Ljósmyndun

Fréttamynd

RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi

Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin.

Lífið
Fréttamynd

Alltaf verið meira hrifin af raunveruleikanum en einhverri glansmynd

Ljósmyndarinn Díana Júlíusdóttir hefur þrátt fyrir stuttan starfsaldur í faginu hlotið mikla athygli fyrir myndir sínar. Í vikunni fékk hún þær fréttir að heimildarmyndaröð hennar af Sunnu Valdísi Sigurðardóttur og foreldrum hennar verður sýnd á stórri ljósmyndasýningu í Barcelona á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: Eins og að fara hundrað ár aftur í tímann

Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur í leikriti.

Lífið
Fréttamynd

Myndakeppni: Gæludýrin slá í gegn

Forsvarsmenn Mars gæludýragrínmyndaverðlaunanna 2020, Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards, hafa tilkynnt hvaða myndir munu keppa til úrslita í keppninni í ár.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: „Allt var eins nema hann“

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, heimsótti þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997 og náði þar einstökum myndum. Þar á meðal var mynd af nýfæddum litlum dreng sem birtist svo nokkrum árum seinna í bók hans Andlit norðursins.

Lífið
Fréttamynd

Gátan um frakka Ronalds Reagan á Bessastöðum

Þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir og Ronald Reagan hittust fyrir leiðtogafundinn í höfða, náði Ragnar Axelsson ljósmyndari af þeim einstökum myndum. Vel fór á með forsetunum en frakki Reagan vakti bæði athygli ljósmyndarans sem og annarra sem voru þar viðstaddir.

Lífið
Fréttamynd

Sala hafin á Fokk Ofbeldi bol með mynd frá Önnu Maggý og ljóði GDRN

UN Women á Íslandi hefja í dag sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. UN Women á Íslandi fengu GDRN til leggja átakinu lið en FO langerma bolurinn skartar ljóði GDRN sem er táknrænt fyrir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi á bakhlið bolarins.

Lífið
Fréttamynd

Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin

Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik.

Lífið
Fréttamynd

Viðurkenning á mikilvægi þessa mynda

Ljósmyndarinn Ragnar Axelson hefur gengið til liðs við Vísi. Hann var í dag tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting

Lífið
Fréttamynd

Verðlaunasýningar á Hafnartorgi vöktu athygli

Félag íslenskra teiknara opnaði tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic.

Lífið
Fréttamynd

Palli hefði getað valið úr flugvélum

Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands.

Innlent