Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Kári Mímisson skrifar 15. nóvember 2024 20:57 Jacob Falko var frábær hjá ÍR með 33 stig og 11 stoðsendingar. Vísir/Anton Brink Njarðvíkingar töpuðu öðrum leiknum sínum í röð á móti nýliðum í deildinni þegar ÍR-ingarnir sóttu tvö stig til Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en ÍR-ingar gáfust ekki upp, fóru á kostum í þeim síðari og fögnuðu langþráðum og óvæntum sigri, 101-96. Baldur Már Stefánsson byrjar því vel með ÍR-liðið en Ísak Máni Wíum hætti með liðið eftir sjötta tapið í röð. Jacob Falko var frábær hjá ÍR með 33 stig og 11 stoðsendingar. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR
Njarðvíkingar töpuðu öðrum leiknum sínum í röð á móti nýliðum í deildinni þegar ÍR-ingarnir sóttu tvö stig til Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en ÍR-ingar gáfust ekki upp, fóru á kostum í þeim síðari og fögnuðu langþráðum og óvæntum sigri, 101-96. Baldur Már Stefánsson byrjar því vel með ÍR-liðið en Ísak Máni Wíum hætti með liðið eftir sjötta tapið í röð. Jacob Falko var frábær hjá ÍR með 33 stig og 11 stoðsendingar. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.