Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Ben Johnson berst nú gegn ólöglegri lyfjanotkun

Kanadamaðurinn Ben Johnson breyttist úr hetju í skúrk á einu augabragði á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 þegar hann vann 100 metra hlaupið á nýju heimsmeti en féll síðan á lyfjaprófi nokkrum tímum síðar.

Sport
Fréttamynd

Velti fyrir sér að hætta í frjálsum

Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur hafið æfingar á ný eftir árs hlé. Íslandsmeistarinn í sjöþraut greindist með brjósklos í baki um áramótin en er nú meiðslalaus. Hún hlakkar til að mæta efnilegasta sjöþrautarhópi Íslandssögunnar en stillir væntingum í hóf.

Sport
Fréttamynd

ÍR bikarmeistari í frjálsum

ÍR-ingar sigruðu í 48. bikarkeppni FRÍ, bæði í karla- og kvennaflokki og þar að leiðandi í heildarstigakeppninni einnig. Þeir hlutu samtals 174,5 stig. FH varð í öðru sæti með 166 stig og lið Norðlendinga í því þriðja með 150 stig. HSK var með 120,5 stig og Breiðablik með 118 stig í 5. sæti.

Sport
Fréttamynd

Það erum jú við sem þurfum að keppa í þessu

Frjálsíþróttafólk er ekki alltof sátt við þá ákvörðun Frjálsíþróttasambands Íslands um að fresta bikarkeppni FRÍ um einn dag vegna slæmrar veðurspár. Frjálsíþróttafólk hefur tjáð óánægju sína inn á fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambandsins en ákvörðunin var tekin aðeins degi áður en keppnin átti að fara fram.

Sport
Fréttamynd

Bikarkeppni FRÍ frestað um einn dag

Vegna slæms veðurútlits hefur Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands, sem átti að hefjast kl. 18 á morgun föstudag, verið frestað til kl. 16 á laugardag.

Sport
Fréttamynd

Metþátttaka í 30. Reykjavíkurmaraþoninu

Metþátttaka er í 30. Reykjavíkurmaraþoninu en þegar skráningu lauk seint í gærkvöldi höfðu 14,139 skráð sig til keppni, 729 fleiri en í fyrra. Keppt er í 4 vegalengdum og er mettþáttaka í öllum flokkum.

Sport
Fréttamynd

Hafdís blómstraði í Belgíu

Hafdís Sigurðardóttir stóð sig vel á móti í Belgíu í gærkvöldi en hún stökk 6,25 metra í langstökki á Grand Prix-móti í Mouscron.

Sport
Fréttamynd

Gay var á sterum

Það hefur nú komið í ljós að efnið sem felli bandaríska spretthlauparann Tyson Gay á lyfjaprófi var ólöglegt steraefni. Gay féll á tveimur lyfjaprófum sem voru tekin á svipuðum tíma.

Sport
Fréttamynd

Aníta aðeins frá sínu besta

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR hafnaði í áttunda sæti í 800 metra hlaupi á Demantamóti í Stokkhólmi í kvöld. Aníta var nokkuð frá sínu besta en hún hljóp á 2:02,17 mínútum.

Sport
Fréttamynd

Of mikil fjárhagsleg áhætta

Evrópubikarkeppni landsliða í 3. deild í frjálsum íþróttum fer ekki fram hér á landi á næsta ári þrátt fyrir ósk Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA). Stjórn Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) segir fjárhagslega áhættu of mikla.

Sport
Fréttamynd

Þokkalega erfitt að fylgjast með af hliðarlínunni

Tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson hefur verið frá æfingum og keppni síðan í vetur vegna meiðsla á hásin. ÍR-ingurinn er að hefja uppbyggingartímabil sitt eftir langa hvíld og telur stöðuna vera nokkuð góða.

Sport
Fréttamynd

"Pistorius hefur það ekki í sér að gera svona hlut“

"Við erum viss um að þetta hafi verið óviljaverk,“ segir Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, amma Hafliða Hafþórssonar sem hefur verið náinn vinur hlauparans Oscar Pistorius, í viðtali við suður-afríska blaðið Mail & Guardian.

Sport
Fréttamynd

Pistorius formlega ákærður

Frjálsíþróttamaðurinn Oscar Pistorius hefur verið formlega ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína á heimili þeirra í Suður-Afríku.

