Skoðanir

Fréttamynd

Framtíðarsýn fyrir sjávarútveg – takk!

Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinarinnar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ábyrgð fyrirtækja

Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrirtækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta uppfinning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru vankantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig milljarða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun.

Skoðun
Fréttamynd

Offita – Hvað er til ráða?

Offita hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en í allri umræðu um offitu ætti áherslan ávallt að vera á heilbrigðan lífsstíl, þ.e. mikilvægi þess að borða hollt fæði og hreyfa sig nægjanlega.

Skoðun
Fréttamynd

Tími óðagotsins er liðinn

Undanfarin ár hefur athygli margra frumkvöðla á sviði heilbrigðisvísinda og velferðar beinst að alþjóðavæðingu heilbrigðisþjónustunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ný náttúruverndarólög

Nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til breytingar á náttúruverndarlögum. Frumvarp sem lagt er fram til höfuðs frjálsri ferðamennsku á Íslandi. Í stuttu máli á að búa til gagnagrunn sem inniheldur þær akstursleiðir sem má aka, en allstaðar annarstaðar er það bannað. Einhver hefur kannski heyrt áður um reglur sem gera ráð fyrir að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft, hugmyndafræði sem ekki hefur tíðkast á Íslandi. Margir segja að það sé fínt að fá þetta á hreint þá sé bara vitað hvar má keyra og hvar má ekki keyra. En þetta er ekki svona einfalt. Eina forsenda þessa frumvarps virðist vera að utanvegaakstur sé stórt vandamál.

Skoðun
Fréttamynd

Lífeyriskerfi á traustum grunni!

Ég sé að góð vinkona mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona, hefur töluverðar áhyggjur af okkar ágæta lífeyriskerfi, samanber grein hennar í Fréttablaðinu s.l. miðvikudag. Sigríður Ingibjörg spyr tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort raunsætt sé að byggja lífeyriskerfi okkar á ávöxtun upp á 3,5% og í öðru lagi hvaða áhrif þetta vaxtaviðmið hafi á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu. Í framhaldinu reynir Sigríður Ingibjörg að svara þessum spurningum en þar þykir mér gæta ákveðins misskilnings sem sjálfsagt er að leiðrétta hér.

Skoðun
Fréttamynd

Deiliskipulag þriggja hverfa í Garðabæ

Garðahverfi á Garðaholti er 79 hektarar að stærð, í dag er búið þar á 14 bæjum og stundaður smábúskapur með sauðfé og hross. Í deiliskipulaginu segir að landið sé í eigu Garðabæjar en um það gildi svokölluð byggingarbréf sem er samningur á milli Garðabæjar og landhafa. Garðahverfi er deiliskipulagt í einkaframkvæmd af áhugasömum einstaklingum sem lögðu fram fjármuni og stofnuðu áhugamannafélagið Garðafélagið en forsvarsmaður þess félags er Óskar Magnússon.

Skoðun
Fréttamynd

Byssa eða bíll?

Skotárás vegna uppgjörs í undirheimum Reykjavíkur hefur réttilega vakið mikla athygli og ekki síður gríðarlegt vopnabúr, sem lögreglan fann hjá meðlimum glæpaklíku sem talin er viðriðin árásina. Klíkubræður hafa verið settir í gæzluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Enginn dó reyndar eða slasaðist í árásinni; byssumaðurinn hitti ekki. Flestir vona samt sjálfsagt að skotmaðurinn fái þungan dóm fyrir tilraun til manndráps.

Fastir pennar
Fréttamynd

Auðlindanýting í anda LÍÚ

Það væri tilvalið fyrir ráðherra að setja kvótastýringu á rjúpnaveiðistofninn, þar sem hann er í sögulegri lægð og arðsemin lítil sem engin í greininni. Við verðum að bera gæfu til að ganga vel um þessa auðlind og af fyllstu nærgætni.

Skoðun
Fréttamynd

Út fyrir endimörk alheimsins

Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opinbera berst í bökkum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkurhreppi (svo ég tileinki mér tungutak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land!

Skoðun
Fréttamynd

Samtal um trú og samfélag

Spurningin um tilvist Guðs eða tilvist hins illa er ekki knýjandi í trúmálaumræðu dagsins. Trúarspurningar samtímans snúast fremur um sýn okkar á hið góða samfélag og um hlutverk og rými hins trúarlega innan þess. Um þetta fjallar samtalið um kirkju og skóla í höfuðborginni.

