Íslandsbanki

Fréttamynd

„Fýsi­legasti kosturinn“ að Kvika selji TM til Ís­lands­banka

Jakobsson Capital telur líklegt að samrunaviðræður Íslandsbanka og Kviku ljúki þannig að tryggingafélagið TM og Kvika eignastýring, sem greiningarfyrirtækið verðmetur á samtals 57 milljarða króna, verði seld til Íslandsbanka. Á meðan markaðsvirði Kviku er svona lágt þykir greinandanum sala eigna fýsilegasti kosturinn í stöðunni en eftir stæði mjög arðsamt lánasafn.

Innherji
Fréttamynd

Verð­lagning ís­lenskra banka leitar í sama horf og nor­rænna

Snörp gengislækkun á undanförnum mánuðum veldur því að markaðsvirði íslenskra banka er nú orðið sambærilegt og bókfært virði eiginfjár. Lækkunin helst í hendur við meðaltalsþróun hjá fimm stærstu bönkum á hinum Norðurlöndunum, að sögn sjóðstjóra, en það má rekja til þess að horfur séu á minni arðsemi, hægari vöxt í vaxtartekjum, meiri kostnaði og aukinnar áhættu í rekstri.

Innherji
Fréttamynd

Verð­mat Ís­lands­bank­a hækk­ar þrátt fyr­ir dekkr­i horf­ur í efn­a­hags­líf­in­u

Verðmat Íslandsbanka hækkar um átta prósent þrátt fyrir að horfur í efnahagslífinu séu dekkri en við gerð síðasta verðmats. Vaxtamunur bankans hefur aukist en vaxtatekjur eru styrkasta stoð bankarekstrar og helsti virðishvati hans. Vaxtahækkanir Seðlabanka hafa almennt jákvæð áhrif á vaxtamun auk þess sem starfsmenn bankans hafa verið iðnir við að sækja handa honum fé á fjármagnsmarkaði, segir í verðmati.

Innherji
Fréttamynd

Er­lendir fjár­festar ekki átt stærri hlut í Ís­lands­banka frá skráningu

Á sama tíma og Capital Group lauk við sölu á eftirstandandi hlutum sínum í Marel fyrr í þessum mánuði hefur bandaríski sjóðastýringarrisinn haldið áfram að stækka við stöðu sína í Íslandsbanka en samanlagður eignarhlutur erlendra sjóða í bankanum er nú farinn að nálgast tíu prósent. Samkvæmt nýju verðmati er bankinn metinn á liðlega 19 prósent yfir núverandi markaðsgengi.

Innherji
Fréttamynd

Grunn­rekstur Kviku verið á pari eða um­fram spár síðustu fjórðunga

Hagnaður af grunnrekstri Kviku banka, sem undanskilur fjárfestingastarfsemi TM, var um 40 prósentum yfir áætlunum á fyrsta fjórðungi þessa árs og nam tæplega 1.200 milljónum króna. Að sögn forstjóra félagsins hefur grunnreksturinn gengið vel, sem endurspeglast í sífellt meiri umsvifum, en nýjar upplýsingar sem bankinn hefur birt sýna að hann hefur verið í samræmi við eða umfram spár frá því í ársbyrjun 2022. 

Innherji
Fréttamynd

Ekki erf­ið á­kvörð­un að hefj­a við­ræð­ur um sam­ein­ing­u við Kvik­u

Hluti af stefnumótun Íslandsbanka sem samþykkt var í mars var að horfa til vaxtar. Skoða átti tækifæri á sviði trygginga og í eignastýringu. Bankastjóri Íslandsbanka sagði að Kvika ræki tryggingafélag og væri öflugt á sviði eignastýringar. „Það var því ekki erfið ákvörðun að hefja viðræður um sameiningu,“ en Íslandsbanki á ekki tryggingafélag.

