Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó

Kári Mímisson skrifar
Jacob Falko var frábær hjá ÍR með 33 stig og 11 stoðsendingar.
Jacob Falko var frábær hjá ÍR með 33 stig og 11 stoðsendingar. Vísir/Anton Brink

Njarðvíkingar töpuðu öðrum leiknum sínum í röð á móti nýliðum í deildinni þegar ÍR-ingarnir sóttu tvö stig til Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. 

Njarðvíkingar voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en ÍR-ingar gáfust ekki upp, fóru á kostum í þeim síðari og fögnuðu langþráðum og óvæntum sigri, 101-96. 

Baldur Már Stefánsson byrjar því vel með ÍR-liðið en Ísak Máni Wíum hætti með liðið eftir sjötta tapið í röð. Jacob Falko var frábær hjá ÍR með 33 stig og 11 stoðsendingar.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira