Sorphirða

Fréttamynd

Sorpa undir­býr sig fyrir þjónustufall

Sorpa lokaði fyrir áramót Efnismiðlun sinni í endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir lokunina tengda lokun endurvinnslustöðarinnar á Dalvegi síðar á árinu. Það verði að létta á Sævarhöfða samhliða því að stöðinni á Dalvegi verður lokað.

Neytendur
Fréttamynd

Engar rusla­tunnur í Grinda­vík

Verulega dró úr virkni í eldgosinu við Sundhnúksgíga í nótt. Unnið er hörðum höndum að hraunkælingu í Svartsengi, svo auðveldara sé að hækka varnargarða. Þá er Grindavík að verða að ruslatunnulausum bæ. 

Innlent
Fréttamynd

Stofnar eigin út­gáfu og byrjar í ruslinu

Nýjasta skáldaga Halldórs Armands, Mikilvægt rusl, kemur út fimmtudaginn 10. október. Bókin fjallar um sorphirðumenn í Hruninu og er gefin út af nýstofnaðri útgáfu Halldórs sem heitir Flatkakan útgáfa.

Lífið
Fréttamynd

Enginn hvati fyrir fyrir­­­tæki til að endur­­vinna

Félag atvinnurekenda (FA) furðar sig á miklum hækkunum í gjaldskrá Sorpu fyrir móttöku á matvælum í umbúðum sem notuð eru til jarðgerðar. FA óskar eftir rökstuðningi fyrir hækkuninni sem nemur rúmlega 86 prósentum frá því á fyrri hluta síðasta árs. 

Innlent
Fréttamynd

Þegar rusl verður dýr­mæt auð­lind

Nýtt og samræmt flokkunarkerfi innan sorphirðu var innleitt á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2023 og var um risastóra breytingu að ræða. Sérsöfnun lífræns úrgangs og söfnun á plasti og pappír við hvert heimili hefur haft áhrif á hegðun okkar inni á heimilunum og hefur haft gríðarlega jákvæð umhverfisáhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Nýir fata­söfnunar­gámar á leið til landsins

Nýir fatagámar Sorpu eru nú framleiðslu og munu koma til landsins í byrjun júní. Sorpa tekur við fatasöfnun af Rauða krossinum í byrjun júní. Lítill hluti þess sem er safnað hérlendis selst innanlands. Greint var frá því fyrr í gær að slæm umgengni væri við gámana víða um borg. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­trú­legustu að­skota­hlutir gera ó­skunda í dósatalningarvélum

Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Plokk­dagurinn mikli haldinn há­tíð­legur um land allt

Plokkdagurinn mikli var haldinn hátíðlegur með skipulagðri ruslatínslu víða um land í dag. Dagurinn er nú haldinn í sjöunda skipti og var settur með viðhöfn í Grafarvogi í morgun, að viðstöddum forseta Íslands og umhverfisráðherra. Vaskir plokkarar hófu leika strax í kjölfarið og ætla má að borgin sé orðin talsvert þrifalegri eftir yfirferð þeirra, enda safnaðist víðast hvar hratt í ruslapokana.

Innlent
Fréttamynd

Er fyrir­myndar­ríkið Ís­land í ruslflokki í sorpmálum?

Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk

Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er neyddur til að vera með rán­dýra tunnu”

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 

Innlent
Fréttamynd

Flótta­menn tóku for­skot á stóra plokkdaginn

Hátt í fimmtíu flóttamenn og sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu löndum fóru í dag um Landspítalasvæðið í Fossvogi til að hreinsa og fegra svæðið. Fólkið fór á vegum Rauða krossins til að hita upp fyrir stóra plokkdaginn.

Innlent
Fréttamynd

Heimkaup hömstruðu ekki pokana heldur keyptu

Einhverjum neytendum brá þegar þeir fengu ávexti og grænmeti frá Heimkaupum afhent í bréfpokum, sem ætlaðir eru lífrænum úrgangi. Sumir töldu jafnvel að fyrirtækið hefði staðið í hamstri á pokunum, sem leiddi til þess að þeir voru fjarlægðir úr verslunum. Heimkaup kaupa pokana hins vegar dýrum dómi í nafni umhverfisverndar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytt pokastefna Sorpu um­deild: „Þetta er rugl“

Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir breytta pokastefnu hjá Sorpu kalla á sérstakar bílferðir og finnst miður að þróunin sé á þá leið að skerða þjónustu í nærumhverfinu. Viðmælendur fréttastofu segjast flestir óánægðir með breytingarnar

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar sorphirðan í Garða­bæ

Sigurði Jökli Ólafssyni íbúa í Garðabæ brá heldur betur þegar hann ætlaði að fara með ruslið í grenndargáminn sinn við Ásgarð í Garðabæ. Þar blöstu við honum troðfullir gámar og rusl á víð og dreif á jörðinni umhverfis gámana.

Innlent
Fréttamynd

Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugar­daginn

Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Þetta eru sorpfréttir ársins

Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna.

Innlent