Fréttir

Emírinn í Kúveit látinn

Sjeik Nawaf al-Ahmad al-Sabah, emírinn í Kúveit, er látinn 86 ára að aldri. Hann tók við völdum af bróður sínum árið 2021. Krónprinsinn sjeik Meshal Al Ahmad Al Jaber, 83 ára hálfbróðir emírsins látna, tekur við völdum en hann var elsti krónprins heimsins.

Erlent

Rauð jól í Reykja­vík

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir það mjög ólíklegt að verði hvít jól í Reykjavík. Hann segir að hann snúist í norðanátt á miðvikudaginn og að það snjói sjaldnast með norðanáttinni.

Veður

Lægð sækir að landinu

Lægðir sækja að landinu um helgina og með þeim kalt loft um allt land. Djúp lægð var við Jan Mayen snemma í morgun og mun hún valda suðvestanátt með éljagangi sunnan og vestantil á landinu.

Veður

Greiði mæðgunum ríf­lega tuttugu milljarða

Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump og borgarstjóri New York borgar, hefur verið dæmdur til að greiða mæðgum, sem hann rægði með ásökunum um kosningasvindl, 148 milljónir dala. Það gerir ríflega tuttugu milljarða króna.

Erlent

Ísraelskir her­menn drápu þrjá gísla

Ísraelski herinn drap í dag þrjá gísla sem voru í haldi Hamas-liða. Samkvæmt talsmönnum ísraelska hersins var um mistök að ræða og að hermennirnir hafi staðið í trú um að gíslarnir væru ógn.

Erlent

Ó­víst með fund um helgina og næsta verk­fall yfir­vofandi

Sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara segir stöðuna í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins snúna. Hún verði í sambandi við samninganefndir um helgina en ekkert hafi verið ákveðið með framhaldið. Verði af næstu vinnustöðvunum flugumferðarstjóra mun það hafa áhrif á næstum hundrað flugferðir. 

Innlent

Rýming æfð í Bláa lóninu

Rýming var æfð í Bláa lóninu í dag en það verður opnað á ný á sunnudaginn eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Til að byrja með er búist við að gestir verði heldur færri en þeir eru jafnaði.

Innlent

Ó­lík­legt að allir komist heim fyrir jól

Icelandair segir það ólíklegt að allir farþegar komist á áfangastað fyrir jól að öllu óbreyttu. Er það vegna verkfalls flugumferðastjóra sem hefur valdið umtalsverðri truflun og töfum á flugáætlun flugfélagsins.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara segir stöðuna í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins snúna, talsvert beri í milli. Hún hafi því ákveðið að fresta fundi um óákveðinn tíma. Félagsdómur sýknaði í dag flugumferðarstjóra af kröfum SA um að næsta vinnustöðvun félagsins væri ólögmæt.

Innlent

Sex milljarða hækkun í málum fatlaðra

Ríkið og sveitarfélögin skrifuðu undir samkomulag í dag um breytingu í þjónustu sveitarfélaga við fatlaða. Samkomulagið felur í sér flutning sex milljarða króna frá ríkinu fyrir málaflokkinn.

Innlent

Leyni­leg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu

Mappa sem innihélt leynileg skjöl og gögn um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvarf á síðustu dögum forsetatíðar Donalds Trump, og hefur ekki fundist enn það dag í dag. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna óttast að sum af best varðveittu leyndarmálum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra geti verið opinberuð.

Erlent

Braut gróf­lega á konu sinni með dreifingu á kyn­ferðis­legu efni

Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar og barnsmóður með dreifingu á kynferðislegu myndefni á ýmsum miðlum og tölvupóstum til fólks.

Innlent

Sátta­semjari frestar fundi um ó­á­kveðinn tíma

Samninganefndir flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins mættu á boðaðan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. Ekkert varð úr sameiginlegum fundi og á öðrum tímanum í dag ákvað sáttasemjari að fresta fundinum. Nýr fundur í kjaradeilunni hefur ekki verið boðaður. 

Innlent

Margrét sýknuð í Lands­rétti

Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018.

Innlent

Ó­sannað að Stein­grímur ætti vökvann

Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Steingrímur Þór var sýknaður af því að hafa geymt fimm lítra af amfetamínbasa. Landsréttur kvað upp dóm sinn á þriðja tímanum.

Innlent