Skoðun
Fréttamynd

Um náttúrurétt og lagalega söguhyggju

Á sjötta áratug liðinnar aldar óx þeirri hreyfingu mjög afl í Bandaríkjunum sem barðist gegn misrétti kynþáttanna. Blökkukonan Rósa Parks neitaði 1955 að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og var handtekin og sektuð.

Skoðun
Fréttamynd

Jólastjörnuholið

Jólin jólin alls staðar, jólin jólin koma brátt, jólasveinninn gefur gott í skó, það heyrast jólabjöllur og börnin fara að hlakka til og jólasveinn birtist hér og unaðsleg jólastund. Það eina sem skiptir máli er að niðurtalningin er hafin og með henni kemst skrið á undirbúninginn sem hjá nokkrum hófst í september með jólasultugerð, hjá sumum í október með upphafi hannyrða til jólagjafa, nokkrir byrjuðu í nóvember að föndra jólakort og skrifa. Einhverjir forsjálir keyptu reyndar jólagjafirnar á útsölunum í ágúst. En hvað um það, þeir dagar eru liðnir og koma ekki aftur. Frá og með gærdeginum fór allt á jólafullt.

Bakþankar
Fréttamynd

Slegið á puttana á hagsmunaaðilum lyfjamarkaðarins

Um leið og Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi, samtök fólks um kjörlækningar (Integrative Medicine), gleðjast yfir að til standi endurskoðun á lyfjastefnu landsins og aukin verði neytendavernd, vekur það ugg að hagsmunaaðilar lyfjamarkaðarins sendi velferðarráðherra tillögur um að „auka samkeppni og skilvirkni og bæta starfsumhverfi á lyfjamarkaðinum“, eins og fram kemur í Fréttablaðinu 14. nóvember sl.

Skoðun
Fréttamynd

Um búðir og umbúðir

Búðir þær sem hugmyndin er að reisa erlendum ferðamönnum á hálendi Íslands eru fyrir margar sakir áhugaverðar. Ætla má að aðstandendur framkvæmdanna útvegi sjálfir gestina og byggi þeim vistarverur í formi glæsilegustu hótelmannvirkja sem litið hafa teikniborð. Þar með kemur erlent fjármagn inn í landið sem fræðimenn, aðrir lærðir og ráðherrar fagna, því að þá þurfum við eiginlega ekkert að gera sjálf.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárlögin 2012 og bætur – er breytinga að vænta?

Mikil óvissa ríkir meðal öryrkja vegna fjárlaga 2012 þar sem ekki er útlit fyrir að bætur almannatrygginga hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga fjórða árið í röð. Þetta þýðir að greiðslur skerðast þar sem bætur ná ekki að halda í við þær miklu verðlagshækkanir sem hafa átt sér stað síðan kreppan skall á.

Skoðun
Fréttamynd

Óvissa um öryggi erfðabreyttra afurða?

Sandra B. Jónsdóttir birti í Fréttablaðinu þann 23. nóvember sl. sína þriðju grein þar sem hún gerir að umfjöllunarefni erfðabreyttar lífverur. Ég hef séð mig knúinn til að svara greinum Söndru vegna misskilnings sem þar hefur gætt og endurtekinna rangtúlkana á niðurstöðum vísindagreina. Þessu kann Sandra illa og í þriðju grein sinni ber hún ekki aðeins enn og aftur á borð vafasamar túlkanir á vísindaniðurstöðum, samsæriskenningar og endurtekningar á fyrri rangfærslum heldur leitast hún nú einnig við að gera andmælanda sinn tortryggilegan í augum lesenda með því að ýja að tengslum við líftækniiðnaðinn.

Skoðun
Fréttamynd

„Æ, hann er bara skotinn í þér“

Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum.

Skoðun
Fréttamynd

Hættið að skemma

Írafárið vegna vinnubragða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra við endurskoðun kvótafrumvarpsins hefur að mestu yfirskyggt efni málsins. Sé hins vegar rýnt í frumvarpsdrögin sem leynistarfshópur ráðherrans tók saman – eins og gert var í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag – kemur í ljós að engar grundvallarbreytingar hafa verið gerðar efnislega frá „stóra kvótafrumvarpinu“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Minningar

Við skiptumst á minningum aldir upp á sama heimili og örfá ár á milli okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Efasemdir um Vaðlaheiðargöng

