Haukar

Fréttamynd

„Munurinn var Aron Rafn“

Haukar báru sigurorð af Aftureldingu í Olís deild karla á Ásvöllum í kvöld og lyfta sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Leikurinn endaði 27-23 fyrir Haukum og var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, vonsvikinn í leikslok. 

Handbolti
Fréttamynd

Haukar og Víkingur með sigra

Haukar unnu öruggan 11 marka sigur á Gróttu í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 39-28. Nýliðar Víkings unnu frábæran útisigur á Selfossi, lokatölur 19-21.

Handbolti
Fréttamynd

Gott gengi Hauka heldur á­fram

Haukar hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið vann góðan sex marka sigur á KA/Þór í kvöld, lokatölur 26-20.

Handbolti
Fréttamynd

Afturelding á toppinn, jafntefli hjá HK og KA, Haukar vinna Aftureldingu

Í Olís deild karla kreisti Afturelding fram tveggja marka sigur á Fram á lokamínútum leiksins og HK gerði æsispennandi jafntefli við KA þar sem lokamark leiksins var skorað eftir að venjulegum leiktíma lauk. Þrátt fyrir frábæra markvörslu unnu Haukar 25-22 Aftureldingu gegn í Olís deildar kvenna

Handbolti
Fréttamynd

Ánægður með sigurkörfuna: „Hjalti má hafa sína skoðun“

Haukar unnu Val í hörkuskemmtilegum leik þar sem titilinn meistari meistaranna var undir. Bikarmeistararnir í Haukum voru lengstum með yfirhöndina en voru einu stigi undir þegar tvær sekúndur voru eftir. Keira Robinson reyndist hetja gestanna í Origo höllinni með því að skora flautukörfu og tryggja Haukum sigurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Öruggir sigrar hjá Fram og ÍBV

Fram og ÍBV unnu örugga sigra í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Fram vann sjö marka sigur gegn nýliðum ÍR og ÍBV lagði Hauka með átta marka mun.

Handbolti
Fréttamynd

Hilmar Smári Henningsson til Þýskalands

Landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson hefur fært sig yfir á meginland Evrópu til að spila körfuknattleik. Hann er búinn að semja við Eisbären Bremerhaven í þýsku Pro A deildinni um að leika með liðinu á næsta tímabili. Hilmar var einn af betri leikmönnum Subway deildar karla á síðasta tímabili þar sem hann stýrði Haukum í þriðja sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar komnir með Bandaríkjamann

Haukar hafa nælt sér í Bandaríkjamann fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla. Jalen Moore er 23 ára gamall bakvörður og kemur beint frá Oakland háskólanum.

Sport
Fréttamynd

Grótta fær tvo leik­menn frá Haukum

Grótta hefur sótt tvo leikmenn frá Ásvöllum fyrir komandi tímabil í Olís-deild karla í handbolta. Um er að ræða hinn 19 ára gamla Andra Fannar Elísson og hinn 22 ára gamla Ágúst Inga Óskarsson.

Handbolti