Hlaup

Fréttamynd

„Bara á Ís­landi“

Félagarnir Björgvin Ingi Ólafsson meðeigandi Deloitte á Íslandi og Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skelltu sér í útihlaup í gær. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í túrnum rákust þeir á Björn Skúlason forsetamaka.

Lífið
Fréttamynd

Þor­leifur vann og endur­heimti Ís­lands­metið

Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hófst í hádeginu á laugardag og lauk í nótt. Þorleifur Þorleifsson kom, sá og sigraði og sett nýtt Íslandsmet þegar hann kláraði 62 hringi, eða 415,4 kílómetraFylgst var með í Vaktinni hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.

Sport
Fréttamynd

Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið

Leikstjóri kvikmyndar um Laugavegshlaupið segir það hafa verið gríðarlega krefjandi verkefni að fylgja eftir tveimur hlaupurum fyrir myndina. Hlaupið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig, hvorki fyrir hlauparana né tökulið. Myndin er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Hlaupararnir segjast hafa gefið tökuliði lítinn gaum, enda hlaupið nógu krefjandi fyrir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mynda­syrpa úr Bakgarðshlaupinu

Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25.

Lífið
Fréttamynd

Sló 24 ára gamalt met Kára Steins, aftur

Sindri Karl Sigurjónsson, 15 ára hlaupari úr Borgarfirði, sló 24 ára gamalt aldurflokkamet Kára Steins Reynissonar í 10 kílómetra götuhlaupi í dag. Þetta er í annað sinn sem hann slær metið, en í fyrra skiptið var það ekki gilt.

Sport
Fréttamynd

Marlena er sigur­vegari Bakgarðshlaupsins

Áttunda Bakgarðshlaupið fór fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu og margir af sterkustu hlaupurum landsins tóku þátt. Fylgst var með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan.

Sport
Fréttamynd

Ein­falt og frísk­legt út­lit fyrir hlaupið

„Í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum það hvernig við getum haft okkur til án þess að vera að farða okkur endilega,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar sýnir Rakel hvernig hægt er að ná fram frísklegu útliti fyrir útivistina án mikillar fyrirhafnar.

Lífið
Fréttamynd

„Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Mari­­legan hátt“

Ásdís Björg Pálmadóttir, vörumerkjastjóri í Sportvörum, er á leið í sitt fimmta bakgarðshlaup á morgun og ætlar sér að hlaupa að minnsta kosti hundrað kílómetra. Hún fékk góða aðstoð frá drottningu bakgarðshlaupanna, Mari Järsk, þegar hún rauf hundrað kílómetra múrinn fyrst.

Sport
Fréttamynd

Þetta þurfum við í útihlaupin í vetur

Kuldi, rigning, snjór og hvassviðri er eins og við vitum hér á landi ansi algengt veðurfar. Íslenskir hlauparar þurfa því að æfa stærsta hluta ársins í krefjandi vetraraðstæðum og  og því mikilvægt að velja vel hluti sem henta.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Lést í hlaupi til minningar um systur sína

Bretinn Sam Wealleans hneig niður og lést í Great North hlaupinu í Englandi á sunnudaginn. Hann hljóp til minningar um systur sína og til þess að safna peningum í styrktarsjóð.

Sport
Fréttamynd

Gat varla gengið en hljóp hálf­mara­þon

Dagur B. Eggertsson forseti borgarráðs segist hafa komið sjálfum sér og öðrum á óvart um helgina þegar hann hljóp hálfmaraþon. Hann segir það stóran áfanga, hann hafi ekki verið viss um að hann gæti þetta, enda séu ekki mörg ár síðan hann gat varla gengið vegna gigtar og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt.

Lífið
Fréttamynd

Bjóða Sindra hjartan­lega vel­kominn í vottað hlaup

Eftir að hafa slegið 24 ára gamalt aldursflokkamet hlauparans mikla Kára Steins Karlssonar, en ekki fengið það skráð, hefur hinn 15 ára gamli Sindri Karl Sigurjónsson verið boðinn sérstaklega velkominn í Hjartadagshlaupið í ár.

Sport
Fréttamynd

Sló 24 ára met Kára Steins en fær það ekki skráð

Fimmtán ára strákur úr Borgarfirði sló 24 ára gamalt aldursflokkamet Kára Steins Karlssonar um helgina, í 10 kílómetra götuhlaupi. Eða nei, því hlaupið, sem var hluti af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, var ekki vottað.

Sport