Íslenski handboltinn HK-fjölskyldan stendur þétt við hlið Bjarka Það var frábær mæting á leik HK og FH í N1-deildinni á fimmtudag. Það var ekki bara handboltinn sem trekkti að því allur aðgangseyrir rann til Bjarka Más Sigvaldasonar sem er 25 ára gamall leikmaður knattspyrnuliðs HK. Hann glímir við erfið veikindi um þessar mundir. Handbolti 14.12.2012 18:28 Skortur á örvhentum skyttum Íslenska landsliðið í handbolta er komið í svipaða stöðu og í aðdraganda Ólympíuleikanna í Barcelona 1992. Þá missti liðið líka þrjár örvhentar skyttur fyrir mótið og endaði á því að spila með rétthentan mann hægra megin, reyndar með mjög góðum árangri. Handbolti 14.12.2012 18:27 Heil umferð í N1 deild karla – HK-ingar safna fyrir Bjarka Heil umferð fer fram í kvöld í N1-deild karla í handbolta og er þetta síðasta umferðin á þessu ári. Langt hlé verður gert á Íslandsmótinu vegna þátttöku Íslands á HM á Spáni sem fer fram í janúar – en keppni í N1-deildinni hefst að nýju þann 4. febrúar á næsta ári. Handbolti 13.12.2012 10:32 Anton og Hlynur dæma á HM á Spáni Anton Pálsson og Hlynur Leifsson eru í hópi 32 dómara sem hafa verið valdir til þess að sjá um dómgæsluna á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar. Alls eru 24 dómarar frá Evrópu, en hin pörin koma frá Afríku, Suður-Ameríku, og fjórir dómarar eru frá Asíu. Handbolti 11.12.2012 11:42 Stefán Rafn til liðs við RN - Löwen í Þýskalandi Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, hefur samið við þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Stefán á að fylla það skarð sem Uwe Gensheimer skilur eftir sig en hann sleit hásin á dögunum. Stefán Rafn er 22 ára gamall, 1.96 m. á hæð, og hann getur leikið bæði í vinstra horni og sem rétthent skytta. Handbolti 10.12.2012 12:53 HSÍ vill að Ísland eignist besta markvörð í heimi Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur hafið átak er varðar markmannsþjálfun hérlendis. Gísli Rúnar Guðmundsson, Bergsveinn Bergsveinsson, Guðmundur Hrafnkelsson og Roland Eradze mynda fjögurra manna markmannsþjálfarateymi sem vinna munu með markvörðum yngri landsliða. Handbolti 4.12.2012 19:25 Stjarnan, Þróttur og ÍR áfram Stjarnan, Þróttur og ÍR eru komin í átta liða úrslit Símabikars karla í handbolta eftir leiki kvöldsins ásamt Akureyri og FH. Handbolti 2.12.2012 21:37 Akureyri hafði betur gegn Aftureldingu Akureyri vann góðan útisigur á Aftureldingu í sextán liða úrslitum Símabikars karla í handknattleik í dag. Handbolti 1.12.2012 17:34 Ólafur: Hefði skoðað að spila frítt Landsliðsmaðurinn Ólafur Gústafsson er búinn að semja við Flensburg til eins árs og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir viku. "Þetta er tækifæri sem gefst bara einu sinni í lífinu,“ segir Ólafur spenntur. Handbolti 21.11.2012 23:30 Ólafur til Flensburg Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, er á leið til þýska stórliðsins Flensburg. Þetta staðfesti Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, við Vísi. Handbolti 20.11.2012 21:05 Ólafur Stefánsson: Gæti farið til Katar eða þjálfað í Þýskalandi Wolfgang Gütschow, umboðsmaður Ólafs Stefánssonar, segir í viðtali við vefsíðuna handball-world.com að valið hjá Ólafi gæti staðið á milli þess að spila í Þýskalandi eða fara til Katar ef hann tekur fram skóna á ný eftir áramót. Handbolti 19.11.2012 13:57 Atli Hilmarsson sleit tvisvar hásin á ferlinum Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. Handbolti 19.11.2012 11:59 Sat í stúkunni með tárin í augunum Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur í íslenska landsliðið eftir að hafa meiðst illa fyrir tæpu ári. Ágúst Jóhannsson tilkynnti í gær 22ja manna æfingahóp fyrir Evrópumeistaramótið í Serbíu í desember. Handbolti 15.11.2012 21:51 Aldrei verið meiri breidd í landsliðinu Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari segir að það hafi verið erfitt að taka út þá 22 leikmenn sem hann valdi í æfingahóp sinn fyrir EM í Serbíu. Það verði enn erfiðara að skera hópinn niður í sextán leikmenn sem