Hart er deilt um hvort arðsemi verði af Vaðlaheiðargöngum á meðan verið er að reikna allar tölur upp á nýtt miðað við breyttar forsendur. Bent hefur verið á að fyrri arðsemisútreikningar vegna jarðganganna undir heiðina standi á veikum grunni. Þá var gert ráð fyrir lægri framkvæmdakostnaði og enn meiri umferð. Stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga í Norðausturkjördæmi kunna vel til verka þegar þeir berjast gegn fyrirhuguðum Norðfjarðargöngum í þeim tilgangi að afskræma allar staðreyndir um grjóthrunið í Oddskarðsgöngunum. Takmörk eru fyrir því hversu hátt veggjald á hvern bíl má innheimta þegar hafður er í huga heildarfjöldi ökutækja sem fer um Víkurskarðið á sólarhring.

Skoðun
Fréttamynd

Beint lýðræði á Íslandi

Lýðræðishallinn á Íslandi birtist í því m.a. að þegar kjörnir fulltrúar setjast í stóla sína, þá gleyma þeir kosningaloforðum sínum. Við verðum að finna nýjar leiðir til þess að kveikja áhuga almennings til stjórnmálaþátttöku. Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill þróa beint lýðræði á Íslandi og tryggja skattgreiðendum aðgang að nýjustu upplýsingum á ódýran og öruggan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Yfirlýsing frá Teiti Atlasyni

Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunarmálið, birti í gær yfirlýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann viðurkennir að hafa sent mér nafnlaus SMS sem innihéldu aðdróttanir, furðudylgjur og óra sem vart er hægt að hafa eftir. Málið má rekja til þess að í ágúst var ég nýkominn heim til Gautaborgar eftir frábært frí á Íslandi með fjölskyldu minni. Í því sem ég er eitthvað að nördast á netinu heyri ég dauft píp úr síma sem ég var búinn að pakka ofan í kassa. Ég opna kassann og sé að gamli góði Nokia-hlunkurinn minn er á síðasta strikinu að rembast við að segja mér eitthvað. Jú, tólf ólesin SMS.

Skoðun
Fréttamynd

Þakkir

Vorið 1991 afhenti Björk Guðmundsdóttir þáverandi menntamálaráðherra, Svavari Gestssyni, kröfu fyrir hönd íslenskra tónlistarmanna um að jafnræðis skyldi gætt milli listgreina í nýjum lögum um virðisaukaskatt. Nýkynnt stefna ríkisstjórnar var nefnilega á þann veg að allar listgreinar skyldu undanþegnar virðisaukaskatti – nema hryntónlist og tónlist á geisladiskum. Þetta skóp mikinn samkeppnishalla, ekki síst milli útgefenda vsk- fjálsra bóka og vsk-skyldra geisladiska og bitnaði mjög á tónlistarfólki.

Skoðun
Fréttamynd

Náum núllpunkti!

Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrýmingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV-smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjungur þeirra á kost á meðferð. Meginmarkmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015:

Skoðun
Fréttamynd

Alþjóða alnæmisdagurinn

Alþjóða alnæmisdagurinn er í dag 1. desember. Á þessum degi er þess minnst um allan heim að sífellt verður að vera á varðbergi gagnvart útbreiðslu HIV og alnæmis. Minnst er með virðingu þeirra sem fallið hafa af völdum sjúkdómsins, þeim veittur styrkur með góðum hugsunum sem eru HIV-jákvæðir og ekki síst sendar þakkir til allra þeirra sem hafa lagt svo mikið af mörkum í baráttunni til að minnka skaðann sem HIV/alnæmi veldur.

Skoðun
Fréttamynd

Aðeins meira af leikskólamálum Jón

Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir málefnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakennarar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnámur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gullnámur og hlutverk leikskólakennara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðingar þínar í annars ágætri grein að athuga.

Skoðun
Fréttamynd

Truflun

Sennilega blöskraði fleirum en mér umfjöllun Kastljóss ríkissjónvarpsins 17. nóv. sl. um Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME); óhætt er að segja að þar hafi verið vegið að starfsheiðri hans og mannhelgi. Skautað var hratt yfir sögu og umfjöllunin í senn ósmekkleg og þvæluleg; fyrr en varði var lagatæknilegu moldviðri þyrlað upp; setningar teknar úr samhengi – myndbirtar og lesnar – m.a. upp úr skýrslu Andra Árnasonar lögmanns sem fenginn var til að meta hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra FME og komst Andri að þeirri niðurstöðu að svo væri.

Skoðun