Stj.mál

Fréttamynd

Starfsmenn Kópavogs ósáttir

Meirihluti starfsmanna skrifstofu Kópavogsbæjar undirrituðu bréf til bæjarstjórnarinnar og mótmæltu launamisrétti og versnandi stöðu starfsmanna í Starfsmannafélagi Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Óskar eftir uppgjöri í framsókn

Fylkingarnar tvær innan Framsóknarflokksins takast á um völd innan flokksins. Formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík vonar að til uppgjörs komi á flokksþingi svo hægt sé að byrja upp á nýtt. Hann segir mikla óánægju meðal flokksmanna, ekki síst á landsbyggðinni. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun frestað

Ákvörðun um framtíð Húsabakkaskóla í Dalvíkurbyggð hefur verið frestað til 10. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Harma orð Sivjar

Átök í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi, halda áfram og í yfirlýsingu frá hópi kvenna sem stóð að myndun nýrrar stjórnar í félaginu á fimmtudag eru ummæli Sivjar Friðleifsdóttur, ritara Framsóknarflokksins, eftir fundinn sérstaklega hörmuð. Þá er einkum átt við þau orð Sivjar að nýskráning kvennanna og þáttur þeirra í fundinum hafi verið tilkominn vegna undirgefni við ákveðna karlmenn í flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Fjórðu hverri fyrirspurn ósvarað

Fjórðu hverri fyrirspurn sem beint var til ráðherra ríkisstjórnarinnar á haustþingi er enn ósvarað. Lög kveða engu að síður á um að þeir skuli svara fyrirspurnum í síðasta lagi rúmri viku eftir að fyrirspurn er beint til þeirra. Forseti Alþingis segir að stöðugt sé reynt að leysa vandann.

Innlent
Fréttamynd

Vilja viðræður við einkaskóla

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa áhyggjur af því að fjárskortur sé að sliga einkaskóla í borginni og vilja hefja við þá samningaviðræður.

Innlent
Fréttamynd

Hallarbyltingu afstýrt

Páli Magnússyni varaþingmanni tókst að afstýra því að andstæðingar hans næðu völdum í Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. </font />

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarformaður vill milljarð

Samkeppni á fjármagnsmarkaði hefur leitt til þess að fjárhagslega sterkari fyrirtæki hafa greitt upp lán sín hjá Byggðastofnun og fengið til þess lán hjá viðskiptabönkunum. Miklar uppgreiðslur geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir stofnunina. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Tillaga um aðskilnað grunnnets

Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þar sem segir að fela eigi ríkisstjórninni að endurskoða fyrirætlanir um sölu Símans. Í því skyni verði grunnnet Símans skilið frá öðrum rekstri og tryggt að eignarhald þess verði til framtíðar óháð öðrum fyrirtækjum í fjarskiptaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Borgin ætlar í mál

Á fundi borgarráðs á fimmtudag mun Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri leggja fram tillögu um að hafin verði undirbúningur að skaðabótamáli gegn olíufélögunum, vegna ólöglegs samráðs við útboð Reykjavíkurborgar í olíuviðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Ofurforstjórar ekki með bílstjóra

Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa bíl og einkabílstjóra til umráða. Ekki verður séð að forstjórar og stjórnarformenn stærstu fyrirtækja landsins njóti slíkra hlunninda þó að erill þeirra sé mikill. Kostnaðurinn við bílaflota ríkisstjórnarinnar nemur nærri hálfum milljarði á sex árum, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur. "Praktískt," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin særst flokka

Fylgi Samfylkingarinnar eykst um fjögur prósentustig og mælist með ríflega 34 prósenta fylgi í könnun Gallups. Flokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka.

Innlent
Fréttamynd

Guðni telur ekki sótt að sér

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir átökin í flokknum að undanförnu óheppileg félagslega. Hann telur þetta þó ekki vera ráðabrugg til að steypa sér af stóli.