munu svo halda utan. Handbolti 15.11.2012 21:52 Það kostar hálfa milljón að leggja gólfið á Höllina Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, er nýbúið að kaupa nýtt handboltagólf sem var frumsýnt á leik Íslands og Hvíta-Rússlands. Gólfið sjálft er mjög dýrt og það kostar einnig skildinginn að leggja gólfið fyrir hvern einasta landsleik. Handbolti 14.11.2012 22:46 Óskar Bjarni: Lærdómsríkur og erfiður tími Handknattleiksþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson stendur í ströngu í Danmörku. Hann hefur þurft að flytja stóra fjölskyldu milli landa á meðan að hvorki gengur né rekur hjá félaginu sem hann þjálfar. Handbolti 12.11.2012 22:26 Valskonur héldu sigurgöngunni áfram - myndir Rúmensku silfurhöfunum frá því í EHF-keppninni í fyrra tókst ekki að stöðva sigurgöngu Valskvenna þegar liðin mættust í Vodafone-höllinni í kvöld í fyrri leik sínum í 2. umferð EHF-keppni kvenna í handbolta. Handbolti 9.11.2012 21:51 Tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Handbolti 4.11.2012 22:03 Í bílstjórasætinu í riðlinum Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli í undankeppni EM eftir sjö marka sigur í Rúmeníu í gær. Strákarnir eru búnir að vinna lokamínúturnar í fyrstu leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. Handbolti 4.11.2012 22:03 Landsliðið í fimm tíma rútuferð: Veit ekki hvar í Evrópu við erum Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Handbolti 4.11.2012 18:14 Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. Handbolti 2.11.2012 14:54 Strákarnir unnu Frakka Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Frökkum í gær á á fjögurra landa æfingamóti í Frakklandi. Frakkar voru 15-14 yfir í hálfleik en íslensku strákarnir unnu leikinn 25-24 eftir jafnan og spennandi leik. Handbolti 4.11.2012 11:38 Strákarnir okkar hafa aldrei unnið í Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt til Rúmeníu þar sem íslenska liðið mætir heimamönnum í öðrum leik sínum í undankeppni EM í Danmörku 2014. Ísland vann átta marka sigur á Hvíta-Rússlandi á sama tíma og Rúmenar töpuðu með átta marka mun á móti Slóveníu. Handbolti 3.11.2012 21:08 Sveinbjörn inn í hópinn - Hreiðar veikur Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur þurft að kalla á þriðja markvörðinn í hópinn fyrir leikinn á móti Rúmeníu á sunnudaginn en þjóðirnar mætast í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Handbolti 2.11.2012 10:14 Aron byrjaði betur en Guðmundur, Alfreð, Viggó og Þorbjörn Aron Kristjánsson, stýrði íslenska karlalandsliðinu í handbolta til átta marka sigurs á Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, 36-28, en þetta var fyrsti leikur landsliðsins undir hans stjórn. Handbolti 1.11.2012 11:12 Enginn skoraði meira en Aron og Guðjón Valur í gær Undankeppni EM í handbolta 2014 fór af stað með tíu leikjum í gær og þar á meðal vann íslenska karlandsliðið flottan átta marka sigur á Hvíta-Rússlandi í Laugardalshöllinni. Handbolti 1.11.2012 10:28 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Hvíta Rússland 36-28 Ísland vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2014 þegar Hvít-Rússar komu í heimsókn í Laugardalshöllina. Sigurinn hefði þó hæglega getað orðið mun stærri. Handbolti 31.10.2012 16:01 Alexander: Þetta verður mjög erfiður leikur Alexander Petersson verður í stóru hlutverki að venju þegar íslenska karlalandsliðið spilar sinn fyrsta leik undir stjórn Arons Kristjánssonar í kvöld. Strákarnir mæta þá Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2014. Handbolti 31.10.2012 09:49 Guðjón Valur: Þekki hann betur sem leikmann en þjálfara Guðjón Valur Sigurðsson tók formlega við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni í gær og mun leið íslenska landsliðið út á völlinn þegar liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2014. Handbolti 31.10.2012 09:40 Snorri Steinn: Leikaðferðirnar verða þær sömu Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Handbolti 31.10.2012 09:22 « ‹ 57 58 59 60 61 62 63 64 65 … 123 ›
