Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Ari Freyr lék allan leikinn í sigri OB

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem sigraði Nordsjælland 1-0 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. OB lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hallgrímur skoraði í tapi

Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson skoraði eina mark SönderjyskE í 3-1 tapi gegn AGF á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Mistök að láta Hallgrím spila frammi

Það vakti athygli að þjálfari danska liðsins SönderjyskE, Lars Söndergaard, skildi stilla landsliðsmanninum Hallgrími Jónassyni upp í fremstu víglínu um helgina. Hallgrímur er vanur því að leika á hinum enda vallarins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk skoraði í stórsigri LdB Malmö

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka LdB Malmö í 5-0 stórsigri liðsins á útivelli á móti Kopparbergs/Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. LdB Malmö er á miklu skriði eftir EM-fríið og hefur unnið alla þrjá leiki sína með markatölunni 12-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Hjálmar og félagar gefa ekkert eftir í titilbaráttunni

Hjálmar Jónsson og félagar í IKF Gautaborg unnu 3-1 sigur á Elfsborg í dag í mikilvægum leik í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Með þessum sigri komst IKF Gautaborg upp að hlið Helsingborg og Malmö á toppnum. Öll lið hafa nú 38 stig en bæði Helsingborg og Malmö eiga leik inni.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur hjá Avaldsnes

Þrjár íslenskar landsliðskonur voru í byrjunarliði Avaldsnes í dag þegar liðið vann öruggan 3-0 heimasigur á Medkila í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Öll þrjú mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fanndís tryggði Kolbotn þrjú stig

Íslenska landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir var hetja Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hún skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Amazon Grimstad. Kolbotn er í 4. sæti deildarinnar eftir þennan sigur.

Fótbolti