hollandi

Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Swapp Agen­cy nú með starf­semi á öllum Norður­löndum

Íslenska fyrirtækið Swapp Agency, sem býður fyrirtækjum lausn við að halda utan um starfsfólk í fjarvinnu í öðrum löndum og greiða því sem launþegum, hefur nú hafið starfsemi í Noregi. Fyrirtækið er því komið með starfsemi á öllum Norðurlöndunum, en fyrirtækið hafði áður hafið starfsemi í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku auk Íslands og Færeyja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð

Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni.

Tónlist
Fréttamynd

Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað

Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir.

Innlent
Fréttamynd

Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“

Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann.

Lífið
Fréttamynd

„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“

Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu.

Lífið
Fréttamynd

Lög­reglan mun skoða gögn í máli Hrafn­hildar Lilju og óska eftir upp­lýsingum frá Dóminíska lýð­veldinu

Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma

Innlent
Fréttamynd

„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“

Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus.

Innlent
Fréttamynd

Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu

Edda Her­manns­dóttir, sam­skipta­stjóri Ís­lands­banka, og Rík­harður Daða­son, fjár­festir og fyrr­verandi lands­liðs­maður í knatt­spyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 

Lífið
Fréttamynd

Heldur á vit ævintýranna á Ítalíu

Listakonan Linda Jóhannsdóttir hefur komið víða að í hinum skapandi heimi og er á leið til Flórens í framhaldsnám í listum. Hún stendur fyrir sýningunni Ástarljóð sem opnar í dag klukkan 17:00 í Gallerí Sólveig Hólm. Linda hefur aðallega unnið list sína á pappír og er eigandi og hönnuður merkisins Pastelpaper en á þessari sýningu sýnir hún í fyrsta skipti stór abstrakt verk á stiga.

Menning
Fréttamynd

Ástfangin á rauða dreglinum

Baltas­ar Kormákur og listakonan Sunn­eva Ása Weiss­happ­el voru glæsileg á rauða dreglinum við heimsfrumsýningu nýjustu myndar Baltasars sem ber heitið Beast. Idris Elba lét sig ekki vanta á svæðið en hann fer með aðalhlutverk myndarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Fær loksins lík eiginmannsins afhent

Drífa Björk Linn­et Kristjáns­dótt­ir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafn­kels­son­ar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. fe­brú­ar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá.

Lífið
Fréttamynd

Stuðlabandið springur út í Brasilíu

Hljómsveitin Stuðlabandið vakti athygli á Kótelettunni nú í júlí þegar þeir tóku hið sígilda barnalag Í larí lei og allt ætlaði um koll að keyra en atriðið var tekið upp á myndband sem birtist á vefsíðunni Youtube. Lagið er upphaflega gefið út af brasilísku tónlistarkonunni XUXA og heitir Ylarie en í kjölfar óvæntrar atburðarrásar birti hún myndbandið af Stuðlabandinu á Instagram síðu sinni. Blaðamaður heyrði í Fannari Frey meðlim Stuðlabandsins.

Tónlist
Fréttamynd

Yfir 50 þúsund saman komin á Íslendingadeginum

Yfir fimmtíu þúsund eru saman komin á Íslendingadeginum í Kanada. Hátíðin, sem stendur yfir í nokkra daga, hefur verið haldin árlega frá árinu 1890 og fer fram í Gimli, en henni er ætlað að viðhalda sambandi Íslendinga og fólks af íslenskum uppruna í Kanada.

Erlent
Fréttamynd

Berdreymi vann til verðlauna í Sarajevó

Kvikmyndin Berdreymi vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku. Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Víkingur vann stærsta alþjóðlega mót heims

Víkingur bar sigur úr býtum á hinu alþjóðlega móti móti í fótbolta drengja yngri en 16 ára. Víkingur lagði Stjörnuna að velli í úrslitaleik mótsins eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni. 

Fótbolti