Fjármál heimilisins

Fréttamynd

Aukin skatt­heimta og „sann­gjarnari“ veiði­gjöld

„Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 

Innlent
Fréttamynd

Fáum peningana aftur heim

Það er sorgleg staðreynd að staða heimilanna í landinu þarf ekki að vera jafn slæm og raun ber vitni. Það er ekki hægt að kenna verðbólgunni um hana. Staða heimilanna er slæm af því að það hefur verið ákveðið að hún skuli vera slæm. Það er ekki flóknara en svo að um það hefur verið tekin meðvituð ákvörðun.

Skoðun
Fréttamynd

Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“

„Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987.

Áskorun
Fréttamynd

Óskar eftir gögnum um á­byrgðar­menn náms­lána

Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­boð­legt lána­sjóðs­kerfi bjóði upp á hagnaðar­drifnar á­kvarðanir

Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar

Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða

Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt.

Innlent
Fréttamynd

Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt náms­lán sonar síns

Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn slátri á­vinningi kjara­samninga

Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Galnir vextir á verð­bólgu­tímum

Þá miklu verðbólgu sem nú ríkir má í senn rekja til heimatilbúins vanda en þó að langstærstum hluta til ytri aðstæðna; heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu. Verðlag hefur hækkað gríðarlega og þar með útgjöld heimilanna í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð?

Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður.

Skoðun
Fréttamynd

Najkorzystniejsze opcje oszczędzania?

Bez wątpienia wszyscy zgodzimy się, że oszczędzanie jest korzystne, ale czy jedna forma oszczędzania jest korzystniejsza od innej? Snædís Ögn Flosadóttir, dyrektor operacyjny Lífeyrisauka, przybliża i tłumaczy opcje dodatkowych oszczędności emerytalnych, które są rodzajem prywatnych oszczędności.

Samstarf
Fréttamynd

Hagstæðasti sparnaðurinn?

Við getum eflaust öll verið sammála um að hagkvæmt sé að leggja fyrir en er eitt sparnaðarform hagstæðara en annað? Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fræddi okkur um viðbótarlífeyrissparnað sem er ein tegund séreignarsparnaðar.

Samstarf
Fréttamynd

Heildin hafi það býsna gott

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við­skipta­vinir Sjó­vár fengu ó­vænta reikninga vegna tjóna frá 2020

Um fimmtíu viðskiptavinir tryggingafélagsins Sjóvár hafa á síðustu dögum fengið óvænta reikninga vegna innheimtu á eigin áhættu vegna tjóna frá árinu 2020. Talsmaður tryggingafélagsins segir að um viss mistök hafi verið að ræða – seinagang við innheimtu – og að kröfurnar verði ýmist felldar niður, endurgreiddar eða málin leyst á annan hátt.

Neytendur
Fréttamynd

Ekki skrýtið að fólk sé hrætt við skatt­fram­talið

Lögmaður með sérþekkingu á sviði skattalöggjafar segir það ekki vera skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið. Lagaumhverfið á sviðinu vefjist jafnvel fyrir færustu lögmönnum. Hún segir mikilvægt að fólk fari vel yfir framtalið og fer yfir það helsta sem þarf að hafa í huga þegar það er gert.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er allt á upp­leið, það er bara þannig“

Pasta, díselolía og kál eru á meðal þess sem hækkað hefur hvað mest í verði síðastliðið ár. Sjónvörp og leikjatölvur hafa hins vegar lækkað lítillega, nú þegar verðbólga er komin yfir tíu prósent. Almenningur finnur fyrir hækkunum á mörgum vígstöðvum.

Innlent