
Náttúruhamfarir

Um 200 þúsund gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Rai
Ofurfellibylurinn Rai, sem heimamenn kalla Odette, skall á austurströnd Filippseyja á fimmtudag og færði með sér úrhellisrigningu sem óttast er að geti leitt til mikilla flóða.

Náttúruhamfarir, áhlaupið á bandaríska þinghúsið og valdataka Talíbana
Árið 2021 einkenndist af náttúruhamförum, pólitískum óstöðugleika, átökum og óánægju með sóttvarnaaðgerðir. Ekki bara hér á Íslandi heldur líka úti í heimi.

Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var
Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið.

Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum
Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega.

„Óhugsandi harmleikur“
Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri.

Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist
Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst.

Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky
Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld.

Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum
Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín.

Fjórtán látnir í eldgosinu í Indónesíu
Fjórtán eru látnir og sjö er saknað eftir að fjallið Semeru á eyjunni Java í Indónesíu byrjaði að gjósa. Öskustrókurinn frá eldgosinu náði fleiri kílómetra upp í loftið.

Stuttir aðventudagar við Grímsvötn og Heklu
Grímsvötn eru í limbói þessa dagana. Hekla er að springa, öll bólgin og þennst út. Ragnar Axelsson veltir fyrir sér hvort Hekla eða Grímsvötn muni gjósa fljótlega.

Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra
Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst.

Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa
Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot.

Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár
Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot.

Íshellann í Grímsvötnum sigið um fjórtán metra
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og hefur sigið um fjórtán metra frá því að hún mældist hæst. Vatn úr Grímsvötnum hefur verið að mælast í Gígjukvísl og hefur vatnshæð þar hækkað sem og rennslið.

Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls
Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést.

Íshellan í Grímsvötnum farin að síga
Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.

Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna
Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi.

Neyðarástandi lýst yfir í Bresku-Kólumbíu og tveggja saknað
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bresku-Kólumbíu í Kanada eftir óveðrið mikla sem gekk yfir um síðustu helgi. Vegir eru enn ófærir víða og lestarteinar skemmdir þannig að mikil röskun hefur orðið á samgöngum á svæðinu.

Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs
Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn.

Minnst 150 hafa farist í aurskriðum á Indlandi og Nepal
Meira en 150 hafa farist undanfarna daga vegna mikilla flóða og aurskriða sem hafa fallið víða í norðurhluta Indlands og Nepal. Hamfarirnar hafa valdið því að vegir og hús hafa horfið undir vatni og aur.

Að minnsta kosti 24 látnir í miklum rigningum á Indlandi
Miklar rigningar hafa gengið yfir suðurhluta Indlands síðustu daga og hafa ár víða flætt yfir bakka sína með tilheyrandi tjóni og röskun á samgöngum.

Ekki talin ástæða til rýminga á Seyðisfirði
Ekki er talin ástæða til að rýma hús á Seyðisfirði vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Fulltrúar Veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings funduðu í dag vegna úrkomuspár á Austurlandi.

Minnst tuttugu eru látin í gríðarlegum flóðum á Indlandi
Úrhellisrigning hefur valdið flóðum í Kerala á Indlandi síðustu daga. Minnst tuttugu hafa látisst og tuga er saknað.

Að minnsta kosti þrír létust í jarðskjálfta á Balí
Mannskæður jarðskjálfti varð á eyjunni Balí í Indónesíu í morgun. Skjálftinn mældist 4.8 að stærð. Margir særðust og að minnsta kosti þrír létust í jarðskjálftanum.

Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok
Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst.

Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum
Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands.

Óvissustigi aflétt í Útkinn
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að fella niður óvissustig í Útkinn í Þingeyjarsveit.

Gríðarleg flóð í norðurhluta Kína
Gríðarleg flóð í norðurhluta Kína hafa haft áhrif á 1,8 milljónir manna á svæðinu eftir að látlausar rigningar í síðustu viku urðu til þess að hús hrundu til grunna og aurskriður fóru af stað í rúmlega sjötíu sýslum og borgum í Shanxhi-héraði.

Almannavarnir um skriðuhættu ofan Seyðisfjarðar: Líklegra að svæðið muni falla í smærri brotum
Svæðið sem fylgst er með í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar er talsvert sprungið og því talið líklegra að það muni falla í smærri brotum fremur en að það fari allt í einu.

Veðurstofan svarar spurningum Seyðfirðinga á íbúafundi
Fulltrúar Veðurstofunnar munu halda fund með íbúum Seyðisfjarðar klukkan fjögur í dag þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála vegna skriðuhættu úr skriðusárinu, og svara spurningum bæjarbúa.