Lög og regla

Fréttamynd

Hafi verið numin á brott

Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort átta ára gömul stúlka hafi verið numin á brott skammt frá Laugardalslauginni.

Innlent
Fréttamynd

Kona fékk felldan niður kostnað

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í vor þar sem fellt var úr gildi fjárnám á hendur konu vegna sakarkostnaðar sem hún hafði ekki burði til að greiða. Hún hafði greitt sekt sem henni var gerð í opinberu máli, en ekki sakarkostnað sem hún átti einnig að greiða.

Innlent
Fréttamynd

Vill að æðstu menn segi af sér

Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Dylgjur stjórnmálamanna óþolandi

Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Stór hluti boða úr sendum falskur

Stór hluti þeirra boða sem berast úr gömlum neyðarsendum er falskur. Rúmar tíu klukkustundir tók að finna neyðarsendi sem unglingar í Sandgerði settu af stað í gær.

Innlent
Fréttamynd

Frávísun máls felld úr gildi

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi frávísun héraðsdóms í máli Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Auður sakar Hannes um ritstuld í bók hans <em>Halldór</em>. Málið fer nú aftur fyrir héraðsdóm sem mun taka efnislega afstöðu til þess. Þegar Héraðsdómur vísaði málinu frá var það á þeirri forsendu að það væri ekki nógu vel reifað.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu neyðarsendis á Reykjanesi

Varðskip, björgunarskipið frá Sandgerði og björgunarsveitarmenn á landi leituðu í allan gærdag að neyðarsendi sem gaf til kynna að að einhver vá væri við Reykjanes. Gervihnöttur nam sendingarnar og bárust upplýsingar um þær frá Noregi. Eftir mikla leit fundu björgunarsveitarmenn sendinn í fjörunni á bak við sjoppu í Sandgerði klukkan hálftíu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Þrír slasaðir eftir árekstur

Laust eftir klukkan sex í gærdag var fólksbifreið ekið aftan á flutningabifreið við hraðahindrun sem nýbúið er að setja upp á Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir slysið, ökumaður og farþegi fólksbílsins, auk ökumanns flutningabifreiðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir gott að fá efnislegan dóm

Hannes Hómsteinn Gissurarson háskólaprófessor segist ekkert hafa við úrskurð Hæstaréttar í máli Auðar Laxenss á hendur honum að athuga og segir gott að fá efnilegan dóm í málinu. Hæstirrétur felldi í gær úr gildi frávísun héraðsdóms á málinu, en Auður stefndi Hannesi fyrir meintan ritstuld úr verkum Halldórs Laxness í bók hans <em>Halldór</em>.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmál sé byggt á sandi

Jóhannes Jónsson stjórnarmaður í Baugi segir að frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á ákærum gegn Baugi, sýni að málið hafi allt verið byggt á sandi af hálfu ákæruvaldsins, að þeirri niðurstöðu komist þrír valinkunnir dómarar Héraðsdóms. Nú þegar ákæruvaldið vísi málinu væntanlega til Hæstaréttar, segist Jóhannes treysta því að þeir dómarar sem tengist Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, verði ekki látnir koma nálægt meðferð Hæstaréttar á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Stefna ÖÍ að verða tilbúin

Lögfræðingar Öryrkjabandalags Íslands leggja nú lokahönd á stefnu á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna vanefnda á samningi sem Öryrkjabandalagið gerði við heilbrigðisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í aðdraganda kosninga árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslutökur standa enn

Skýrslutökur standa enn í rannsókn Lögreglu í Reykjavík á slysinu sem varð á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardagsins 17. september. Í slysinu fórust maður og kona, en hjón komust af nokkuð slösuð með 10 ára son sinn lítið meiddan.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um niðurstöðu Héraðsdóms í Baugsmálinu. Þetta tilkynnti starfsmaður dómsmálaráðuneytisins fréttastofunni þegar hún reyndi að ná tali af ráðherra í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 155 km hraða

Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í gær þýskan ferðamann eftir að hann hafði mælst á 155 kílómetra hraða á þjóðveginum. Hann taldi sig vera á hraðbraut og því eiga frítt spil, líkt og á þýsku „átóbönunum“ svokölluðu.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur getur ógilt úrskurðinn

Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt?

