Innlent

Fréttamynd

Losun koltvísýrings næstmest í Reykjavík á Norðurlöndum

Losun koltvísýrings vegna samgangna er næstmest í Reykjavík samkvæmt mælingum í sjö stórborgum á Norðurlöndunum. Þetta kom fram á stórborgaráðstefnu norrænu ríkjanna sem haldin var á dögunum og greint er frá á vef Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Forseti litháíska þingsins í opinberri heimsókn

Viktoras Muntianas, forseti litháíska þingsins, er í opinberri heimsókn hér á landi sem hófst í gær og stendur fram á laugardag. Forsetinn mun ásamt sendinefnd funda með Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, og fulltrúum þingflokka.

Innlent
Fréttamynd

Kynna drög að samningu um útvarpsþjónustu í almannaþágu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri hafa boða til blaðamannafundar nú klukkan tólf þar sem kynnt verða drög að samningi ráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Greint verður frekar frá fundinum á Vísi síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Jafet selur fjórðungshlut sinn í VSB

Jafet S. Ólafsson, framkvæmdatjóri VBS fjárfestingabanka, hefur selt tæplega fjórðungshlut sinn í bankanum og á tvö prósent eftir söluna. Kaupandi er fjárfestingafélagið FSP, sem er í eigu tuttugu sparisjóða og Sparisjóðabanka Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Verða að störfum við Hellisheiðarvirkjun fram eftir degi

Starfmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verða að störfum í Hellisheiðarvirkjun fram eftir degi en þangað voru þeir kallaðir laust eftir klukkan þrjú nótt eftir að um það bil eitt tonn af baneitraðri saltpéturssýru lak úr gaslögn við suðuhreinsun í virkjuninni.

Innlent
Fréttamynd

Vill óháða rannsóknarnefnd vegna leyniþjónustustarfsemi

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að kanna umfang leyniþjónustustarfsemi hér á tímum kalda stríðsins. Kemur sú krafa í framhaldi af uppljóstrunum Þórs Whitehead sagnfræðings sem greindi frá í því í grein í ritinu Þjóðmál að slík starfsemi hefði verið á vegum stjórnvalda á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptahalli 11,6 milljarðar í ágúst

Viðskiptahallinn við útlönd í ágústmánuði nam 11,6 milljörðum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Fluttar voru út vörur fyrirr 16,6 milljarða króna og inn fyrir 28,2 milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Vöruskipti óhagstæð um 11,6 milljarða

Vöruskipti voru óhagstæð um 11,6 milljarða krónur í ágústmánuði. Þetta er 3,2 milljörðum krónum minna en á sama tíma fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru vöruskipti hins vegar neikvæð um 63,4 milljarða krónur sem er 31,2 milljörðum krónum meira en á fyrstu átta mánuðum síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip í skipafélagsbandalag í Evrópu

Eimskip hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships og munu félögin tvö, ásamt litháenska skipafélaginu Kursiu Linija, sem er í eigu Eimskipa, mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingu. Félagið mun heita Containerships Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kornþresking víða komin langt

Kornþresking er víða langt komin að því fram kemur á fréttavef Landssambands kúabænda og er uppskera í góðu meðallagi að sögn Ingvars Björnssonar, ráðunautar hjá Búgarði. Þroski kornsins er hins vegar undir meðallagi.

Innlent
Fréttamynd

Einbreiðum brúm fækkað um átta á næsta ári

Fækka á einbreiðum brúm á Hringveginum um átta á næsta ári samkvæmt Vegaáætlun. Einbreiðum eða einnar akgreinar brúm á Hringveginum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu árin. Mest hefur verið fækkað um tíu brýr en það var árið 2003. Fjórar af einnar akgreinar brúnum sem hverfa á næsta ári eru í Norðurárdal í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

Logaði í útikamri

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Eiðistorgi á Seltjarnarnesi á sjöttatímanum í dag þar sem kveikt hafði verið í útikamri. Þegar komið var á staðinn logaði í ruslafötu sem troðið hafði verið ofan í innkaupaköfu og innkaupakörfunni svo troðið inn í kamarinn.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur við Bústaðaveg

Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur við Bústaðaveg á fimmta tímanum í dag. Meiðsl hans eru þó ekki talin alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Aukinn viðbúnaður vegna myrkvunar

Lögreglan í Reykjavík verður með aukinn viðbúnað annað kvöld þegar Reykjavíkurborg verður myrkvuð frá klukkan 22:00-22:30. Þá verður slökkt á allri götulýsingu en myrkvunin hefur þó ekki áhrif á öryggiskerfi og umferðarljós verða áfram virk.

Innlent
Fréttamynd

Tappinn verður settur í Kárahnjúkastíflu í fyrramálið

Tappinn verður settur í Kárahnjúkastíflu í fyrramálið og þá mun stærsta fljót Austurlands hætta að renna um farveg sinn, um leið og byrjað verður að safna vatni í Hálslón. Íbúar á Jökuldal segir það út í bláinn og dapurlegt að fólk skuli detta í hug að hætt verði við allt saman.

Innlent
Fréttamynd

Tilraun til bleikjueldis mistókst

Tilraun til bleikjueldis í Klettsvík hefur mistekist og það þrátt þrátt fyrir að náttúrulegar aðstæður hafi verið eins og best verður á kosið. Fréttavefurinn Sudurland.is greinir frá þessu en þar segir að þetta sé mat þeirra sem að tilrauninni stóðu. Aðeins um fimmtungur var eftir í kvínni á síðastliðinn laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Vopnin kvödd með fánum

Þjóðarhreyfingin hvetur til þess að landsmenn dragi fána að húni á sunnudag, daginn eftir að landið verður formlega herlaust, og boðar jafnframt fagnaðarhátíðina "Vopnin kvödd". Mikið hreinsunarstarf bíður Íslendinga á herstöðvarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

35 ára loforð endurtekið hjá S.þ.

Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að funda á ný um afnám tolla

Forystu Bændasamtakanna og Samfylkingunni greinir á um hvernig staðið skuli að lækkun matarverðs. Bændur hafa sagt tillögur Samfylkingarinnar ganga að landbúnaðinum dauðum en fylkingarnar funduðu í dag og stefna að fleiri fundum á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Hvatt til að hætta fiskneyslu

Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund eru að hefja herferð þar sem Evrópubúar eru hvattir til að borða minni fisk, í einhvers konar mannúðarskyni. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir mjög alvarlegt að samtökin geri þetta.

Innlent
Fréttamynd

Hár gsm kostnaður á Íslandi

GSM símakostnaður Íslendinga hefur hækkað undanfarin ár á meðan hann hefur lækkað á Norðurlöndunum. Póst- og fjarskiptastofnunin segir fákeppni einkenna íslenska markaðinn og bindur vonir við að fleiri fyrirtæki komi inn á markaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Sýnt frá fyllingu Hálslóns við Kárahnjúkastíflu

NFS verður með beinar útsendingar frá Kárahnjúkum á Stöð 2 og visir.is á morgun. Stefnt er að því að tappinn verði settur í Hálslón og lokað fyrir rennsli Jöklu við Kárahnjúka á milli kl 9 og 10 í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða nýja sérhæfða þjónustu fyrir aldraða

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hleypti í dag af stokkunum nýrri sérhæfðri heimaþjónusta fyrir veika aldraða. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Landspítala - háskólasjúkrahúss og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Innlent