Flóttamenn

Fréttamynd

Leki í rannsókn innanhúss hjá Landspítala

Félagsráðgjafi á Landspítalanum lak persónuupplýsingum um víetnömsk hjón til Útlendingastofnunar, en hjónin leituðu til ráðgjafans eftir að þeim barst tæplega 300 þúsund króna reikningur eftir fæðingu dóttur þeirra. Málið er í rannsókn innanhúss á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Langflestar tilkynningar vegna vanrækslu barna

Langflestar tilkynningar til Barnaverndar á árinu eru vegna vanrækslu barna. Um 60 prósent tilkynninga eru aldrei rannsökuð. Dæmi um tilkynningar eru allt frá því að barn er sent eitt út í búð eftir mjólk yfir í stórfellda vanrækslu um foreldra sem sinna ekki grunnþörfum barna.

Innlent
Fréttamynd

Víetnömsku hjónin fá dvalarleyfi

Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot.

Innlent
Fréttamynd

Þóttust vera hælisleitendur og stálu fyrir milljónir

Sjö einstaklingar frá Hvíta-Rússlandi voru sendir úr landi með endurkomubanni í byrjun október. Fólkið sótti hér um hæli, með fölsuð vegabréf, til að stela vörum á meðan hælisumsóknin væri í ferli. Þýfi fannst fyrir tvær milljónir við húsleit hjá fólkinu.

Innlent
Fréttamynd

Segir lekann koma frá Landspítala

Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina.

Innlent
Fréttamynd

Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár

Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir.

Erlent
Fréttamynd

Einn fékk hæli en 25 synjun

Einum Líbýumanni var veitt hæli sem flóttamanni síðastliðinn föstudag þegar Útlendingastofnun birti ákvarðanir í 26 málum. Tuttugu og fimm var synjað um hæli. Þetta staðfestir Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli

Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna.

Innlent
Fréttamynd

Slóvenar kalla eftir liðsauka

Slóvensk stjórnvöld segjast ekki ráða við þann mikla straum flóttamanna inn til landsins og hafa óskað eftir frekari aðstoð frá Evrópusambandinu.

Erlent