Innherji
Fréttamynd

Útlit fyrir bætta afkomu bankanna á grunni stór­aukinna vaxta­tekna

Greinendur telja að rekstur Íslandsbanka muni batna verulega á milli ára á fyrsta ársfjórðunga og sama skapi er útlit fyrir að rekstur Arion banka muni ganga enn betur en fyrir ári. Vaxtatekjur Íslandsbanka hafa aukist mikið síðustu fjórðunga og spá greinendur að sá mikli vöxtur haldi áfram. Því er útlit fyrir að hagnaður stóru viðskiptabankanna tveggja sem skráðir eru í Kauphöll muni aukast á fyrsta ársfjórðungi og að arðsemi eiginfjár verði yfir markmiðum stjórnenda þeirra.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir „reiða sig“ helst til of mikið á evrópska skulda­bréfa­fjár­­festa

Þegar kemur að fjármögnun á erlendum mörkuðum þá hafa íslensku bankarnir að undanförnu gert sér grein fyrir því að þeir eru að treysta of mikið á evrópska fjárfesta, að sögn bankastjóra Arion, sem telur að bankarnir hafi góða sögu að segja og mikilvægt sé reyna ná til breiðari hóps erlendra skuldabréfafjárfesta. Væntingar eru sömuleiðis um að lífeyrissjóðirnir fari að sýna meiri áhuga á að kaupa skuldabréf á bankanna.

Innherji
Fréttamynd

Hvetur hluthafa að tryggja að bankinn geti boðið „sam­keppnis­hæf“ starfs­kjör

Bankastjóri Landsbankans brýnir hluthafa, þar sem íslenska ríkið er fyrirferðarmest með 98 prósenta hlut, og bankaráð að „sjá til þess“ að bankinn sé samkeppnishæfur þegar kemur að kjörum starfsfólks. Forsvarsmenn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) gagnrýndu hvernig staðið var að kjaraviðræðum við bankastarfsmenn fyrr í vetur á nýlega afstöðnum aðalfundum Íslandsbanka og Landsbankans og varaformaður samtakanna sagði mikilvægt að koma á fót kaupaukakerfi hjá Íslandsbanka.

Innherji
Fréttamynd

Engin við­líka á­kvæði um kveikju­við­burð í AT1-bréfum bankanna

AT1-gerningar Arion banka og Íslandsbanka nytu ávallt forgangs fram yfir hlutafé ef á það myndi reyna en í skilmálum skuldabréfanna er ekki að finna sambærileg ákvæði í skilmálum sömu bréfa hjá Credit Suisse. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Norski olíu­sjóðurinn seldi stóran hluta eigna sinna í ís­lenskum ríkis­bréfum

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, seldi nærri helming allra skuldabréfa sem hann átti á íslenska ríkið á liðnu ári á sama tíma og hann jók talsvert við stöðu sína í skuldabréfum á bankanna hér á landi. Verðbréfaeign sjóðsins á Íslandi, sem nemur jafnvirði um 30 milljarðar króna, hélst nánast óbreytt á milli ára.

Innherji
Fréttamynd

Stilla upp ráð­gjöfum fyrir við­ræður um stærsta sam­runa Ís­lands­sögunnar

Rúmlega mánuði eftir að stjórn Íslandabanka féllst á beiðni Kviku um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu félaganna, sem yrði þá verðmætasti banki landsins, hafa bankarnir gengið frá ráðningum á helstu lögfræði- og fjármálaráðgjöfum sínum fyrir samrunaferlið. Vænta má þess að viðræðurnar, sem hafa farið nokkuð hægt af stað, verði tímafrekar og krefjandi, meðal annars vegna væntanlegra skilyrða Samkeppniseftirlitsins.

Innherji
Fréttamynd

Sitja ekki á ó­inn­leystu tapi vegna skulda­bréfa sem hafa lækkað í verði

Íslensku viðskiptabankarnir fjórir sitja ekki á neinu óinnleystu tapi í bókum sínum í tengslum við mörg hundruð milljarða króna eign þeirra í skuldabréfum en ólíkt því sem átti við um Silicon Valley Bank (SVB), sem varð gjaldþrota fyrir helgi, eru slík verðbréf metin á markaðsvirði í reikningum bankanna hér á landi. Margir evrópskir bankar beita hins vegar sömu aðferð og SVB þar sem skuldabréfasafn þeirra er metið á kostnaðarverði en meðal annars vegna sterkrar lausafjárstöðu er ólíklegt að bankarnir neyðist til að selja þau bréf með afföllum, samkvæmt nýrri greiningu Moody´s.

Innherji
Fréttamynd

Í til­efni dagsins

Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki auð­veld á­kvörðun fram­undan hjá fjöl­mörgum

Deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka segir það mikilvægt að fólk fresti ekki vanda sínum þegar kemur að hærri greiðslubyrði á lánum. Fastir vextir á fjölmörgum lánum munu losna á næstu mánuðum og margir gætu lent í ansi miklum vandræðum fari stýrivöxtum og verðbólgu ekki lækkandi.

Neytendur