Hafið

Fréttamynd

Stjórn­völd, virðið frumbyggjaréttinn í ís­lensku sam­fé­lagi

Frumbygginn er í okkur öllum. Hann býr í þjóðarsálinni og menningu okkar. Hann erfist á milli kynslóða og opnar dyr til að starfa í gjövulli náttúru landsins. Frumbygginn gerir ekki kröfu til eignaréttar. Handfæraveiðar hafa í gegnum aldirnar verið grunnstoð til afkomu fólksins. 

Skoðun
Fréttamynd

Afstöðuleysi Ís­lands ó­þolandi – Stöndum með vist­kerfum sjávar

Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Vara ráð­herra við hörmungum ef lykil­hring­rás í hafinu stöðvast

Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eru á meðal þeirra sem vara norræna ráðherra við alvarlegri ógn við mikilvæga hringrás í Norður-Atlantshafi sem gæti haft hörmungar í för með sér fyrir Norðurlöndin. Fjórir íslenskir fræðimenn eru á meðal þeirra sem skrifa undir opið bréf þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Land­helginni ekki sinnt sem skyldi og sæ­strengir illa varðir

Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél.

Innlent
Fréttamynd

Stærð ís­lenska útselsstofnin stendur í stað

Niðurstöður talninga á útsel við Ísland haustið 2022 liggja nú fyrir og var í talningunni heildarkópaframleiðslan metin vera 1551 kópar. Mikilvægasta kæpingarsvæðið var líkt og áður Breiðafjörður með um 62 prósent af kópunum.

Innlent
Fréttamynd

Ölfus, land tæki­færanna

Atvinnulífið blómstrar í Ölfusi. Sveitarfélagið og innviðir þess standa sterkum fótum og tækifærin eru fjölmörg. Eitt þeirra tækifæra sem blasa við er að ýta undir sérstöðu sveitarfélagsins sem býður upp á raunverulega einstakt svæði til brimbrettaiðkunar, ekki aðeins á landsvísu heldur á heimsvísu. Svæðið er hins vegar í mikilli hættu vegna þess að meirihluti sveitarfélagsins hefur samþykkt að moka yfir það landfyllingu.

Skoðun
Fréttamynd

Konungs­skip Dana í Reykja­vík

Við Grandabryggju er heilmikið sjónarspil um þessar mundir þar sem danska konungsskipið liggur þar. Áhöfnin gerði sér glaðan dag í Reykjavík og hleður nú batteríin áður en haldið er til Grænlands. 

Innlent
Fréttamynd

Bjark­ey verði að sæta á­byrgð

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðunin skref í rétta átt

Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 

Innlent
Fréttamynd

Verndun hvala á al­þjóð­legum degi hafsins

Á þessu ári hefur okkur miðað heilmikið áfram í skilningi og virðingu okkar á hvölum. Höfðingi Maóra lýsti því yfir að hvalir hafi sömu réttindi og mannfólk. Maórar vinna ásamt Sameinuðu þjóðunum við að reyna að veita hvölum mannréttindi alls staðar í heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­vissa um hval­veiðar í sumar en ráð­gjöf Haf­ró ó­breytt

Hafrannsóknarstofnun hyggst skila inn umsögn til matvælaráðuneytisins um hvalveiðar í dag. Gildandi ráðgjöf stofnunarinnar til ársins 2025 miðast við veiðar á um 160 langreyðum að hámarki á ári og helst sú ráðgjöf óbreytt. Vinna við nýja talningu dýra hefst eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Sára­lítið mælist af loðnu

Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið.

Innlent
Fréttamynd

Fjölda­dauði sela rakinn til H5N1

Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1.

Erlent
Fréttamynd

Bjóða al­­menningi á þver­n­or­rænt hakka­þon um fram­tíð haf­svæða

Ís­lenski sjávar­klasinn skipu­leggur „hakka­þon“ næstu daga þar sem ein­staklingar hvaða­næva af Norður­löndum koma saman til að þróa sjálf­bæra leið til að deila haf­svæðum. Að sögn fram­kvæmda­stjóra Sjávar­kla­sans kann að vera stutt í að stjórn­völd þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráð­stafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn

Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna.

Erlent