Innlent
Fréttamynd

Baugsmál: Fáir vilja tjá sig

Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um Baugsmálið í dag en hann er staddur í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofan reyndi jafnframt ítrekað að ná í feðgana Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, án árangurs.

Innlent
Fréttamynd

Verulega áfátt

Í úrskurði Héraðsdóms í Baugsmálinu í morgun segir m.a. að samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd verði að lýsa því hvernig ákærði er talinn hafa með athæfi sínu gerst sekur um það brot sem um ræðir. Í ákæru ríkisvaldsins gegn forsvarsmönnum Baugs sé því verulega áfátt. 

Innlent
Fréttamynd

Ágallarnir of miklir

Ágallarnir á þeim átján ákæruliðum  í Baugsmálinu, sem dómarar í málinu höfðu tiltekið með bréfi í lok ágúst, þykja vera svo miklir að vísa þurfi málinu frá dómi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir að þar sem ágallar eru á verulegum hluta ákærunnar sé ekki hjá því komist að vísa málinu frá í heild.

Innlent
Fréttamynd

Varla möguleiki á nýrri ákæru

Aðspurður hvort hann telji möguleika fyrir ákæruvaldið að leggja fram nýja ákæru segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að það geti ekki verið ætlunin að ákæruvaldið komi fram með ákæru sem ekki standist og fái síðan leiðbeiningu dómstóla hvernig gera eigi ákærurnar úr garði.

Innlent
Fréttamynd

Fjalla á um möguleg brot Hannesar

Héraðsdómur Reykjavíkur á að taka til efnismeðferðar kröfur Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, aðrar en bótakröfur, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar í gær. Krafist var um 7,5 milljóna króna í bætur vegna meintra höfundarréttabrota Hannesar við ritun bókarinnar Halldór.

Innlent
Fréttamynd

Sjónvarpið var sýknað

Ríkisútvarpið var sýknað af kröfum Tefra-Film um greiðslu á rúmlega 38 milljónum króna auk vaxta fyrir sýningarrétt á kennslumyndaröðinni "Viltu læra íslensku?" sem sýnd var í sjónvarpi á þessu og síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmál: Kom ekki á óvart

Öllum ákærum í Baugsmálinu var vísað frá í heild sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var að vonum ánægður eins og aðrir verjendur í málinu. Hann sagði þetta ekki alveg hafa komið á óvart eftir það sem á undan hafi gengið.

Innlent
Fréttamynd

Sendir fannst undir kvöld

Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum og Landhelgisgæslu við Sandgerði í gær vegna sendinga neyðarsendis á svæðinu. Að sögn Landhelgisgæslu hófust sendingarnar klukkan 11:17 í morgun og fór strax nokkur viðbúnaður í gang.

Innlent
Fréttamynd

Rotaðist í Norðurárdal

Ökumaður bíls sem fór út af veginum og valt í Norðurárdal síðdegis í gær var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landsspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi í Reykjavík. Maðurinn sem var einn í bílnum hafði orðið fyrir nokkru höfuðhöggi og rotast.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmálið á pólitískum forsendum?

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í júlí síðastliðnum að ef rannsókn Baugsmálsins væri á pólitískum forsendum, eins og forsvarsmenn Baugs hafa haldið fram, þá hljóti dómstólar að henda málinu út.

Innlent
Fréttamynd

Björn tjáir sig ekki um Baugsmálið

<p>Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kaus að svara ekki fyrirspurnum Fréttablaðsins eftir að ljóst var að fjölskipaður héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá dómi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Öllum ákæruliðum vísað frá

Öllum ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu svokallaða var vísað frá fyrir Héraðsdómi í morgun. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Hann sagði þetta ekki vera áfall fyrir stofnunina.

Innlent
Fréttamynd

Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi

<font face="Helv"></font> Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum.  Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest.

Innlent
Fréttamynd

RÚV sýknað af 30 milljóna kröfu

Ríkisútvarpið var í dag sýknað af rúmlega þrjátíu milljón króna kröfu fyrirtækisins Teftra Film vegna sýningar á fræðsluþáttunum „Viltu læra íslensku?“. Tuttugu og einn þáttur sem fyrirtækið framleiddi undir þessu nafni var sendur út í Ríkissjónvarpinu, án þess að greiðsla kæmi fyrir.

Innlent