HK-fjölskyldan stendur þétt við hlið Bjarka Það var frábær mæting á leik HK og FH í N1-deildinni á fimmtudag. Það var ekki bara handboltinn sem trekkti að því allur aðgangseyrir rann til Bjarka Más Sigvaldasonar sem er 25 ára gamall leikmaður knattspyrnuliðs HK. Hann glímir við erfið veikindi um þessar mundir. Handbolti 14.12.2012 18:28
Skortur á örvhentum skyttum Íslenska landsliðið í handbolta er komið í svipaða stöðu og í aðdraganda Ólympíuleikanna í Barcelona 1992. Þá missti liðið líka þrjár örvhentar skyttur fyrir mótið og endaði á því að spila með rétthentan mann hægra megin, reyndar með mjög góðum árangri. Handbolti 14.12.2012 18:27
Heil umferð í N1 deild karla – HK-ingar safna fyrir Bjarka Heil umferð fer fram í kvöld í N1-deild karla í handbolta og er þetta síðasta umferðin á þessu ári. Langt hlé verður gert á Íslandsmótinu vegna þátttöku Íslands á HM á Spáni sem fer fram í janúar – en keppni í N1-deildinni hefst að nýju þann 4. febrúar á næsta ári. Handbolti 13.12.2012 10:32
Anton og Hlynur dæma á HM á Spáni Anton Pálsson og Hlynur Leifsson eru í hópi 32 dómara sem hafa verið valdir til þess að sjá um dómgæsluna á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar. Alls eru 24 dómarar frá Evrópu, en hin pörin koma frá Afríku, Suður-Ameríku, og fjórir dómarar eru frá Asíu. Handbolti 11.12.2012 11:42
Stefán Rafn til liðs við RN - Löwen í Þýskalandi Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, hefur samið við þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Stefán á að fylla það skarð sem Uwe Gensheimer skilur eftir sig en hann sleit hásin á dögunum. Stefán Rafn er 22 ára gamall, 1.96 m. á hæð, og hann getur leikið bæði í vinstra horni og sem rétthent skytta. Handbolti 10.12.2012 12:53
HSÍ vill að Ísland eignist besta markvörð í heimi Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur hafið átak er varðar markmannsþjálfun hérlendis. Gísli Rúnar Guðmundsson, Bergsveinn Bergsveinsson, Guðmundur Hrafnkelsson og Roland Eradze mynda fjögurra manna markmannsþjálfarateymi sem vinna munu með markvörðum yngri landsliða. Handbolti 4.12.2012 19:25
Stjarnan, Þróttur og ÍR áfram Stjarnan, Þróttur og ÍR eru komin í átta liða úrslit Símabikars karla í handbolta eftir leiki kvöldsins ásamt Akureyri og FH. Handbolti 2.12.2012 21:37
Akureyri hafði betur gegn Aftureldingu Akureyri vann góðan útisigur á Aftureldingu í sextán liða úrslitum Símabikars karla í handknattleik í dag. Handbolti 1.12.2012 17:34
Ólafur: Hefði skoðað að spila frítt Landsliðsmaðurinn Ólafur Gústafsson er búinn að semja við Flensburg til eins árs og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir viku. "Þetta er tækifæri sem gefst bara einu sinni í lífinu,“ segir Ólafur spenntur. Handbolti 21.11.2012 23:30
Ólafur til Flensburg Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, er á leið til þýska stórliðsins Flensburg. Þetta staðfesti Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, við Vísi. Handbolti 20.11.2012 21:05
Ólafur Stefánsson: Gæti farið til Katar eða þjálfað í Þýskalandi Wolfgang Gütschow, umboðsmaður Ólafs Stefánssonar, segir í viðtali við vefsíðuna handball-world.com að valið hjá Ólafi gæti staðið á milli þess að spila í Þýskalandi eða fara til Katar ef hann tekur fram skóna á ný eftir áramót. Handbolti 19.11.2012 13:57
Atli Hilmarsson sleit tvisvar hásin á ferlinum Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. Handbolti 19.11.2012 11:59
Sat í stúkunni með tárin í augunum Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur í íslenska landsliðið eftir að hafa meiðst illa fyrir tæpu ári. Ágúst Jóhannsson tilkynnti í gær 22ja manna æfingahóp fyrir Evrópumeistaramótið í Serbíu í desember. Handbolti 15.11.2012 21:51
Aldrei verið meiri breidd í landsliðinu Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari segir að það hafi verið erfitt að taka út þá 22 leikmenn sem hann valdi í æfingahóp sinn fyrir EM í Serbíu. Það verði enn erfiðara að skera hópinn niður í sextán leikmenn sem munu svo halda utan. Handbolti 15.11.2012 21:52