Innlent
Fréttamynd

Jafnréttisákvæðin verði hert

Framsóknarkonur ætla að leggja það fram á flokksþingi að það verði sett í lög félagsins að hvort kynið skipi ekki minna en 40 prósent af öllum ábyrgðarstöðum og framboðslistum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlanefnd vinnur lengur

Nefnd menntamálaráðherra, sem á að gera tillögur að frumvarpi um fjölmiðla, nær ekki að skila af sér á morgun eins og til stóð. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, segir að tíminn sem nefndinni var ætlaður til verksins hafi reynst allt of stuttur miðað við umfang þess og það skýrist ekki fyrr en eftir mánuð eða svo hvenær nefndin ljúki störfum og skili af sér skýrslu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja lækka álagningarhlutfall

Stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar hún mótmælir hækkunum á fasteignagjöldum í Reykjavík sem komi í kjölfar hækkunar fasteignamats um áramótin. Stjórnin telur að Reykjavíkurborg hefði átt að fara sömu leið og mörg önnur sveitarfélög hafa gert en þau völdu að lækka álagningarhlutfallið niður fyrir 0,32% þannig að gjöld hækkuðu ekki meira en 5% og jafnvel lækkuðu í einhverjum tilvikum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ógilda aðalfund Freyju

Þess hefur verið krafist að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, verði úrskurðaður ógildur. Fjölskylda Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og Páls, bróður hans, er sögð hafa fjölmennt á fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Átök í framsókn

Framsóknarmenn hafa skipast í tvær fylkingar sem takast á innbyrðis. Önnur starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson en hin er ósátt við vinnubrögð flokksins og vill breytingar. Ekki er talið víst að deilurnar nái upp á yfirborðið á flokksþingi.

Innlent
Fréttamynd

Einkaaðilar byggi samgöngumiðstöð

Samgönguráðherra vonast til að ákvörðun um að reisa nýja samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli verði tekin innan fárra mánaða. Einakaðilar myndu byggja hana og hún bæði þjóna flugumferð og rútum.

Innlent
Fréttamynd

Tveir ráðherrar bætast í hópinn

Ekki er víst að breytingar á eftirlaunalögum sem heimila fyrrverandi ráðherrum og alþingismönnum að þiggja eftirlaun þótt þeir séu í hálaunastöðum annars staðar, verði afturvirkar. Tveir nýir ráðherrar hafa bæst í hópinn eftir að umræðan komst í hámæli.

Innlent
Fréttamynd

Enginn ráðherra sagt af eða á

Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, segist ekki muna hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur á ríkisstjórnarfundi 18. mars árið 2003. Þegar ummæli ráðherra Framsóknarflokksins eru skoðuð kemur í ljós að enginn þeirra hefur sagt af eða á um það hvort ákvörðunin hafi verið rædd á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogafundur í Miðausturlöndum

Leiðtogafundur er næsta skref í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Unnið er að því að byggja upp gagnkvæmt traust og efla samvinnu stjórnvalda Palestínumanna og Ísraela.

Erlent
Fréttamynd

Hvorki kynja- né innanflokksátök

Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann sækist eftir að leiða lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi. Ýmsir innan flokksins telja að tilgangur hallarbyltingar í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi í liðinni viku, hafi verið að tryggja honum oddvitastöðu í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Stór loforð jafnaðarmanna

Danskir jafnaðarmenn freista þess að ná til kvenna á ný með því að lofa opinberum starfsmönnum að enginn þeirra missi vinnuna næstu fjögur árin. Í gær var sagt frá því að níu af hverjum tíu, sem hafa yfirgefið danska Jafnaðarmannaflokkinn í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar, væru konur.

Erlent
Fréttamynd

Skerpt á lögum Samkeppnisstofnunar

Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja sérstök lög um hringamyndun. Í staðinn verður skerpt á lögum um Samkeppnisstofnun og verður frumvarp þess efnis lagt fram á Alþingi á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Skref í friðarátt

Leiðtogafundur verður haldinn fyrir botni Miðjarðarhafs eftir hálfan mánuð. Þá hittast Mahmoud Abbas og Ariel Sharon til friðarviðræðna. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur af þessu tagi er haldinn í meira en eitt og hálft ár.

Erlent
Fréttamynd

Ekki lengur með hreinan skjöld

Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur það hafa verið við hæfi að jafn mikilvægt mál og stuðningur Íslands við innrásina í Írak hefði átt að vera tekið upp og rætt í ríkisstjórn. 

Innlent
Fréttamynd

Siv segist ekki muna

Siv Friðleifssdóttir, fyrrverandi ráðherra, segist ekki muna hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars árið 2003. Þetta kom fram í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í hádeginu í dag.

Innlent