Sport
Fréttamynd

Bolt með enn ein gullverðlaunin

Usain Bolt nældi sér í sín þriðju gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag þegar Bolt og félagar hans í sveit Jamaíka unnu 4x100 m boðhlaup karla.

Sport
Fréttamynd

Fraser-Pryce með þrenn gullverðlaun

Boðhlaupssveit Jamaíku setti heimsmet og vann auðveldan sigur í 4x100 metra boðhlaupi kvenna á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum sem haldin er í Moskvu.

Sport
Fréttamynd

Usain Bolt tók myndavél Svíans í þriðja sinn

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt leggur það í vana sinn að vinna gull á stórmótum og fagna því með því að fá lánaða myndavél sænska ljósmyndarans Jimmy Wixtröm sem tekur myndir fyrir Sportbladet.

Sport
Fréttamynd

Aníta Heims-, Evrópu- og Norðurlandameistari á árinu 2013

Ísland eignaðist þrjá Norðurlandameistara unglinga á Norðurlandamóti 19 ára og yngri sem fram fer um helgina í Espoo í Finnlandi. Björg Gunnarsdóttir sigraði á nýju persónulegu meti í 400 m hlaupi kvenna, Kolbeinn Höður Gunnarssson sigraði í 400 m hlaupi á nýju Íslandsmeti 18 til 19 ára og þá bætti Aníta Hinriksdóttir Norðurlandameistaratitli í safnið sitt þegar hún vann 800 metra hlaupið örugglega.

Sport
Fréttamynd

Usain Bolt kann alveg að fagna gullverðlaunum - myndir

Usain Bolt var heldur betur í essinu sínu á Luzhniki leikvanginum í Moskvu í dag þegar hann tryggði sér Heimsmeistaratitilinn í 200 metra hlaupi. Bolt vann öruggan sigur og vann því bæði 100 og 200 metra hlaupið eins og á síðustu Ólympíuleikum í London.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistaratitill í afmælisgjöf

Bandaríska stúlkan Brianna Rollins er heimsmeistari í 110 metra grindarhlaupi eftir öruggan sigur í úrslitahlaupinu á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu í dag. Þetta er fyrsti heimsmeistaratitilinn hjá Rollins sem fagnar 22 ára afmælisdegi sínum á morgun.

Sport
Fréttamynd

Ekkert mikið mál fyrir Bolt - Heimsmeistari í 200 metra hlaupi

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann öruggan sigur í 200 metra hlaupi karla á HM í frjálsum í Moskvu í dag en þetta er þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem Bolt vinnur þessa grein. Jamaíka vann tvöfaldan sigur í úrslitahlaupinu og var hársbreidd frá því að taka öll þrjú verðlaunin.

Sport
Fréttamynd

Nú náði Meseret Defar HM-gullinu

Hin þrítuga Meseret Defar frá Eþíópíu tryggði sér í dag Heimsmeistaratitilinn í 5000 metra hlaupi kvenna en hún vann einnig þessa grein á Ólympíuleikunum í London fyrir ári síðan.

Sport
Fréttamynd

Kiprotich vann maraþongullið alveg eins og á ÓL í London

Úgandamaðurinn Stephen Kiprotich tryggði sér sigur í maraþoni karla á HM í frjálsum í Moskvu í dag þegar hann kom í mark á tveimur klukkutímunum, níu mínútum og 51 sekúndu. Kiprotich vann einnig maraþonið á Ólympíuleikunum í London og er því bæði Heims- og Ólympíumeistari.

Sport
Fréttamynd

Fékk hlaupasting en vann samt gullið

Bretinn Mo Farah tryggði sér tvennu á öðru stórmótinu í röð þegar hann vann 5000 metra hlaupið á HM í frjálsum í Moskvu í gær. Hann hafði áður fagnað sigri í 10.000 metra hlaupinu og vann því báðar þessar greinar eins og á Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Neglurnar hennar Ásdísar í fánalitunum

Ásdís Hjálmsdóttir, eini íslenski keppandinn á HM í frjálsum í Moskvu, hóf og lauk keppni í morgun þegar hún varð í 21. sæti í undankeppninni í spjótkasti kvenna. Ásdís kastaði lengst 57,65 metra og var tæpum þremur metrum frá því að komast inn í úrslitin.

Sport