Auglýsinga- og markaðsmál

Fréttamynd

Skiltið skuli fjar­lægt

Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvíta húsið og Ennemm segja upp fólki

Markaðs- og auglýsingastofurnar Hvíta húsið og Ennemm gripu til uppsagna fyrir mánaðamótin. Alls missa þrettán vinnuna. Framkvæmdastjórar segjast finna fyrir samdrætti og leitt að sjá á eftir góðu fólki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Takk, Gísli Marteinn

Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini.

Skoðun
Fréttamynd

Al­menn á­nægja með nýtt út­lit Al­þingis

Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs.

Innlent
Fréttamynd

Mann­líf sektað vegna tóbaks­aug­lýsinga

Fjölmiðlanefnd sektaði fjölmiðlafyrirtækið Sóltún, sem rekur fjölmiðilinn Mannlíf, um 250 þúsund krónur fyrir að brjóta á lögum um fjölmiðla með því að auglýsa bæði nikótín- og áfengisvörur á vef Mannlífs í keyptri umfjöllun á vef miðilsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerður í Blush orð­laus yfir aug­lýsingum Play

Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pipar/TBWA eflir samskiptateymið

Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Margréti Stefánsdóttur almannatengil og Silju Björk Björnsdóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum í samskipta- og almannatengslateymi stofunnar, sem Lára Zulima Ómarsdóttir leiðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Unnur Eggerts og Mateja til Maura

Unnur Eggertsdóttir og Mateja Deigner hafa gengið til liðs við auglýsingastofuna Maura. Unnur hefur verið ráðin sem hugmynda- & textasmiður og verkefnastjóri og Mateja sem grafískur hönnuður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ingi­björg selur allan eignar­hlut sinn í LED Birtingum

Stefán Ragnar Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra verslunarsviðs Samkaupa, hefur gengið frá kaupum á um fjórðungshlut í eignarhaldsfélaginu Signo, móðurfélagi LED Birtinga og LED Skilta, eftir að Ingibjörg Pálmadóttir fjárfestir losaði um allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu.

Innherji
Fréttamynd

Samningur við Steina snerist í hers höndum

Æ færri Bandaríkjamenn skrá sig í bandaríska herinn árlega, samkvæmt tölfræði hersins síðustu ár. Hermálayfirvöld hafa því lagt meira púður í markaðssetningu sem ber misjafnan árangur. 

Lífið
Fréttamynd

Veg­far­endum stafi hætta af aug­lýsinga­skiltum

Vegagerðin segir auglýsingaskilti vera til þess gerð að draga athygli ökumanna frá akstrinum. Bjartir skjáir sem skipta á milli auglýsinga ótt og títt við gatnamót þar sem mikið er um að vera eru sérstaklega varhugaverð.

Innlent
Fréttamynd

Halla verði að upp­lýsa um bílakaupin

Sérfræðingar í siðfræði og almannatengslum segja nauðsynlegt fyrir traust og gagnsæi að tilvonandi forsetahjón upplýsi um hvaða afslátt þau fengu þegar þau keypu nýjan bíl hjá Brimborg. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fréttastofu hafa svör ekki borist um það.

Innlent
Fréttamynd

Biðst vel­virðingar á myndbirtingunni

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti.

Innlent