Það kostar hálfa milljón að leggja gólfið á Höllina Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, er nýbúið að kaupa nýtt handboltagólf sem var frumsýnt á leik Íslands og Hvíta-Rússlands. Gólfið sjálft er mjög dýrt og það kostar einnig skildinginn að leggja gólfið fyrir hvern einasta landsleik. Handbolti 14.11.2012 22:46
Óskar Bjarni: Lærdómsríkur og erfiður tími Handknattleiksþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson stendur í ströngu í Danmörku. Hann hefur þurft að flytja stóra fjölskyldu milli landa á meðan að hvorki gengur né rekur hjá félaginu sem hann þjálfar. Handbolti 12.11.2012 22:26
Valskonur héldu sigurgöngunni áfram - myndir Rúmensku silfurhöfunum frá því í EHF-keppninni í fyrra tókst ekki að stöðva sigurgöngu Valskvenna þegar liðin mættust í Vodafone-höllinni í kvöld í fyrri leik sínum í 2. umferð EHF-keppni kvenna í handbolta. Handbolti 9.11.2012 21:51
Tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Handbolti 4.11.2012 22:03
Í bílstjórasætinu í riðlinum Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli í undankeppni EM eftir sjö marka sigur í Rúmeníu í gær. Strákarnir eru búnir að vinna lokamínúturnar í fyrstu leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. Handbolti 4.11.2012 22:03
Landsliðið í fimm tíma rútuferð: Veit ekki hvar í Evrópu við erum Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Handbolti 4.11.2012 18:14
Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. Handbolti 2.11.2012 14:54
Strákarnir unnu Frakka Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Frökkum í gær á á fjögurra landa æfingamóti í Frakklandi. Frakkar voru 15-14 yfir í hálfleik en íslensku strákarnir unnu leikinn 25-24 eftir jafnan og spennandi leik. Handbolti 4.11.2012 11:38
Strákarnir okkar hafa aldrei unnið í Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt til Rúmeníu þar sem íslenska liðið mætir heimamönnum í öðrum leik sínum í undankeppni EM í Danmörku 2014. Ísland vann átta marka sigur á Hvíta-Rússlandi á sama tíma og Rúmenar töpuðu með átta marka mun á móti Slóveníu. Handbolti 3.11.2012 21:08
Sveinbjörn inn í hópinn - Hreiðar veikur Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur þurft að kalla á þriðja markvörðinn í hópinn fyrir leikinn á móti Rúmeníu á sunnudaginn en þjóðirnar mætast í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Handbolti 2.11.2012 10:14
Aron byrjaði betur en Guðmundur, Alfreð, Viggó og Þorbjörn Aron Kristjánsson, stýrði íslenska karlalandsliðinu í handbolta til átta marka sigurs á Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, 36-28, en þetta var fyrsti leikur landsliðsins undir hans stjórn. Handbolti 1.11.2012 11:12
Enginn skoraði meira en Aron og Guðjón Valur í gær Undankeppni EM í handbolta 2014 fór af stað með tíu leikjum í gær og þar á meðal vann íslenska karlandsliðið flottan átta marka sigur á Hvíta-Rússlandi í Laugardalshöllinni. Handbolti 1.11.2012 10:28
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Hvíta Rússland 36-28 Ísland vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2014 þegar Hvít-Rússar komu í heimsókn í Laugardalshöllina. Sigurinn hefði þó hæglega getað orðið mun stærri. Handbolti 31.10.2012 16:01
Alexander: Þetta verður mjög erfiður leikur Alexander Petersson verður í stóru hlutverki að venju þegar íslenska karlalandsliðið spilar sinn fyrsta leik undir stjórn Arons Kristjánssonar í kvöld. Strákarnir mæta þá Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2014. Handbolti 31.10.2012 09:49
Guðjón Valur: Þekki hann betur sem leikmann en þjálfara Guðjón Valur Sigurðsson tók formlega við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni í gær og mun leið íslenska landsliðið út á völlinn þegar liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2014. Handbolti 31.10.2012 09:40
Snorri Steinn: Leikaðferðirnar verða þær sömu Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Handbolti 31.10.2012 09:22
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent