Ísland í dag

Fréttamynd

„Viðbjóðslega fyndinn karakter“

Tökur á skemmtiþættinum Eurogarðurinn eru á enda og fer hann í loftið á Stöð 2 í haust. Þættirnir eiga að vera mjög svo óviðeigandi og óþægilegir á köflum og hræðilega fyndnir líka. 

Lífið
Fréttamynd

„Uppgjöfin var mér erfið“

Íþróttafræðingurinn og heilsu frumkvöðullinn Jónína Benediktsdóttir hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Jónína hefur alltaf verið opinská og hrein og bein og nú er hún nýkomin úr áfengismeðferð og ræddi við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

„Ég þorði ekki að segja neinum, ég vildi það ekki“

Gísli Már Helgason er Ólafsfirðingur og fimm barna faðir sem hefur búið í Svíþjóð síðastliðin 23 ár. Hann flutti frá Íslandi eftir röð áfalla sem gerðu það að verkum að honum fannst sér ekki vært þar lengur og vildi komast burt í nýtt umhverfi.

Innlent
Fréttamynd

„Þakkaði honum fyrir að hafa verið bróðir minn“

Þann 27. maí árið 2006 létust tveir skipverjar um borð í Akureyrinni, frystitogara Samherja, þegar eldur kom upp þar sem skipið var við veiðar 75 sjómílur vestur af Látrabjargi. Skipverjarnir hétu Birgir Bertelsen og Hafþór Sigurgeirsson en þeir voru báðir þaulreyndir sjómenn sem gáfu sjómennskunni allt og nutu mikillar virðingar félaga sinna um borð.

Innlent
Fréttamynd

Ræktar 150 tonn af grænmeti á ári í 300 fermetrum

Andri Björn Gunnarsson er grænmetisbóndi af þeirri gerð sem fáir Íslendingar hafa heyrt um áður en hann starfrækir fyrirtækið Hárækt sem sérhæfir sig í lóðréttum landbúnaði eða Vertical Farming eins og það er kallað úti í hinum stóra heimi.

Lífið
Fréttamynd

Með sex grill á pallinum: „Þetta er bara áhugamál og della“

Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson er án efa mesti dellumaður landsins, tekur allt með trompi hvort sem það snýr að veiðinni, bílasprautun eða öðru. Og síðasta æðið hans er að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill. Nei, á pallinn eru komin sex grill.

Lífið
Fréttamynd

„Sonur minn fékk ekkert tækifæri“

Helgi Vilhjálmsson, sem gjarnan er kallaður Helgi í Góu, segist vonast til þess að mæta Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ekki á förnum vegi. Hann segist þeirrar skoðunar að dómskerfið hafi brugðist syni sínum Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar myrti árið 2010.

Innlent
Fréttamynd

Skrýtnasti heiti pottur landsins

Ýmislegt skemmtilegt og jákvætt hefur gerst í samkomubanninu eins og skrýtnasti heiti pottur landsins sem er heimagerður. Vala Matt leit við hjá þeim Gunnari Smára Jónbjarnarsyni og Lilju Kjartansdóttur á Akranesi og úr pottinum er útsýni til allra átta.

Lífið
Fréttamynd

Draumaverkefni og minnti á að raða í barbíhús

Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag á Stöð 2 var fjallað um Ásbrúarhverfið suður með sjó en þar er hægt að eignast tæplega hundrað fermetra íbúð fyrir um 26 milljónir og fylla hana af húsgögnum fyrir undir milljón krónur.

Lífið
Fréttamynd

Grétar segist strax hafa orðið sjúkur í Siggu Beinteins

Stjórnin hefur skemmt landanum í yfir þrjátíu ár. Margir tengja hvert lag við ákveðið tímabil, staðsetningu eða viðburð og eru sumarsmellirnir orðnir fjölmargir. Fylgst var með Stjórninni í Íslandi í dag í gærkvöldi og var þessari spurningu velt upp: Hversu vel þekkja Sigga og Grétar í Stjórninni hvort annað eftir að hafa verið „par“ í rúm þrjátíu ár og haldið tæplega þúsund tónleika saman?

Tónlist